Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 234
PETER BURGER
in afbrigði „staðreynda", sem gefa varla tilefni til að draga ályktanir mn
það ferli sem leiðir til sjálfstæðis hins fagurfræðilega sem athafnasviðs.
Þetta þverstæðukennda og aldalanga ferli (margvíslegt mótstreymi hélt
stöðugt aftur af því), sem myndar það þjóðfélagssvið er við kemmm við
list, verður varla leitt af einum tilteknum orsakavaldi, jafnvel þótt hann
hafi haft jafn afgerandi áhrif á þjóðfélagsgerðina í heild og markaðslög-
málin gerðu.
Rit Bredekamps greinir sig frá þeim nálgunarleiðum sem fjallað er um
hér að framan, að því leyti að höfundurinn reynir að sýna fram á „að hug-
takið og hugmyndin um „ffjálsa“ (sjálfstæða) list hafi verið stéttbundin
frá upphafi, að hirðin og stórborgarastéttin hafi staðið vörð um listina
sem vitnisburð um eigin yfirráð1'.13 Að mati Bredekamps er sjálfstæðið
„sýnd“, að því leyti að seiðmagn listarinnar er nýtt sem valdatæki. „Háð“
list öðlast hjá honum jákvætt gildi andspænis hinni sjálfstæðu. A þeim
forsendum reynir hann síðan að sýna fram á að lágstéttir 15. aldar hafi
ekki haldið tryggð við ítölsk listform 14. aldar af tilfinningasamri íhalds-
semi, „heldur hafi þær náð að greina tengsl þessa ferlis, sem steíhdi að
því að losa um tengsl listarinnar við helgiathafhir og gera tilkall til sjálf-
stæðis, við hugmyndafræði efri stéttanna og spornað gegn því“.14 A svip-
aðan hátt túlkar hann helgimyndabrot sértrúarsafnaða úr röðmn lág-
stéttarmanna og smákaupmanna sem róttækt andóf gegn auknum
áherslum á sjálfstæði hins skynræna seiðmagns, enda hafi Savonarola
gengist opinbert við listsköpun sem hefði siðferðislega uppffæðslu að
leiðarljósi. Túlkun af þessu tagi er einkum vafasöm vegna þess að þekk-
ing túlkandans er hér lögð að jöfnu við reynsluheiin þeirra sem lifðu at-
burðina. Túlkandinn hefur vissulega rétt á að álykta út ffá eigin stöðu, á
grandvelli eigin þjóðfélagsreynslu getur hann aðhyllst þá skoðun að
nokkur sannleikur búi í fagurffæðilegri íhaldssemi lágstéttanna - þessa
skoðun má hann þó ekki eigna reynsluheimi smáborgaralegra og
alþýðlegra lágstétta á Ítalíu 15. aldar fyrirvaralaust. Niðurlagið í riti
Bredekamps sýnir, svo ekki verður um villst, að hann gerir einmitt þetta,
þar lýsir hann trúarlegri meinlætalist sem „ffumafbrigði stéttarhollusm“
og eignar henni jákvæð einkenni á borð við „fordæmingu á listþrunginni
13 „Autonomie und Askese“, bls. 92.
14 Sama rit, bls. 128.
232