Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 270
HAL FOSTER
anarkismi dadahre}7fingarinnar í Berlínar útfærði á gagnrýninn hátt
anarkisma þjóðar sem hafði beðið hernaðarlegan ósigur og var póhtískt
sundurtætt. Ogflutningi í þeim skilningi að báðar þessar árásir á listina
beindust óumflýjanlega að tungumáli hennar, stofiimium og merlángar-
formgerðum, væntingum og viðtökum. Það er í þessu mælskufræðilega
sambandi sem rof og byltingu framúrstefnunnar er að finna.
Þessi skýring slævir hina hvössu gagnrýni á verkefni framúrstefnunn-
ar sem tengd er Jurgen Habermas og gengur lengra en Burger. Framúr-
stefhunni mistókst ekki aðeins, segir Habermas, heldur var hún þegar
fölsk, „merkingarlaus tilraun“. „Ekkert stendur eftir af afgöfgaðri merk-
ingu eða uppleystu formi; þetta hefur ekki frelsandi áhrif í för með sér.“23
Sumir þeirra sem svarað hafa Burger ganga lengra í þessari gagnrýni.
Rök þeirra eru þau að í tilraun sirmi til að afneita listinni hafi franiúr-
stefnan viðhaldið hugkvínni um listina sem slíka. Frekar en að framúr-
stefnan segi skilið við hugmyndafræðina um fagurfræðilegt sjálfstæði, feli
hún í sér „umskipti á nákvæmlega sama hugmyndafiæðilega stigi“.24
Þessi gagnrýni er vissulega beinskeytt en hún beinist að röngu skomtarki
- það er að segja ef við skiljum atlögu fi'amúrstefnunnar sem mælsku-
fræðilega í þeim eðlislæga skilningi sem dreginn var upp hér að framan.
Fyrir beittustu listamenn framúrstefnunnar eins og Duchamp, þá er tak-
markið hvorki óhlutbundin afneitun listarinnar né róinantískar sættir við
lífið heldur það að reyna stöðugt á venjur hvors tveggja. Þess vegna er
leið framúrstefnunnar ekki fölsk, fer ekki í hringi eða er staðfestandi á
annan hátt, heldur er hún þegar best lætur mótsagnakennd, síbre}TÍleg
og demónísk að öðru leyti. Hið sama má segja um leið nýframúrstefit-
unnar þegar best lætur, jafnvel í fýrstu verkum Rauschenbergs eða Allans
Kaprow. „Málverkið snertir bæði listina og lífið“, segir í frægu rnottói
23 Jíirgen Habermas, „Modernity - An Incomplete Project" í Hal Foster, ritstj., The
Anti-Aesthetic: Essays on Postmodern Culture, Seattle: Bay Press, 1983, bls. 11. I lof-
samlegri dómi um framúrstefnuna eru færð rök íyrir því að hún hafi tekist vel - en
með ákveðnum tilkostnaði fyrir okkur öll; hún braust inn á önnur svið félagslegs lífs
- í þeim tilgangi einum að afgöfga þær, opna þær fyrir ofbeldisfullri árás. Sjá má
samtímaútgáfu af þessari gagnrýni í anda Lukács (en stundum er erfitt að sjá mun-
inn á henni og því hvernig nýja íhaldið fordæmir framúrstefhuna almennt), í Russell
A. Berman, Moderv Culture and Critical Theory, Madison: University of Wisconsin
Press, 1989.
24 B. Lindner, „Aufhebung der Kunst in der Lebenspraxis? Uber die Aktualitat der
Auseinandersetzung mit den historischen Avantgardebewegungen," í Ludke, ritstj.,
A?itwoi~ten, bls. 83.
268