Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 238
PETER BURGER
er þó ekki fyrr en með myndun borgaralegs þjóðfélags á 18. öld og pólit-
ískri valdatöku borgarastéttar sem hefur öðlast aukin efnahagsleg ítök, sem
kerfisbundin fagurfræði kemur frarn sem heimspekigrein og innan hemaar
skapast nýtt hugtak sjálfstæðrar listar. I heimspekilegri fagurfræði er út-
koma aldalangs ferlis bundin í hugtök. „Með nútímahugtakinu list, sem
verður ekki viðtekið sem lýsing er tekur til skáldskapar, tónhstar, stdðslista,
myndlistar og byggingarlistar fyrr en undir lok 18. aldar“,19 er tekið að h'ta
á hina hstrænu starfsemi sem frábrugðna allri annarri. „Hinar ólíku list-
greinar voru slitnar úr tengslum við lífið og tekið að líta á þær sem fyrir-
hggjandi heild [...]; þessi heild var skilgreind sem ríki ómark\dsrar sköpun-
ar og hagsmunalausrar velþóknunar og henni stillt upp andspæms lífi
þjóðfélags sem virtist bíða það hlutskipri að verða midirskipað skýrum og
skilgreinanlegum markmiðum á röklegan hátt.“20 Með tilurð fagurfi-æð-
innar sem sjálfstæðs sviðs heimspekilegrar þekkingar kemur fram listhug-
tak sem leiðir til þess að hin listræna sköpun er slitin úr tengslum við lífs-
heild hinnar þjóðfélagslegu starfsemi og verður að óhlutbundinni
andhverfu hennar. Allt frá tíma hellenismans og einkum Hórasar hafði ein-
ing delectare og prodesse ekki aðeins verið viðtekin hugmynd innan skáld-
skaparfræði heldur einnig undirstöðuatriði í sjálfsskilningi listarinnar, ril-
urð ómarkvíss sviðs listsköptmar leiðir aftur á móti ril þess að kenningin
tekur að líta svo á að prodesse liggi utan fagurfræðinnar, á sama hátt h'tur
gagnrýnin svo á að listaverk sem hneigist til boðskapar séu ólistræn.
I Gagnrjni dómgi'eindarinnar [þ. Kiitik der Urteilskraft\ eftir Kant, frá
árinu 1790, er fjallað um huglæga hlið aðgreiningarinnar á milli listar og
lífshátta.21 Viðfangsefni rannsóknarinnar hjá Kant er ekki listaverkið
heldur hinn fagurfræðilegi dómur (dómur smekkvísinnar). Hann er skil-
greindur sem hagsmunalaus [þ. interesselos\ og honum fundinn staður á
milli sviðs skynjunarinnar og sviðs skynseminnar, á milli „hagsmuna
löngunarinnar eftir hinu notalega“22 og hagsmtma verklegrar skynsemi,
sem miða að framgangi siðalögmálsins. „Velþóknunin sem stýrir dómi
smekkvísinnar er ótengd öllum hagsmunum“, en hagsmunir eru hér skil-
19 H. Kuhn, „Ásthetik", Das Fischer Lexikon. Literatur, 2/1, ritstj. Wolf-Harunut
Friedrich og Walter Killy, Frankfurt am Main, 1965, bls. 52-53.
20 Sama rit.
21 Immanuel Kant, Kritik der Urteilskraft, Werke in zehn Bcinden, ritstj. Wilhelm
Weischedel, Darmstadt, 1968, 8. bindi (útgáfan samsvarar 5. bindi Kant-Studienaus-
gabe, Wlesbaden, 1957).
22 Sama rit, §5, bls. 287.
236