Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 275
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NÝFRAMÚRSTEFNUNA?
þróun skapað ný rými f}TÍr gagnrýnan leik og opnað nýjar leiðir til stoín-
anagreiningar. Og þessi endurskoðun á framúrsteíhunni hvað varðar fag-
urfræðileg form, menningarlegar og pólitískar aðferðir og stöðu innan
samfélagsins, hefur reynst vera eitt mikilsverðasta verkefnið í hst og
gagnrýni að minnsta kosti síðustu þrjá áratugina.
Þetta er þó aðeins eitt sögulegt vandamál; það eru einnig ffæðileg
vandkvæði á tilgátu minni. Hugtök eins og söguleg framúrstefha og
nýframúrstefna eru ef til vill bæði of almenn og of sértæk til að koma að
gagni nú. Eg drap á nokkra ókosti við fýrra hugtakið og ef nota á seinna
hugtakið yfirleitt þá verður að greina á milli að minnsta kosti tveggja
tímapunkta í upphaflegu nýframúrstefhunni. Fulltrúar fýrir þann fyrri
eru Rauschenberg og Kaprow á sjötta áratugnum, en Broodthaers og
Buren á sjöunda áratugnum eru fulltrúar fyrir þaxrn seinni.31 Þegar fyrsta
nýframúrstefnan endurheimtir sögulegu framúrstefhuna, einkum dada,
er það oft með bókstaflegum hætti, með því að nota á ný grundvallar-
verkfæri hennar og umbreyta þannigframúrstefnunni ístofnun fremur en að
umbreyta listastofnuninni. Við getum fallist með Burger á þetta kænsku-
bragð sögunnar, en frekar en að vísa því á bug sem farsa gætum við reynt
að skilja það - skilja það sem hliðstæðu við hið freudíska líkan um bæl-
ingu og endurtekningu.32 Ut frá því lfkani má halda því fram, að ef stofn-
unin hafi bælt niður sögulegu framúrstefhuna, þá hafi hún verið endur-
tekin í fyrstu nýframúrstefhunni fremur en rifjuð upp, eins og freudíska
skilgreiningin hljóðar upp á, og greitt úr mótsögnum hennar. Ef þessi
líking um bæhngu og viðtöku gengur upp, þá fékk framúrstefhan þarm
svip að vera söguleg þegar hún var endurtekin í fyrsta sinn, áður en henni
var leyft að hafa áhrif, þ.e.a.s. áður en hægt væri að henda reiður á fagur-
31 Augljóslega er það aðeins tilbúið val, að sigta þessi nöfh út: Ekki er hægt að skilja
Rauschenberg frá Cage-hópnum firekar en hægt er að kljúfa Kaprow frá andrúms-
lofd Fluxushreyfingarinnar, og Broodthaers og Buren koma fram á stöðum sem
ólíkir hstrænir og fræðilegir kraftar orka á. Önnur söguleg dæmi myndu einnig leiða
af sér aðrar fræðilegar áherslur.
32 A ný vísar Buchloh veginn: „Eg \il halda því fram, gagnstætt Burger, að það að stað-
setja stund sögulegs frumleika í sambandinu á milli sögulegu framúrstefhunnar og
nýframúrstefhunnar, gefi ekki færi á fullnægjandi skilningi á því hversu flókið þetta
samband er. Við stöndum hér andspænis endurtekningaraðferð sem ekki er hægt að
ræða út frá einum saman hugtökunum áhrif, eftirherma og upprunaleiki. Líkan fýr-
ir endurtekninguna sem gæti lýst þessu sambandi betur er hin freudíska hugmynd
um endurtekningu sem á rætur að rekja til bælingar og afheitunar" („Primary
Colors,“ bls. 43).
273