Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 241
SJÁLFSTÆÐI LISTARINNAR
dýrslegum þörfum sínum með skefjalausum tryllingi. [...] Upplausn ríkis-
ins réttlætir tilvist þess. Þannig leysist samfélag, sem er orðið stjómlaust,
upp í ffumeindir sínar, í stað þess að umbreytast á skömmum tíma í líf-
rænt samfélag. A hinn bóginn rekumst við á enn lítilmódegri doða og sið-
spillingu hjá hinum siðmenntuðu stéttum, sem er því hneykslanlegri að
menningin sjálf er undirrótin. [...] Hinn upplýsti skilningur sem hinar sið-
fáguðu stéttir hreykja sér af með nokkrum rétti, hefur þegar á allt er htið
haft svo lítil göfgandi áhrif á hugarfar þeirra að hann hefur þvert á móti
hjálpað þeim að færa rök fyrir eigin spillingu.“30 A því stigi greiningarinn-
ar sem hér er vitnað til virðist vandmáhð leiða inn í öngstræti. Ekki er nóg
með að „lægri og fleiri stéttirnar“ séu í breytni sinni bundnar viðleitninni
til að uppfylla rakleiðis eigin hvatir, heldur hefur „upplýsing skilningsins“
ekki leitt hinar „siðmenntuðu stéttir“ á braut siðlegrar hegðunar. Sam-
kvæmt greiningu Schillers er því hvorld hægt að reiða sig á gott eðli
mannsins né menntunarhæfi skilnings hans.
Það mikilvægasta við aðferð Schillers er að hann túlkar niðurstöður
greiningar sinnar ekki á mannfræðilegan hátt, þ.e. út frá hugmyndum um
óbreytanlegt mannlegt eðh, heldur á sögulegan hátt, sem afleiðingu
sögulegs ferhs. Hann sýnir fram á að þróun menningarinnar hafi sundr-
að þeirri einingu skynjunar og anda sem enn ríkti á meðal Grikkja: „við
sjáum ekki einungis einstakhnga, heldur heilar stéttir manna þroska með
sér aðeins hluta hæfileika sinna, á meðan aðrir hæfileikar þeirra eru svo
lítilfjörlegir að þeir líkjast einna helst kyrldngslegum gróðri. [...] Eilíflega
hlekkjaður við örfitið brot af heildinni, nær maðurinn ekki að þroska
nema brot af sjálfum sér; eilíflega hefur hann í eyrunum tilbreytingar-
laust suð hjólsins sem hann snýr og því nær hann aldrei að stilla saman
strengi síns innsta eðhs, og í stað þess að leggja rækt við mennskuna í
sínu eigin eðh, verður hann ekki annað en afsteypa af starfi sínu, sérþekk-
ingu sinni.“31 Aðgreining athafnasviðanna hefur óhjákvæmilega „í för
með sér skýrari aðgreiningu þjóðfélagshópa og starfa“32 - svo gripið sé
til hugtaka félagsvísinda: verkaskiptingin getur af sér stéttskipt þjóðfélag.
30 Schiller, Uber die asthetische Erziehung des Menschen [...], Sdmtliche Werke, ritstj. G.
Gricke og G.H. Göpfert, 5. bindi, Miinchen, 1967, 5. bréf, bls. 580. (Hér er vitnað
í íslenska þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar og Þrastar Ásmundssonar á texta
Schillers: Um fagurfrceðilegt uppeldi mannsins, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafé-
lag, 2006, bls. 85-86.)
31 Sama rit, 6. bréf, bls. 582-584. (Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 90-92.)
32 Sama rit, 6. bréf, bls. 583. (Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 91.)
239