Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 267
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NÝFRAMÚRSTEFNUNA?
Það að bæði sögnlegu og ný-framúrstefnunni mistókst, hellir okkur
öllum út í merkingarleysi fjölhyggju að mati Burgers, „leyfir að henni sé
gefin hvaða merking sem er“. Og hann kemst að þeirri niðurstöðu að
„engin listhreyfing í dag getur með rétti gert kröfu til þess að vera sögu-
lega lengra komin sem list en einhver önnur“ (bls. 63). Þessi örvænting er
einnig lokkandi - ber með sér alla þá tilfinningasemi sem einkenndi mel-
ankólíu Frankfurtarskólans - en þessi mikla áhersla á fortíðina er hin
hhðin á hæðninni gagnvart nútíðinni sem Burger bæði lítur niður á og
styður.20 Og niðurstaðan felur í sér misskilning, hvað varðar sögu, pólitík
og siðfræði; í fyrsta lagi er horft framhjá einmitt þeirri lexíu um framúr-
stefnuna sem Burger heldur annars staðar fram: að öll list sé bundin sög-
unni, fika samtímalistin. Einnig er horft framhjá því að skilningur á þessu
sögulega eðli er einn mæhkvarði sem listin í dag getur miðað við stöðu
sína og þróun sem samtímalist: (Með öðrum orðum, það að þekkja venj-
urnar þarf ekki að leiða til þess sem er „algerlega ósambærilegt og er til
samtímis“; þvert á móti getur það gefið tilfinningu fyrir því sem er al-
gerlega nauðsynlegt.) I öðru lagi er virt að vettugi að nýframúrstefhan
hefur unnið að því að víkka út gagnrýnina á listastofnunina sem kom
fram fýrir stríð fremur en að snúa henni á hvolf. Einnig er horft ffamhjá
því að með þessu hefur nýframúrstefnan skapað nýja fagurfræðilega
reynslu, vitsmtmalegar tengingar og pólitíska íhlumn, og þessar gáttir
geta skapað annan mælikvarða sem listin getur mælt sig við varðandi
stöðu sína í samtímanum. Burger sér ekki þessar opnanir, aftur að hluta
til vegna þess að hann er blindur á metnaðarfulla list í samtíma sínum.
Eg vil því kanna þessa möguleika hér og gera það í fýrstu með eftirfar-
andi tilgátu: getur verið að nýframúrstefnan skilji verkefni sögulegu fi-amúr-
stefnunnar ífyrsta skipti fremur en að hún ógildi það? Eg segi „skilji“, ekki
„ljúki við“, markmiði framúrstefhunnar er engu frekar náð á nýstund
eðli mælskufræði í Marx sjá Hayden White, Metahistory, Baltimore: Johns Hopkins
University Press, 1973. Sjá rnn hið eftdrsögulega í Lutz Niethammer, Posthistoire:
Has History Come to an End?, þýð. Patrick Camiler, London: Verso, 1992.
20 Jafnvel þótt þessi fortíð sé mynd sem varpað er fram, engu að síður en nútíðin, þá
er hún óskýr: hvert er þetta glataða viðfang hins melankóKska gagnrýnanda? Hvað
Burger varðar er viðfangið ekki bara sögulega ffamúrstefnan, þótt hann reyndar
ávíti hana harðlega eins og dapur maður, svikinn af ástarviðfangi sínu. Flestdr þeir
sem gagnrýna módemismann og/eða póstmódemismann ala í brjóstd hugmyndina
um hið fullkomna en jafnframt glataða algildi og bera hið slæma viðfang nútíðarinn-
ar saman við það, og oft á tíðum, eins og í hinni freudísku kenningu um melankól-
íu eða þunglyndi, þá er þetta algildi ekki með öllu meðvitað.
2Ó5