Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 276
HAL FOSTER
fræðilegum og pólitískum afleiðingum hennar, hvað þá útfæra þær nánar.
Samkvæmt ffeudísku líkingunni er þetta endurtekning, raunar viðtaka, í
formi andófs. Og það þarf ekki að vera vegna afturhaldssemi, einn til-
gangur með freudísku h'kingunni er að benda á að andóíið er óafvitandi,
það er einmitt ferli þess að verða óahdtandi. Þamiig er til dæmis listgrein
í anda Duchamps þegar í mótun með Rauschenberg og Johns, hlutgerv-
ing sem stangast ekki aðeins á við verknaði hans heldur kemur til á þver-
sagnakenndan hátt á undan viðurkenningunni á þeirn. Þessi hlutgerving
getur einnig átt sér stað sem andóf gegn verknuðum hans - gegn síðasta
verkinu (Etants donnés, 1946-1966), gegn sumum meginreglum þeirra,
gegn mörgum afleiðingum þeirra.
Hvað sem öðru líður þá er ekki þar með sagt að ummyndun framúr-
stefnunnar í stofhun dæmi alla hst sem á efrir fylgir sem tilgerð og/eða
skemmtun. I seinni nýframúrstefnunni hrindir þetta af stað gagnrýni á
þetta ferli menningaraðlögunar og/eða málamiðlunar. Þetta er megin-
viðfangsefni listamanna eins og Broodthaers, en óvenjuleg myndverk
hans hafa þau áhrif að hlutgera menninguna í þeim tilgangi einum að
skapa gagnrýna ljóðrænu. Broodthaers notaði oft hluti með skel eins og
egg og kræklinga til að gefa þessari hörðnun bæði bókstaflega og alle-
góríska vídd, láta hana vísa á sjálfa sig, svo að segja - líkt og besta vörn-
in gegn hlutgervingu væri að samþykkja hana áður en hún yrði að veru-
leika og afhjúpa um leið skelfileika hennar. Með þessari aðferð, en
fordæmi fyrir henni má rekja allt til Baudelaires ef ekki lengra aftur, er
gengist undir persónulega hlutgervingu - stundum á sama hátt og smá-
skammtalækningar virka, stundum á sama hátt og verndargripur er not-
aður - til að verjast félagslegri hlutgervingu sem erþvmguð fram.33
33 Nánari umfjöllun um þessa aðferð er í 4. og 5. kafla. I Ijóðapari í Pevse-Béte
(1963-64), „LaMoule“ og „LaMéduse“, býður Broodthaers okkur, til frekari skiln-
ings, upp á tvö tótem sem íklæðast þessari tækni. Fyrra ljóðið, á kræklingnum, er
svona: „This clever thing has avoided society’s mold. / Þessi litli snillingur smjó
undan móti samfélagsins / She’s cast herself in her very own. / Hann mótaði sig eftir
sínu eigin. / Other look-alikes share with her the antd-sea. / Tvífarar hans deila and-
sjónum með honum. / She’s perfect. / Hann er fullkominn.“ Og hið síðara, á marg-
lyttunni, er svona: „It’s perfect / Hún er fullkomin / No mold / Ekkert mót / Not-
hing but body / Aðeins líkami“ (þýðing Paul Schmidt í October 42). Sjá einnig
Buchloh, ,Marcel Broodthaers: Allegories of the Avant-Garde“, þar sem hann
bendir á að Broodthaers var undir áhrifum frá Lucien Goldmann, sem aftur lærði
með Georg Lukács, þeim mikla kenningasmið hlutgervingarinnar. Broodthaers
varð einnig fýrir áhrifum frá Manzoni á þessu sviði.