Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 233
SJALFSTÆÐI LISTARINNAR
niðurstöðu: „Sú óhlutbundna mynd umbjóðandans og þess viðfangs sem
hann veitti umboð til, sem markaðurinn gerði mögulega, var einnig for-
senda eiginlegrar óhlutbundinnar listsköpunar, áhugans á samsetningu
og litatækni."10 Aðferð Hausers er í grundvallaratriðum lýsandi; hann
lýsir sögulegri þróun, því hvernig safnarinn og hinn óháði listamaður,
þ.e. sá sem framleiðir fýrir nahilausan markað, koma ffam samtímis. A
þessum grunni setur Winckler ffam skýringu á því hvaðan sjálfstæði hins
fagurfræðilega sé komið. Mér sýnist slík útvíkkun á lýsandi staðhæfingu
yfir á svið sögulegs skýringarlíkans orka tvímælis, ekki síst vegna þess að
aðrar athugasemdir Hausers gefa tilefhi til annarra ályktana. Samkvæmt
umfjöllun Hausers voru aðferðir handverksmanna enn að mestu leyti við
lýði á vinnustofum listamanna á 15. öld og þær lutu reglum slíkra gilda,11
á skilum 15. og 16. aldar breyttist aftur á móti þjóðfélagsstaða lista-
mannsins með síaukinni eftirspurn nýrra léna og furstadæma, sem og
auðugra borga, eftir listamönnum sem væru færir um að taka að sér og
hrinda í ffamkvæmd stórum verkefnum. I þessu samhengi ræðir Hauser
einnig um „eftirspurn á listamarkaði“12 - hér er þó ekki átt við að einstök
verk gangi kaupum og sölum á markaði, heldur að stórum samningum
hafi fjölgað. Þessi fjölgun á stórum samningum leiddi til þess að það
losnaði um tengsl hstamannsins við miðaldagildin (sem voru jú tæki
framleiðenda til að koma í veg fýrir offfamleiðslu og verðhrun í kjölfar
hennar). Winckler leiðir „óhlutbundna listsköpun, áhugann á samsetn-
ingu og litatækni“ af lögmálum markaðarins (listamaðurinn framleiðir
ekki lengur fýrir tiltekinn umbjóðanda heldur fýrir nafhlausan markað
þar sem safharinn kaupir verkin) og því má setja fram skýringu á forsend-
um Hausers, sem gengur þvert á skýringu Wincklers. Ahugarm á sam-
setningu og litatækni mætti þá skýra einmitt með hliðsjón af nýrri þjóð-
félagsstöðu listamannsins, sem skilyrðist ekki af þverrandi heldur þvert á
móti auknu mikilvægi umboðsbundinnar listsköpunar.
Markmið okkar getur ekki verið að setja fram „rétta“ skýringu, það
felst öllu heldur í því að átta sig á rannsóknarvandanum sem blasir við í
þeim ágreiningi sem upp kemur milli hinna ólíku skýringartilrauna. Þró-
un listamarkaðarins (bæði gamla „umboðsmarkaðarins“ og hins nýja
markaðar þar sem stök verk ganga kaupum og sölum) leiðir í ljós ákveð-
10 Winckler, „Entstehung und Funktion des literarischen Marktes", bls. 18.
11 Hauser, Sozialgeschichte der Kimst und Literatur, bls. 331 og áfram.
12 Sama rit, bls. 340 og áfram.