Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 246
PETER BÚRGER
séu það á ólíkan hátt. í dýrkunargildi og tákngervingarhlutverki lista-
verkanna er fólgið notagildi. Þetta á ekki við um borgaralega list í sama
mæli, birtingarmynd borgaralegs sjálfsskilnings iiman borgaralegrar list-
ar tilheyrir svæði sem liggur utan lífshátta. Borgarirm er smættaður nið-
ur í sérhæft hlutverk (markvísa starfsemi) í bfsháttum sínum, en í listiimi
upplifir hann sig sem „manneskju“; hér getur hann lagt rækt við alla sína
hæfileika - með því skilyrði þó, að þetta svið sé greint afdráttarlaust frá
lífsháttum. Frá þessu sjónarhorni (þetta kemur ekki nógu skýrt ffam í
töflunni) verða skilin á milli listar og lífshátta að mikilvægasta einkeimi
sjálfstæðisins í borgaralegri listsköpun. Til að koma í veg fýrir misskiln-
ing skal hér enn lögð rík áhersla á, að sjálfstæði vísar í þessmn skilnmgi
til stöðu listarinnar innan borgaralegs þjóðfélags en þetta felur ekki í sér
neina fullyrðingu um inntak verkanna. Listastofnunin er orðin fullmót-
uð undir lok 18. aldar, en þróun inntaksins í verkmn tengist sögulegri
framvindu sem lýkur með estetítismanum, þegar listin verðm að eigin
inntaki.
Evrópsku ffamúrstefnuhreyfingamar má skilgreina sem adögu að
stöðu listarinnar innan borgaralegs þjóðfélags. Hér er ekki hafnað til-
teknu afbrigði listsköpunar (stíl), heldur listastofnun sem er rofin úr
tengslum við lífshætti manna. Krafa ffamúrstefhumanna mn að listin
verði virk á ný er ekki krafa um að inntak verkanna öðhst þjóðfélagslegt
vægi. Krafan liggur á öðru sviði en því sem teknr til inntaks einstakra
verka; hún beinist að virkni listarinnar imian samfélagsins, sem skiljTÖir
áhrif verkanna engu síður en tiltekið inntak.
Framúrstefhumenn líta á aðgreiningu listarinnar ffá lífsháttum sem
ríkjandi einkenni listsköpunar í borgaralegu þjóðfélagi. Þetta var m.a.
mögulegt vegna þess að estetítisminn hafði gert þennan meginþátt lista-
stofnunarinnar að eðlislægu inntaki verkanna. Sammni listastofnunar-
innar og inntaks verksins var rökleg niðurstaða þróunarinnar og jafii-
framt forsenda þess að framúrstefnan gat dregið listina í efa.
Framúrstefnumenn ætla sér ekki að upphefja listina - í hegelskum skiln-
ingi orðsins upphafning [þ. Aufhebung] - það á ekki að uppræta listina,
heldm leiða hana inn í lífshættina, þar sem hún geti dafnað í breyttri
mynd. Hér er mikilvægt að átta sig á því að framúrstefhumenn tileinka
sér mikilvægan þátt úr estetítismanum, sem hafði gert fjarlægðina ffá
lífsháttum að inntaki verkanna. Þeir lífshættir sem estetítisminn vísar hér
til og hafhar, eru markvísir lífshættir hins borgaralega hversdags. Fram-
2 44