Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 279
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NÝFRAMÚRSTEFNUNA?
er) og/eða skipulagðs samstarfs við ólíka hópa (Fred Wilson og Mark
Dion eru fulltrúar þessa). Þetta er ein leiðin sem gagnrýni ffamúrstefn-
unnar heldur áffam að þróast eftir, raunar ein leið fyrir þróun ffamúr-
stefúunnar. Og þetta er ekki uppskriff að launhelgum eða formhyggju,
eins og stundum er fullyrt; þetta er uppskrift að aðferð. Þetta er einnig
forsenda þess að við í dag getum skilið mismunandi skeið ffamúrstefú-
unnar.
Afturvirk áhrif
Ef til vill getum við nú snúið okkur aftur að upphaflegu spurningunni:
hvernig á að setja þetta endurskoðaða samband milli sögulegu ffamúr-
stefnunnar og nýffamúrstefúunnar fram í frásögn? Halda verður í þá for-
sendu að skilningur á list geti aðeins verið jafn þróaður og listin sjálf, en
þó ekki út frá sjónarmiði söguhyggjunnar, hvort sem um er að ræða hlið-
stæðu við líffærafræðilega þróun (eins og bregður fyrir hjá Marx) eða
hhðstæðu við þróun á sviði mælskufræði, þar sem endurtekning fylgir í
kjölfar hins upprunalega og farsi fylgir í kjölfar harmleiksins (eins og
kemur þrálátlega fyrir hjá Burger). Við þörfnumst annarra líkana fyrir
orsakasamhengi, tíma og frásögn, of mikið er í húfi hvað varðar ffam-
kvæmd, kennslu og pólitík til að hreyfa ekki við þeim líkönum sem fyrir
eru og byrgja okkur sýn.
Til að setja fram mitt eigið líkan þá verð ég að setja í forgrunn þá hug-
mynd sem þegar er að verki í þessum kafla, að sagan, einkum saga
módernismans, sé oftar en ekki mótuð, leynilega eða á annan hátt, út frá
líkani hinnar stöku hugveru, raunar er hún gerð að hugveru eða geranda.
Þetta er mjög augljóst í því tilviki þegar ákveðin saga er sögð út ffá þróun
eða framrás eins og svo oft seint á nítjándu öldinni, eða á gagnstæðan
hátt, út ffá öfugþróun eða hnignun eins og svo oft snemma á tuttugustu
öldirmi (síðastnefúda líkingin gegnsýrir umfjöllun um módernismann,
allt frá Georg Lukács fram á okkar daga). En þessi sögumótun lifir áfram
í samtífnagagnrýni, jafnvel þegar gert er ráð fyrir dauða hugverunnar, því
oft snýr hugveran eða gerandinn aftur í líki hugmyndaffæði (til dæmis
nasisminn sem hugvera eða gerandi), sem þjóðin (í dag hugsuð sem sál-
ræn eining fremur en pólitísk heild), og svo framvegis. Eins og ljóst er af
umfjöllun minni um listastofnunina sem geranda er getur bælt niður og
spyrnt á móti, þá er ég jafnsekur um þennan ósið og hver annar
277