Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 232
PETER BURGER
birtingarmyndir til tiltekinnar þjóðfélagsstöðu, heldur leitast þeir við að
leiða hugmjmdaffæði (í þessu tilfelli hugmtmdina um eðli hins listræna
sköpunarferhs) af sjálfum þrótmarlögmálum þjóðfélagsins. Þeir Hta á til-
kall hstarinnar til sjálfstæðis sem fyrirbæri er mssulega kemur ífam í sam-
félagi hirðarinnar en felur engu að síður í sér viðbragð við þeim breyting-
um sem verða á hirðsamfélaginu með mótun kapítah'sks hagkerfis. Þessi
sveigjanlegi túlkunarrammi er hhðstæður þeirri mtmd sem Werner
Krauss hefur brugðið upp af „l’honnéte homme“ á 17. öld.8 Ekki er held-
ur hægt að líta einfaldlega á þjóðfélagsímynd „l’honnéte homme“ sem
hugmyndaffæði aðalsstéttar sem er að glata póhtísku hlutverki sínu, vegna
þess að hún beinist gegn stéttbundinni hagsmunabaráttu. Krauss túlkar
ímyndina sem tilraun aðalsins til að \dnna effi stéttir borgaranna á sitt
band í baráttunni gegn einveldinu. Gildi þeirra niðurstaðna sem settar eru
fram í áðumefndum ritum á sviði listfélagsffæði er engu að síður takmark-
að, vegna þess að þáttur tilgátunnar er svo ríkjandi (einnig í rannsókn
Mullers) að ekki er hægt að líta svo á að kenningin sé unnin úr sjálfum
efniviðnum. Annað atriði vegur þyngra: hér lýsir sjálfstæðishugtakið nær
eingöngu huglægri hlið þess ferhs sem leiðir til sjálfstæðis listarhmar. Mð-
fangsefhi skýringartilraunarinnar eru þær hugmyndir sem listamenn
tengja starfsemi sinni, ekki heildarferlið sem leiðir til sjálfstæðisins. Þetta
ferh geymir þó einnig annan þátt: ffelsun á hæfileikanum til að skynja og
móta veruleikann (sem fram að þessu hafði þjónað trúarlegum tilgangi).
\dssulega er ástæða til að ætla að þessir tveir þættir ferlisins (hinn hug-
myndaffæðilegi og hinn raunverulegi) fléttist saman, engu að síður er
vafasamt að smætta ferhð niður í hugmyndaffæðilega vídd þess.
Skýringartilraun Lutz Mdnckler beinist einmitt að raunverulegum
þætti ferhsins. Hann leggur út af þeirri fullyrðingu Hausers að með
færslunni ffá umbjóðandanum, sem pantar verk hjá listamanninum í
ákveðnum tilgangi, til listsafharans, sem eignast verk viðurkenndra lista-
manna á hstamarkaði í mótun, komi hinn sjálfstætt starfandi listamaður
fram sem söguleg gagnhverfa safnarans.9 Mdnckler kemst að eftirfarandi
8 W. Krauss, „Uber die Tráger der klassischen Gesinnung", Gesammelte Aufiatze zur
Literatur und Sprachwissenschaft, Frankfurt am APain, 1949, bls. 321—328. Greinin
byggir á mikilvægri rannsókn Erichs Auerbach á sviði útgáfufélagsffæði: „La Cour
et la ville“, endurpr. í Vier Untersuchungen zur Geschichte der französischen Bildung,
Bem, 1951, bls. 12-50.
9 Amold Hauser, Sozialgeschicbte der Kuitst und Literatur (sérútgáfa í einu bindi),
Munchen, 1967, bls. 318 og áffam.
230