Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 271
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NYFRAMURSTEFNUNA?
Rauschenbergs. „Hvorugt er búið tíl. (Ég reyni að starfa í eyðunni þar á
milb.)“25 Athugið að hann segir „eyðunni“: starfið er fólgið í því að við-
halda spennu milfi hstar og lífs, ekki að endurtengja líf og hst á einhvem
hátt. Og jafnvel Kaprow, sá nýframúrstefnumaður sem sýnir hvað mesta
tryggð við hugmyndina um endurtengingu, reynir ekki að eyða „hefð-
bundnum eigindum“ listforma - það er sjálfgefið að hans mati - heldur
lætur reyna á „ramma eða mót“ fagurfræðilegrar reynslu eins og hún er
skilgreind á ákveðnum tíma og stað. Þessi prófun á römmum eða mótum
knýr nýffamúrstefhuna áfram í samtímanum og fer með hana í áttir sem
ekki er hægt að sjá fyrir.26
A þessu stigi verð ég að taka tilgátu mína um ffamúrstefhuna einu
skrefi lengra, skrefi sem getur leitt í aðra átt - með Biirger, lengra en
Biirger - til að segja frá verkefni hennar. Hvað hlaust af lykilathöfnum
sögulegu framúrstefnunnar, eins og til dæmis þegar Alexander
Rodtsjenko sýndi málverk sem þrjá grunnlitafleti árið 1921? „Eg smætt-
aði málverkið xúður í rökrétta niðurstöðu þess,“ sagði hinn mikh kon-
strúktívisti árið 1939, „og sýndi þrjá striga: rauðan, bláan og gulan. Eg
lýsti yfir: þetta eru endalok málverksins. Þetta eru grunnlitirmr. Hver
flötur er affnarkaður flötur og aldrei framar verður um neina endurspegl-
un að ræða.“2 Hér tilkynnir Rodtsjenko um endalok málverksins, en það
25 Tilvitnun í Rauschenberg í John Cage, „On Rauschenberg, Artist, and His Work“
(1961), í Silence, Middletown: Wesleyan University Press, 1969, bls. 105.
26 Sjá Allan Kaprow, Assemblages, Environments and Happenings, New York: Abrams,
1966. Fyrsta marktæka vísbendingin um póstmódemisma í listum sækir til þessa
ætlunarverks framúrstefnunnar, til að rísa gegn þeim módemisma sem Greenberg
hélt á lofti. í „Other Criteria“ (1968/1972) leikur Leo Steinberg sér með hina klass-
ísku skdgreiningu á sjálfe-gagnrýni módemismans: fremur en að skilgreina miðilinn
í þeim tilgangi að „rótfesta hann enn dýpra á áhrifasvæði sínu“ (Greenberg í
„Modemist Painting“ [1961/1965]), þá vill Steinberg að hstin „endurskilgreini
áhrifasvæði sitt með því að láta reyna á mörk þess“ (Other Criteria, London: Oxford
University Press, 1972, bls. 77). Að miklu leyti var ráðandi ás nýframúrstefhunnar
lóðréttur, dreginn upp í tíma; eftir honum vom eldri leiðir og verk könnuð í þeim
tilgangi að skila þeim, í breyttri mynd, aftur til nútíðarinnar. Ráðandi ás í margri
samtímalist er láréttur, er dreginn þvert yfir rýmið, færist frá umræðu til umræðu og
finnur nýjan vettvang fyrir verkin. Slíka enduráttun ræði ég í 5. kafla [hér vitnar Fos-
ter í kaflann „The Retum of the Real“ í riti sínu, bls. 127-168].
27 Alexander Rodchenko, „Working with Mayakowsky," í Frrni Painting to Design: Rus-
sian Constructivist Art of the Twenties, Köln: Galerie Gmurzyska, 1981, bls. 191.
Hvemig eigum við að túlka endurlitið í þessari fullyrðingu? Hversu afturvirk er
hún? UmfjöOtm úr annarri átt má sjá í Buchloh, „The Primary Colors for the Sec-
269