Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 244
PETER BURGER
kvíar sem koma saman í hugtakinu hafa ekki enn verið kannaðar til hlít-
ar. Hinar ólíku undirkvíar þróast ekki samhliða og þess vegna er stund-
um hægt að líta svo á að hirðlistin sé þegar orðin sjálfstæð, en stundmn
er þetta ekki talið gerast fyrr en með borgaralegri listsköpun. Hér að
neðan leggjum við fram sögulega flokkun til að varpa ljósi á hvernig hin-
ar ólíku túlkanir spretta af þverstæðum innra með Hðfangsefninu sjálfu.
Flokkunin er vísHtandi smættuð niður í þrjú atriði (notagildi, framleiðslu
og viðtökur), þ\h markmiðið er að draga skýrt fram misgengið í þróun
hinna ólíku hugkvía.
A Trúarleg list (dæmi: listsköpun hámiðalda) þjónar dýrkunarhlutverki.
Hún er órjúfanlega tengd þjóðfélagsstofnun trúarbragðanna. Hér er
um að ræða félagslega handverksframleiðslu. Viðtökur fara einnig
fram innan félagslegra stofnana.34
B Hirðlist (dæmi: listsköpun við hirð Loðvíks XTV) hefur eirmig skýrt
skilgreint notagildi; hún er tákngendng, þjónar orðstír furstans og
ímynd hirðsamfélagsins út á Hð. Hirðlistin er órjúfanlega tengd lífs-
háttum hirðsamfélagsins á sama hátt og trúarleg list er órjúfanlega
tengd lífsháttum hinna trúuðu. Engu að síður rná í þessu samhengi
greina fyrsta skrefið í átt til frelsunar hstarinnar, að þ\h leyti að hér
losnar um órjúfanleg tengsl hennar við átrúnað (frelsun er hér notað
sem lýsandi hugtak er vísar til afmörkunar listarinnar sem sérstaks at-
hafnasviðs innan þjóðfélagsins). Alismunurinn á hirðlist og trúarlegri
list sést einkar skýrt á framleiðslusviðinu: listamaðurinn framleiðir
sem einstaklingur og þróar með sér vitund um sérstöðu starfs síns.
Viðtökurnar eru aftur á móti enn félagslegar, þótt inntak hinnar fé-
lagslegu athafnar sé ekki lengur trúarlegt heldur samfélagsbundið.
C Borgaraleg list gegnir aðeins hlunærki tákngervingar að því marki
sem borgarastéttin fileinkar sér gildismat aðalsins; ósvikin borgaraleg
list bregður upp hlutlægri mynd af sjálfsskilningi eigin stéttar. Fram-
leiðsla og viðtökur þess sjálfskilnings sem komið er á framfæri í list-
inni tengjast ekki lengur lífsháttum. I þessu samhengi ræðir Haber-
mas um að svalað sé umframþörfum, þ.e. þörfum sem hafi verið
úthýst úr lífsháttum borgaralegs samfélags. Viðtökurnar eru nú verk
einstaklings engu síður en framleiðslan. Viðeigandi aðferð til að til-
einka sér þá sköpun sem hefur fjarlægst lífshætti borgarans er sú að
34 Sjá: Rainer Warning, „Ritus, Mythos und geistliches Spiel“, Terror und Spiel. Proble-
me der Mytbetirezeption, ritstj. Mandfred Fuhrmann, Miinchen, 1971, bls. 211-239.
242