Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 239
SJALFSTÆÐI LISTARINNAR
greindir út frá „tengslum þeirra við hæfileikann til að þrá“.23 Ef hæfileik-
inn til að þrá er sá hæfileiki mannsins sem gerir hugverunni kleift að
byggja upp þjóðfélag á lögmáli hámarksgróðans, þá tekur meginregla
Kants einnig til frelsis listarinnar andspænis nauðtmg borgaralegs og
kapítaHsks þjóðfélags í mótun. Litið er á hið fagurfræðilega sem svið er
sé undanskilið því lögmáh hámarksgróðans sem drottnar yfir öllum svið-
um fifsins. Þessi þáttur er ekki í forgrunni hjá Kant sjálfum; hann leggur
þvert á móti áherslu á hvað hér er átt við (þ.e. hvernig hið fagurfræðilega
svið er shtið úr öllum tengslum við lífshætti) með því að beina sjónrun að
almennu gildi hins fagurfræðilega dóms andspænis sértæku gildi þess
dóms sem borgaralegir þjóðfélagsgagnrýnendur leggja á hfsviðhorf léns-
veldisins: „Ef einhver spyr mig hvort mér finnist hölhn sem ég hef fyrir
augum mér vera fögur get ég vissulega svarað: ég kann ekki að meta sbka
hluti sem eru aðeins til þess gerðir að á þá sé glápt - ég get hka svarað
eins og írókesahöfðinginn sem sagðist kunna betur að meta matstofurnar
en nokkuð annað í París - ég get jafnvel úthrópað, á ósvikinni rousseau-
ísku, hégómagimd mildlmenna sem eyða svita fólksins í shkan óþarfa [...]
Af enn geta hleypt mér upp með aht þetta og jafnvel samþykkt það, en um
þetta snýst ekki máhð. Menn fýsir aðeins að vita hvort ímynd viðfangs-
ins veld velþóknun mína.“24
Thvimunin sýnir hvaða skilning Kant leggur í hagsmunaleysi. Bæði
hagsmunir írókesahöfðingjans, sem beinast rakleiðis að því að uppfýlla
þarfir, og verklegir skynsemishagsmunir hins rousseauíska þjóðfélags-
gagnrýnanda hggja utan þess sviðs sem Kant afmarkar sem viðfangsefni
hins fagurffæðilega dóms. Ennfremur má sjá að Kant hefur sig yfir sér-
hagsmuni eigin stéttar með kröfu sinni um altækt gildi hins fagurfræði-
lega dóms. Hinn borgaralegi kenningasmiður lýsir einnig yfir hlutleysi
andspænis afurðum stéttarandstæðingsins. Rökleiðsla Kants er borgara-
leg að því leyti að gert er tilkah til að hinn fagurfræðilegi dómur sé al-
gildur. Tregablandin áherslan á hið altæka gildi er dæmigerð fyrir þá
borgarastétt sem berst gegn lénsaðlinum fyrir að standa vörð um sér-
hagsmuni tiltekinnar stéttar.25
23 Kant, Rritik der Urteilskrafi, §2, bls. 280.
24 Sama rit, §2, bls. 280 og áfram.
25 Þessi þáttur vegur mun þyngra í rökleiðslu Kants en sú andúð á lénsveldinu sem
Wameken hefur dregið fram (,y\utonomie und Indienstnahme“, bls. 85) með hlið-
sjón af athugasemdum Kants um borðhaldstónlist, sem hann telur að sé aðeins
237