Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 256
HAL FOSTER
sem er hverri orðræðu mikilvæg.4 Hvatinn er einnig hliðstæður: ætlunin
er ekki aðeins að endurheimta hinn róttæka kjarna orðræðunnar heldur
að spyrja ögrandi spurninga um stöðu hennar í samtímanum, mn þær
viðteknu hugmyndir sem hafa brenglað formgerð hennar og dregið úr
áhrifum hennar. Með þessu er því ekki haldið fram að í þessurn túlkun-
um sé að finna hinn endanlega sannleik. Þtært á móti er þetta gert til
skýra hvaða aðferð er notuð, aðferð sem byggir á þ\i að hvert atriði er
öðru háð. Hún felst í að tengjast á ný verknaði sem hefur glatast í þeim
tilgangi að ú/tengja sig hefóbundnum aðferðum sem þykja úreltar, á \úlli-
götum eða á annan hátt íþyngjandi. Fyrri stefnan (á ný) er bundin tíma,
gerist í röð, síðari stefnan er bundin rýnii (,af-), svo opna megi nýjan
starfsvettvang.5
Þegar litið er á allar þær endurtekningar sem finna má í list eftirstríðs-
áranna, er þá hægt að segja að einhver þeirra sé afturhvarf í þessum rót-
tæka skilningi? I engum þeirra virðist vera lögð jafn rík áhersla á söguna
eða tekið á hlutunum á jafn fræðilega rækilegan hátt og í afturhvarfi Alt-
hussers og Lacans. Endurheimtur sumra verknaða liðinnar tíðar gerast
hratt og af krafti og tilhneigingin er sú að einskorða þær \úð stíl eða þema
sem auðvelt er að aðlaga, eins og svo oft urðu örlög frmdna munarins á
sjötta áratugnum og aðfanganna á sjöunda áratugnum. Aðrar endur-
heimtur gerast hægt og aðeins að takmörkuðu lejm eins og tilfellið var
með rússneska konstrúktí\úsmann snemma á sjöunda áratugnum, eftir að
hann hafði mátt þola bælingu og rangtúlkun áratugum saman bæði í
austri og vestri.6 Sum eldri listform virðast tekin upp algjörlega sjálfstætt
eins og raunin var þegar einlitamálverkið var enduruppgötvað á ýmsan
hátt á sjötta og sjöunda áratugnum (Robert Rauschenberg, Ellswortli
Kelly, Lucio Fontana, Yves Klein, Piero Manzoni, Ad Reinhardt, Robert
Ryman, og fleiri). Onnur eldri listform eru tengd saman á að því er virð-
ist mótsagnakenndan hátt eins og þegar listamenn eins og Dan Flavin og
4 Foucault, „Whatis an Author?", bls. 135.
5 Að sjálfsögðu eru þessar orðræður hvorki glataðar né fundnar, né heldur hurfu þær.
Stöðugt var fjallað um verk Marx og Freuds, sem og sögulegu frainúrstefnuna. Þó
ekld væri annað má finna samfelluna í nýffamúrstefnunni í persónu Duchamps
einni.
6 Sjá Benjamin Buchloh, „Constructing (the History of) Sculpture,“ í Serge Guilbaut,
ritstj., Reconstructing Modemism, Cambridge: MIT Press, 1989, og grein mína
„Some Uses and Abuses of Russian Constractivism" í Richard Andrews, ritstj., Art
into Life: Russian Constructivism 1914-1932, New York: Rizzoli, 1990.
254