Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 237
SJÁLFSTÆÐI LISTARTNNAR
mynda, frá því sjónarhorni yrðu þau tengsl listar við vísindi sem mynd-
uðust á endurreisnartímanum túlkuð sem fyrsta skeið frelsunarinnar. I
ifelsun Hstarinnar tmdan beinum tengslum við átrúnað mætti trúlega
greina þungamiðju þess ferlis sem við höfum lýst sem þróun listarinnar í
átt til sjálfstæðis, en það spannar aldir og þess vegna er erfitt að greina
það á afgerandi hátt. An efa er óráðlegt að líta á aðgreiningu listarinnar
frá helgisiðum kirkjunnar sem línulega þróun, hún er þvert á móti hlað-
in mótsögnum (Hauser leggur ítrekað áherslu á að ítalska kaupmanna-
stéttin á 15. öld uppfyllir enn þörf sína fyrir að vera sýnileg með fjár-
mögnun trúarlegra verka). En einnig iiman þeirrar listsköpunar sem
virkar trúarleg á yfirborðinu heldur ffelsun hins fagurfræðilega áfram.
Jafhvel talsmenn gagnsiðbótarinnar, sem nýta sér listina sem áhrifatæki,
stuðla á þversagnakenndan hátt að lausn hennar. Þau áhrif sem
barokklistin kallar fram eru vissulega mögnuð, en þau eru aðeins lauslega
tengd hinu trúarlega viðfangsefni. Ahrif þessarar fistar liggja ekki fyrst og
fremst í viðfangsefhinu, heldur í fjölskrúðugum formum og litum.
Þannig getur sú listsköpun sem talsmenn gagnsiðbótarinnar vilja gera að
áróðurstæki kirkjunnar losnað undan trúarlegu hlutverki sínu, vegna þess
að listamennirnir þróa með sér næmara skynbragð á áhrif lita og forma.18
Loks felur frelsun hins fagurfræðilega í sér eina þversögn til viðbótar.
Eins og við höfum séð, felur ferlið ekki aðeins í sér að til verður sérstakt
svið veruleikaskynjunar sem er laust úr viðjum markmiðsbundinnar rök-
vísi, heldur mótar það einnig hugmyndafræði þessa sviðs (hugmyndin
um snillinginn o.s.frv.). Hvað varðar uppruna þessa ferlis, má tvímæla-
laust gera ráð fyrir að hann tengist tilurð borgaralegs samfélags. Það ætti
að vera orðið ljóst að huga þarf að mörgu áður en hægt er að sýna fram
á þessi tengsl. I því skyni þyrfti að útfæra betur listfélagsfræðilegar nálg-
unarleiðir Marburg-skólans.
2. Sjálfstœði listarinnar ífagwfrœði Kants og Schillers
Við höfum hingað til beint sjónum að upphafsskeiði þess ferhs sem leiðir
til sjálfstæðis listarinnar með hliðsjón af myndlist endurreisnarinnar; það
18 Sú list sem er algjörlega bundin helgisiðum verður ekki nýtt í ákveðnum tilgangi,
því hún er hreinlega elcki til sem sérstakt athainasvið. I þessu tilvilá er listaverkið
hluti af helgisiðnum. Menn geta aðeins nýtt í ákveðnum tilgangi þá list sem hefur
öðlast (afstætt) sjálfstæði. Þannig er sjálfstæði listarinnar einnig forsenda ósjálf-
stæðrar listar síðari tíma. Vamingsfagurfiræðin sprettur af hinni sjálfstæðu list.
235