Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 254
HAL FOSTER
komu þessara aðferða: ekkert tilfelli er emvörðungu endurskoðun, ein-
vörðungu róttækt eða óhják\?æmilegt. Eg mun hins vegar leggja hér
áherslu á afturhvörf þar sem sóst er efrir gagnrýninni vitund um bæði
listrænar venjur og sögulegar aðstæður.
I greininni „Hvað er höfundur?“, sem skrifuð er snemma árs 1969
þegar slíkar endurkomur áttu sitt blómaskeið, segir Adichel Foucault í
framhjáhlaupi að Marx og Freud séu „upphafsmenn að orðræðuhætti“ og
spyr af hverju afturhvarf til elstu texta marxismans og sálgreiningarinn-
ar, afturhvarf í formi mjög rækilegs lestrar, gerist á áksæðnum tíma-
punkti.2 Það felur í sér að ef lesturinn er róttækur (í upphaflegu merk-
ingunni radix eða að rótinni), þá sé hann ekki bara enn ein uppsötnun á
orðræðunni. Þvert á móti er hann talinn skera sig í gegnum lög af um-
orðunum og stælingum sem skyggja á kjarnann í kemtingimni og slæva
pólitískt sjónarmið. Foucault nefhir engin nöfn en haim hefur greinilega
í huga túlkun Louis Althusser á Marx og Jacques Lacan á Freud. (Eins
og áður er sagt skrifar hann þetta snemma árs 1969, fjórum árrnn eftir að
Althusser gaf út Pour Marx og Lire le Capital og þremur árum eftir að
Lacan sendi frá sér Ecrits - aðeins nokkrum mánuðum eftir atburðina í
maí 1968, byltingarkennda stund í samhengi við aðrar slíkar stundir í
fortíðinni.) Þessi afturhvörf snúast bæði um formgerð orðræðunnar sem
strípuð er af öllum viðbótum - þau snúast ekki svo mjög um hvað marx-
isminn eða sálgreiningin merkir heldur um það hvemig merkingin verð-
ur til - og hvernig þetta hefur umturnað hugm}mdum okkar um merk-
ingu. Tilvistarstefhusinnar höfðu í mörg ár túlkað elstu verk Marx en
snemma á sjöunda áratugnum setur Althusser fram formgerðarfræðilega
túlkun sem byggir á verki hins þroskaða höfundar Das Kapital. Að mati
Althussers kemur þar fram hinn vísindalegi Marx sem veldur þekkingar-
fræðilegu rofi sem breytti stjórnmálum og heimspeki þtrir fullt og fast,
ekki Marx hugmyndafræðinnar sem helgar sig húmanískum vandamálum
eins og firringu. Hvað Lacan varðar, þá semr hann snemma á sjötta ára-
er skrifaður sem samræða \dð gagnrýni hans og eftir þ\d sem kaflanum vindur frarn
reyni ég að gera grein fiTÍr þeim atriðum þar sem ég er skuldbundinn honum sem
og þeim sem ég er honum ósammála um.
2 Michel Foucault, „t'ifliat is an Author?“ Language, Counter-Me?noiy, Practice, ritstj.
Donald F. Bouchard, Ithaca: Cornell University Press, 1977, bls. 113-138. [Önnur
gerð ritgerðarinnar birtist í íslenskri þýðingu Garðars Baldtdnssonar undir titlinum
„Hvað er höfundur?“ í Michel Foucault, Alsæi, þekkinjr og vald. Urvalgi'eina og bo'k-
arkafla, Reykjavík: Bókmenntaffæðistofnun Háskóla Islands, 2005, bls. 69-94.]