Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 245
SJALFSTÆÐI LISTARINNAR
sökkva sér ofan í verkið í einrúmi, gildir þar einu þótt sköpunarverk-
in geri enn tilkall til þess að túlka þetta líferni. I estetítismanum, þeg-
ar borgaraleg listsköpun nær stigi sjálfsgagnrýni, er þetta tilkall ekki
lengur til staðar. Aðgreiningin frá Kfsháttum, sem einkenndi hlutverk
listarinnar í borgaralegu þjóðfélagi allt frá upphafi, verður nú að inn-
taki hennar.
Þá flokkun sem hér er lagður grunnur að má setja upp í eftirfarandi töflu
(feitletruðu lóðréttu línurnar vísa til mikilvægra hvarfa í þróuninni,
punktalínumar til lítilvægari breytinga):
trúarleg list hirðlist borgaraleg list
notagildi: dýrkunargildi i | i tákngervingar- 1 i gildi birtingarmynd borgaralegs 1 sjálfsskilnmgs
framleidsla: félagsleg, handverk 1 einstaklings- 1 1 bundin 1 einstaklings- 1 bundin
viðtökur: félagslegar (trúarlegar) 1 félagslegar (sam- j félagsbundnar) einstaklings- bundnar
Með töflunni er hægt að átta sig á misgenginu í þróun hinna óKku hug-
kvía. Einstaklingsbundnar framleiðsluaðferðir, sem eru einkenni á list-
sköpun borgaralegs þjóðfélags, koma þegar fram innan vemdarakerfis
hirðsamfélagsins. HirðKstin er þó enn órjúfanlega tengd lífsháttum, jafn-
vel þótt tákngervingarhlutverk hennar - samanborið við dýrkunarhlut-
verkið - feh í sér að hér losni um kröfur um beint þjóðfélagslegt nota-
gildi. A sama hátt era viðtökur hirðlistarinnar enn félagslegar, þótt
inntak hinnar félagslegu athafnar hafi breyst. A sviði viðtakanna verða
ekki afdrifaríkar breytingar fyrr en með borgaralegri list, þær em nú verk
einangraðs einstakKngs. Skáldsagan er sú bókmenntagrein sem þessir
nýju viðtökuhætdr finna samsvörun sína í.35 A sviði notagildisins verða
einnig afdrifaríkar breytingar með borgaralegri Kstsköpun. Bæði trúarleg
list og hirðlist era órjúfanlega tengdar Kfsháttum viðtakenda, þótt þær
35 Eins og vitað er lýsti Hegel skáldsögunni sem „borgaralegu sagnaljóði núrímans“
(Asthetik, ritstj. Friedrich Bassenge, tvö bindi, Berlín, Weimar, 1965, síðara bindi,
bls. 452).
243