Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 263
HVER ER HRÆDDUR \TO NYFRAMURSTEFNUNA?
gera hana, þrátt fyrir þá staðreynd að Marx hafi verið fyrstur til að lýsa
þessari stefnu sem hugmyndafræðilegri fyrst og fremst. Þetta er ekki sagt
til að mótmæla því að skilningur okkar geti aðeins verið jafh þróaður og
viðfang skilnmgsins, heldur til að setja spurningarmerki við það hvernig
við hugsum þessa tengingu, hvernig við hugsum orsakasamhengi, tíma
og frásögn, hversu milliliðalaus við teljum þau vera. Augljóslega er ekki
hægt að beita aðferðum söguhyggjunnar á þau, en hana má skilgreina á
einfaldan hátt sem sambræðslu fyrir og eftir við orsök og afleiðingu, sem
þá ályktun að fyrri atburður skapi þann síðari. Þrátt fyrir að margar
gagnrýnisraddir hafi verið uppi í ólíkum faggreinum þá gegnsýrir sögu-
hyggjan enn listasöguna, einkum í rannsóknum á módernisma, allt frá
upphafsmönnunum, hinum miklu hegehstum, til áhrifamikilla sýninga-
stjóra og gagnrýnenda eins og Alfreds Barr og Clements Greenberg og
svo má áfram telja.13 Það er fyrst og ffemst þessi þráláta söguhyggja sem
fellir þann dóm um samtímalist að hún sé síðbúin, óþörf og endurtekn-
ingasöm.
Asamt tilhneigingu til að taka góð og gild mælskubrögð framúrstefh-
unnar sjálfrar um rof, leiða þessar eftirstöðvar þróunarhyggju til þess að
Búrger lítur þannig á söguna að hún gerist á réttum tíma eða stundvíslega
og endanlega. Að hans mati verða því listaverk, eða fagurfræðileg um-
skipti, til allt í einu, og eru fullkomlega gild um leið og þau koma fram,
og þetta gerist í eitt skipti fyrir öll þannig að hvers kyns áffamhaldandi
útfærsla er aðeins æfing. Þessi skilningur á sögunni sem stundvísri og
endanlegri liggur til grundvallar frásögn hans um hreint upphaf sögu-
legrar framúrstefnu og klofna endurtekningu nýffamúrstefriunnar. Þetta
er nógu slæmt í sjálfu sér en versnar þó enn frekar, því að mati Búrgers
þýðir endurtekning á sögulegri framúrstefhu að gagnrýni hennar á stofn-
un sjálfstæðrar hstar er afturkölluð, og enn fremur að gagnrýninni sé
snúið í staðfestingu á sjálfstæðri hst. Ef aðföng og samklippur ögruðu
hinum borgaralegu lögmálum um hinn túlkandi listamann og lífrænt
listaverk, þá skjóta nýaðföng og nýsamklippur nýjum stoðum undir þessi
lögmál, innlima þau á ný með endurtekningunni. Hið sama á við um það
að ef dada gerir uppreisn jafht gegn áhorfendum sem og markaðinum, þá
15 Ef Hegel og Kant drottna yfir listasögufaginu, þá er ekki hægt að komast undan
söguhyggjunni með því að snúa frá hinum fyrri að hinum seinni. Formalismi getur
einnig verið markaðtir söguhyggjunni, eins og í þeim rökum í anda Greenbergs að
hstrænar nýjungar verði til í gegnum formlega sjálfsgagnrýni.
2ÓI