Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 261
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NYFRAMURSTEFNUNA?
sem það tímamótaverk í módernískri myndlist sem það er nú talið vera?
Augljóslega ekki, en þó er oft fjallað um það eins og bæði tilurð þess og
viðtökur hafi verið flekklausar. Staða Duchamps sem og Les Demoiselles eru
afturvirk áhrif ótölulegra listrænna viðbragða og gagnrýnna túlkana og
þannig fer það um díalógískt rými og tíma milli framúrstefnuverka og við-
töku stofnana. Það er írónískt að Burger sjáist yfir þennan afturvirka tíma
listræns gildis, því hann fær oft lof fyrir að beina athyglinni að því hvernig
fagurfræðilegar hugkvíar eru bundnar sögunni og að vissu leyti á hann
þetta lof skihð.11 Hvar fer hann þá út af sporinu? Er ekki gert ráð fyrir
seinkunum af þessu tagi í hefðbundnum hugmyndum um gang sögunnar?
Biirger gengur út ffá þeirri forsendu, sem leyfir manni marxíska sögu-
skoðun, að það sé „tenging milli þess hvernig viðfangþð] þróast og mögu-
leikanum á að hugsa um það“ (li).12 Miðað við þessa forsendu getur skiln-
ingur okkur á list aðeins náð jafn langt og listin sjálf, og þetta leiðir
Burger að meginröksemd hans: gagnrýrú framúrstefnunnar á borgara-
lega list var háð þróun þessarar listar, einkum þremur stigum í sögu
hennar. Fyrsta stigið kemur fram í lok átjándu aldar þegar sjálfstæði list-
arinnar verður að hugsjón, í fagurfræði upplýsingarinnar. Annað stigið
kemur fram í lok nítjándu aldar þegar þetta sjálfstæði er gert að sjálfu
viðfangsefni hstarinnar, þ.e. listin stefnir ekki einungis að óhlutbundnum
formum heldur fagurfræðilegri aflokim frá umheiminum. Og þriðja stig-
ið kemur fram í byrjun tuttugustu aldarinnar þegar hin sögulega ffamúr-
stefna ræðst á þessa aflokun estetítismans, til dæmis í afdráttarlausri
kröfu framleiðslusinna um að listin fái aftur notagildi, eða í ífólginni
kröfu dadaistanna um að hún viðurkenni gildið í gagnsleysi sínu - að
þegar listin slítur sig frá menningarlegum venjum geti það einnig verið
staðfesting á þeim venjum.13 Þrátt fyrir að Burger staðhæfi að þessi þró-
11 „Það sem gerir Búrger svo mikilvægan,“ skrifar Jochen Schulte-Sasse í formála sín-
um að Theory of the Avant-Garde, „er að kenning hans endurspeglar skilyrðin fyrir
eigin möguleikum" (bls. xxxiv). Hið sama er ekki hægt að segja um listræn skilyrði
hennar. Eins og Buchloh nefnir í gagnrýni sinni þá er Burger blindur á þá nýffamúr-
stefnu sem gerir það sem hann segir að hún geti ekki gert: að þróa áffam gagnrýni
á listastofnunina.
12 Um afleiðingar þessarar forsendu fyrir mótun listasögunnar sem faggreinar, má sjá
í M. M. Bakhtin/P.M. Medvedev, „The Formal Method in European Art Scholar-
ship“ í The FormalMethod in Literary Scholarship (1928), þýð. Albert J. Wehrle, Balt-
imore: Johns Hopkins University Press, 1978, bls. 41-53.
13 Krafa framleiðslusinna getur einnig búið undir í sumum aðföngum, jafhvel í hinni
anarkísku forskrift að gagnvirkum aðföngum: „Notið Rembrandt sem straubretti"
259