Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 240
PETER BURGER
Kant lýsir þ\í ekki aðeins yfir að hið fagurfræðilega sé óháð sviði
skynjunar og siðferðis (hið fagra er hvorki hið notalega né hið siðferðis-
lega góða) heldur einnig sviði kenningarinnar. Röklegt sérkenni á dómi
smekkvísinnar liggur í því að hann gerir \dssulega tdlkall til að teljast al-
gildur, „en þetta er ekki röklegt algildi sem hægt er að binda í hugtök11,26
því „að öðrum kosti væri hægt að knýja fram hið nauðsynlega og almenna
samsinni með sönnunum11.27 Að mati Kants grundvailast algildi hins
fagurfræðilega dóms á þ\h að hugmynd fellur að þeim huglægu skilyrð-
um sem sérhver maður setur finir notkun dómgreindarinnar28 - nánar til
tekið: í samlyndi ímyndunaraflsins og skilningsins.29
Dómgreindin er miðlæg í heimspekilegu kerfi Kants, hún gegnir þth
hlutverki að miðla á milli kennilegrar þekkingar (náttáru) og verklegrar
þekkingar (frelsis). Hún leggur til „hugtak markthsi í náttúrunni“, sem
gerir ekld aðeins kleift að færa sig ffá hinu einstaka til hins almenna,
heldur einnig að grípa inn í veruleikann í verki. Astæðan er sú að aðeins
er hægt að bera kennsl á einingu í þeirri náttúru sem talin er markvís í
öllum sínum fjölbreytileika, aðeins hún getur orðið viðfangsefni
hagnýtrar starfsemi.
Kant eignaði hinu fagurffæðilega sérstæðan sess á milli skvmjunarinnar
og skilningsins og skilgreindi dóm smekkthsinnar sem frjálsan og hags-
munalausan. Schiller leggur út af þessum hugleiðingum Kants og leitast
við að skilgreina þjóðfélagslega virkni hins fagurfræðilega. Tilraunin virk-
ar þversagnakennd, enda hafði Kant einmitt lagt áherslu á hagsmunaleysi
hins fagurffæðilega dóms og þar með, að því er virðist, áhrifaleysi listar-
innar. Schiller reynir aftur á móti að færa sönnur á, að einmitt vegna þess
að listin er sjálfstæð, vegna þess að hún er ekki bundin beinum markmið-
um, sé hún til þess kölluð að gegna hlutverki sem ekki verði sinnt efdr
öðrum leiðum: að smðla að framgangi mennskunnar. Utgangspmtktur
könnunar hans er greining á því sem hann nefnir „harmleik vorra daga“
með skírskomn til ógnartíma ffönsku byltingarinnar: „I hinurn lægri og
fjölmennari stétmm rekumst vdð á grófar og siðlausar hvatir, sem losna úr
læðingi þegar hið borgaralega skipulag riðlast og hamast við að ftdlnægja
notaleg en geti ekki gert tilkall til þess að kallast fögur (Kritik der Urteilskraft, §44,
bls. 404).
26 Sama rit, §31, bls. 374.
27 Sama rit, §35, bls. 381.
28 Sama rit, §38, bls. 384 og áfram.
29 Sama rit, §35, bls. 381.
238