Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 259
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NÝFRAMÚRSTEFNUNA?
andi, í takt við gömlu framúrstefhuna þar sem hið gagnrýna var tengt
jaðrinum og niðurrif bælingu.)
Þessi afturhvörf voru alla jafha meðvituð. Margir hstamenn á síðari
hluta sjötta áratugarins og fyrri hluta þess sjöunda höfðu stundað nýstár-
legt háskólanám (meistaragráða í listum var þróuð á þessum tíma) og
kynntu sér framúrstefnu fyrir stríð með nýjum og ffæðilegri hætti. Sumir
þeirra tóku upp gagnrýni sem var óhk stílfáguðum skrifum eða módern-
ískri torræðni fyrirrennaranna (það þarf aðeins að hta til fyrstu texta
Roberts Morris, Roberts Smithson, Mels Bochner og Dans Graham). I
Bandaríkjunum varð þessi sögulega meðvitund erfiðari viðfangs vegna
þess að viðtökur framúrstefnunnar þar lágu einmitt innan þeirrar stofn-
unar sem hún beindi oft spjótum sínum að - ekki aðeins hstasafhinu held-
ur nútíma\istíszímnxí. Ef hstamenn á sjötta áratugnum höfðu að mestu
endurunnið tækni ffamúrstehturmar, þá urðu listamenn á sjöunda ára-
tugnum að útfæra hana nánar á gagnrýninn hátt, krafan sem hin sögulega
meðvitund skapaði leyfði ekkert annað. Þetta flókna samband milli
ffamúrstefiiunnar fyrir stríð og eftir stríð - hin fræðilega spuming um
orsakasamhengi, tíma og frásögn framúrstefhunnar - er grundvallaratriði
fyrir skilning okkar nú. Þetta er langt því frá sérkennileg spurning, sífellt
meira hvílir á henni; það hvernig við gerum grein fyrir frumlegri hst
tuttugustu aldar á Vesturlöndum, nú þegar öldin er að renna sitt skeið.
Aður en lengra er haldið vil ég skýra tvær meginforsendur sem liggja
að baki röksemdafærslu minni: gildi hugmyndarinnar um framúrstefhu
og þörfin fyrir nýjar leiðir til að segja sögu hennar. Vandamál framúr-
stefhunnar eru núorðið vel þekkt: hugmyndafræði ffamfara, gengið er út
ffá frumleika, elítískar launhelgar, að framúrstefna sé sögulega einstök,
menningariðnaðurinn hefur hagnýtt sér hana, og svo framvegis. Þrátt
fyrir þetta myndar framúrstefhan enn áríðandi samtengingu milh hst-
rænna og pólitískra forma. Ogþað er einmitt þessi tjáning áþví listræna og
pólitíska í senn, sem eftirsögnleg (posthistorical) umjjöllun um nýframúr-
stefnuna, sem og sértækur skilningur á hinu póstmóderna, leitast við að leysa
upp. Þetta kallar á nýja sifjafræði framúrstefnunnar sem gerir fortíð hennar
margþættari og skýtur stoðum undir framtíð hennar. Mitt líkan af framúr-
stefhu er bæði of takmarkað og of kanónískt, en ég set það fram sem
ffæðilegt dæmi sem hægt er að prófa á öðrum hefðum.9 Eg set það einnig
9 Ég fjalla ekki sérstaklega um leiðir femínista þar sem þær koma til síðar en upphaf-
lega nýframúrstefnan sem hér er fjaUað um. A þeim tímapunkti kemur hlandskál
257