Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 255
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NYFRAMURSTEFNUNA?
tugnum íram málhverfa túlkun á Freud, en þá hafði sálgreiningin í ára-
raðir verið löguð að meðferðarhlutverkinu. Að mati Lacan er þetta hinn
róttæki Freud sem dregur fram affniðjuð tengsl okkar við tungumál dul-
vitundarinnar, ekki hinn húmaníski Freud sjálfs-sálfræðinnar sem ráð-
andi var á þessum tíma.
Stefnan innan þessara tveggja afturhvarfa er ólík. Althusser setur fram
skilgreiningu á horfnnm umskiptum í Marx en Lacan aftur á móti orðar
dulda tengingu milli Freuds og Ferdinands de Saussure, sem var samtíma-
maður Freuds og upphafsmaður formgerðarffæðilegra málvísinda. Teng-
ingin er til staðar hjá Freud (til dæmis í greiningu hans á draumum sem
ferli þéttingar og tilfærslu, sem gáta myndhverffnga og nafhskipta) en er
nokkuð sem hann gat ekki hugsað með þeim hætti (vegna þeirra þekk-
ingarfræðilegu takmarkana sem staða hans í sögunni setti honum).3 En
aðferðin í þessum endurkomum er áþekk: horft er til „skapandi eyðu“
3 Lacan skýrú þessa tengingu nánar í „L’instance de la lettre dans l’inconscient ou la
raison depuis Freud“ (1957), og segir hann hana vera undirstöðuna í endurkomu
sinni að Freud í „ Die Bedeutung des Phallus" (1958): „Það er á grundvelli shks veð-
máls - veðmál mitt um að þetta væri meginreglan á bak við athugasemdir við verk
Freuds sem ég hef unnið að síðustu sjö árin - að ég hef komist að ákveðnum niður-
stöðum. Umfram allt - að setja fram rök, eins og nauðsynlegt er við röklega grein-
ingu á hvers kyns fyrirbærum - fyrir hugmyndinni um táknmyndina, í þeim skiln-
ingi nútímamálvísinda að hún standi andspænis táknmiðinu. Nútímamálvísindi
verða til efdr að Freud er allur og því gat hann ekki tekið tállit til þeirra en ég stað-
hæfi að uppgötvun Freuds sé eftirtektarverð vegna þess að hún sá fyrir reglur þeirra,
jafnvel þótt hún komi fram á sviði þar sem varla er hægt að búast við að áhrif þeirra
séu meðtekin. Og þótt það sé öfugsnúið þá er það uppgötvun Freuds sem gefur and-
stæðuparinu táknmynd og táknmið þann þunga sem því ber, neíhilega að táknmynd-
in gegnir virku hlutverki í að stjóma þeim áhrifum þegar það sem tákna skal virðist
láta undan auðkennum hennar, og verður í þeirri ástríðu að táknmiðinu." (Feminine
Sexuality, ritstj. JulietMitchelI ogjacqueline Rose, New York: W. W. Norton, 1985,
bls. 78.)
Aþekk aðferð við sögulega tengingu hefur umbreytt rannsóknum á módemisman-
um. Sumir gagnrýnendur hafa um síðir viðurkennt þetta og tengt málvísindi í anda
de Saussures við hámódemíska endurskoðun á hinu hstræna tákni: í frumstæðum
kúbisma (Yve-Alain Bois, „Kahnweiler’s Lesson," Representations 18 [Vor 1987]); í
kúbískum samklippum (Rosalind Krauss, „The Motivation of the Sign,“ í Lynn Zel-
evansky, ritstj., Picasso and Braque: A Symposium, New York: Museum of Modem Art,
1992); í sambandi við aðföng í anda Duchamps (Benjamin Buchloh í ýmsum text-
um). A öðmm ás hefur T.J. Clark stillt upp ímynduðum fi'gúrum í seinni verkum
Cézannes á móti fyrstu kenningum Freuds um kynferðið, í „Freud’s Cézanne“ (Rep-
resentation [Vetur 1996]); og í Compulsive Beauty (Cambridge: MIT Press, 1993)
tengi ég sjálfur súrrealismann ríð samtíða kenningar um dauðahvötina.
253