Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 243
SJALFSTÆÐI LISTARINNAR
ann, sé hún til þess falhn að endurvekja heildarmynd mannsins. Schiller
sér engar blikur á lofd í samtímanum um að hægt sé að byggja upp þjóð-
félag er geri sérhverjum einstaklingi kleift að þroska með sér heildarhæfi-
leika sína, en hann gefur þetta markmið þó ekki upp á bátinn. Hann lít-
ur engu að síður svo á, að uppbygging skynsamlegs þjóðfélags sé háð
mennsku er aðeins geti komið fram fyrir tilstilli listarinnar.
Markmið okkar hér getur ekki verið að rekja hugsanagang Schillers í
smáatriðum, að kaima hvernig hann skilgreinir leikhvötina, sem hann
leggur að jöfnu við hina listrænu starfsemi, sem samþættingu skynhvata
og formhvata, eða hvernig hann leitast við að greina frelsun úr álögum
skynjunarinnar í reynslunni af hinu fagra með hhðsjón af tegundarsögu
er grundvallast á getgátum. I okkar samhengi skiptir mestu að Schiller
ætlar listinni miðlægt hlutverk í þjóðfélaginu vegna þess að hún sé rofin
úr öllum tengslum við lífshætti.
Við skulum draga niðurstöður okkar saman. Sjálfstœði listarinnar er
hugkví borgaralegs þjóðfélags. Hún gerir kleift að lýsa því hvernig listin
rofnar úr tengslum við hfshætti, þeirri staðreynd að á meðal þegna tiltek-
innar stéttar, sem voru a.m.k. af og til frjálsir undan oki beinnar lífsbar-
áttu, gat myndast skynsvið sem ekki laut markmiðsbundinni rökvísi. I
þessu felst sannleiksgildi talsins um hið sjálfstæða listaverk. Hugkvíin
gagnast aftur á móti ekki til að varpa ljósi á þá staðreynd að rofin tengsl
listarinnar við lífshætti er sögulegt, þ.e.a.s. sögukga skilyrt ferli. Einmitt í
þessu leynast ósannindi hugkvíarinnar, sú bjögun sem setur mark sitt á
alla hugmyndafræði - sé hugtakinu beitt í þeirri merkingu sem lögð er í
það í hugmyndafræðigagnrýni hins unga Marx. Hugkví sjálfstæðisins úti-
lokar að hægt sé að skilja viðfangsefni hennar sem sögulega smíð. Þannig
umhverfist afstæð aðgreining listaverksins frá lífsháttum í borgaralegu
samfélagi í þá (rang)hugmynd að listaverkið sé algjörlega óháð samfélag-
inu. Af þessum sökum er „sjálfstæðið“ hugmyndafræðileg kví í þrengsta
skilningi þess orðs, það fléttar saman sannindum (aðgreiningu listar frá
lífsháttum) og ósannindum (litið er á þessar sögulega mótuðu staðreynd-
ir sem „eðli“ listarinnar).
3. Framúrstefnan og höfnim hennar á sjálfstæöi listarinnar
Af umfjöllun okkar um fræðahefðina má draga eftirfarandi ályktun: rann-
sóknir á hugkví sjálfstæðisins hafa hingað til goldið þess að þær undir-
241