Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 278
HAL FOSTER
Svo ég hetjugeri nú ekki seinni nýframúrstehnma, þá er mikilvægt að
nefna það að gagnrýni hennar er einnig hægt að beina að henni sjálfri.
Anarkískar tilhneigingar settu oft svip sinn á sögulegu framúrstefiiuna og
íýrstu nýframúrstefhuna en seinni nýframúrstefnan lætur oft undan
heimsendahvötum. A einni slíkri stundu í febrúar 1968 semr Bui'en:
„Eftir að hafa séð wona striga eins og okkar, er allsherjarbylting ef til tdll
eina leiðin.“36 Þetta er tungumál sem einkenndi árið 1968 og hstamenn
eins og Buren taka sér það oft í munn: verk hans taka mið af „útrýmingu“
vinnustofunnar, eins og hann segir í „The Function of the Studio“
(1971); með verkum sínum skuldbindur hann sig ekki aðeins til þess að
„mótmæla“ leik listarinnar heldnr líka að „aínema“ reglur hans að öllu
leyti.3, Þessi mælskulist, sem tengist fremur hugmyndum sitúasjónism-
ans en að hún henti við ríkjandi aðstæður, bergmálar torræðar og oft
karlrembulegar yfiirlýsingar hámódemistanna. Samtíð okkar hefirr verið
svipt þessari tilfinningu um yfirvofandi byltingu; enda hefur hún líka ver-
ið tyftuð af femínískri gagnrýni á tungumál byltingarinnar og er á varð-
bergi vegna efasemda eftirlendurýninnar tun að listastofnanir, sem og
orðræður gagnrýninnar, séu á einhvem hátt einstakar. Afleiðing þessa er
að samtímalistamenn sem vilja vinna áfram með stofnanagagnrýni seinni
nýframúrstefiiunnar, hafa horfið frá stórbrotnum andstæðuvi og h'ta
fremur til hárfínnar hliðrunar (ég hef í huga listamenn allt frá Louise
Lawler og Silviu Kolbowski til Christophers Wilhams og Andreu Fras-
36 Tilvitnun í Daniel Buren í Luq' Lippard, SLx Years: The Demateiializaúon ofthe Art
Objectfi-om 1966 to 1972, New York: Praeger, 1973, bls. 41.
37 Daniel Buren, „The Functíon of the Studio“, October 10 (haust 1979), bls. 58; og
Reboundings, þýð. Philippe Hunt, Brussels: Daled & Gevaert, 1977, bls. 73. Þetta
tungumál einkennir líka áhrifaríkar kenningar frá þessum tíma, eins og hér, einnig
frá árinu 1971, þegar Barthes k\reður hugmjmdafræðigagnrýni í kútinn: „Það þarf
ekki lengur að fletta ofan af goðsögnunum (almenningsáhtíð sér um það núna),
skekja þarf sjálft táknið“ („Change the Object Itself‘, í Image-Music-Text, þýð. Step-
hen Heath, New York: Hill and Wang, 1977, bls. 167). Hvemig eigum við að setja
stofnanagagnrýni í listum og fræðtun í samhengi við önnur pólitísk form íhlutunar
og hemáms í kringum 1968? Málið flækist, að mínu mati, ef litíð er á ljósnqmd frá
aprílmánuði árið 1968 sem er skrásetning á verki efrir Buren. Það samanstóð af tvö-
htmdrnð spjöldum með röndum sem hengd vora upp víða í París - til að láta reyna
á læsileika málverksins fýrir utan mörk safhsins. I þessu tilviki er spjaldið h'mt yfir
ýmsar auglýsingar á skærappelsínugulu auglýsingasldlti, en það hylur einnig
handskrifaða tilkynningu um fund stúdenta í Vincennes (tdð erum jú að tala um apríl
1968). Var þessi uppstilling óríljandi? Hvemig eigum ríð að skilja þessa ímynda-
atburði?
276