Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 280
HAL FOSTER
gagnrýnandi, en frekar en að gefa hann upp á bátinn þá vil ég snúa hon-
um í dyggð. Því ef þessi hliðstæða við hina stöku hugveru er aðeins mót
fyrir söguleg fræði, af hverju þá ekki að nota háþróaðasta líkan hugver-
unnar, líkan sálgreiningarinnar af sjálfinu, og nota það með skýrum
hætti?38
Þegar best tekst til þá nær Freud að fanga hinn sálræna tíma sjálfsins,
sem er gagnólíkur líffræðilegum tíma líkamans, en það er sú þekkingar-
fræðilega hliðstæða sem Burger sækir til Marx. (Eg segi þegar best tekst
til, því á sama hátt og Marx kemst oft hjá því að móta hið sögulega eftir
því líffræðilega, þá lætur Freud oft undan þessari tilhneigingu í tiltrú
sinni á þroskastig og tengsl í anda Lamarcks.) Að mati Freuds, einkum
eins og Lacan túlkar hann, er huglægt viðhorf okkar ekki fastmótað frn-
irbæri, heldur samsett úr sífelldum lotum áfalla sem er vænst og eru end-
ursköpuð. „Það þarf alltaf tvö áföll til að búa til áfall,“ segir Jean La-
planche, en hann hefur lagt mikið af mörkmn til að skýra mismunandi
tímalíkön í freudískri hugsun.39 Atburður verður ekki meðvitaður nema
vegna annars atburðar sem endurtúlkar harm: það er einungis vegna
afturvirkra áhrifa (Nachtrdglichkeit) að við verðum það sem við erurn.
Þessa hliðstæðu vil ég sjá í rannsóknum á módernisma nú í lok aldarinn-
ar: sögulegframiírstefiia og nýframúrstefina eru samsettar á svipaðan bátt, sem
stöðugt fierli þenslu og samdráttar, filóknar lotur afifi'amtið sem er vænst og
38 Ég skoða þessa nálgxrn á sjálfinu með öðrum aðferðum í 7. kafla [hér er vísað til kafl-
ans „Whatever Happened to Postmodemism", bls. 205-226 í The Returji of the
Real\\ bæði hér og þar er henni aðeins ætlað að vera líkan. Þessi stefha er að hluta til
knúin áfiram af þörfinni á því að skoða afturhvarfið í þjóðemisstefnum samtímans og
nýfasisma út frá ramma sálgreiningarinnar (mikilvæg í þessu sambandi em verk
Mikkels Borch-Jacobsen um samsömun og Slavojs Zizek um fantasíu). Hún er
einnig knúin af tfifinningunni um miðlægt áfall í sögulegri reynslu. Þessi beiting
hefur ýmsar hættur í för með sér, hún býður til dæmis upp á að strax fari af stað sam-
sömun við þolandann sem orðið hefúr fýrir áfalli - en í því atriði mætast dægur-
menningin og framvarðarsveit akademíunnar (stundum virðist Oprah vera fýrir-
mynd þeirra beggja og mottóið vera „Njótm sjúkdómseinkenna þinna!“). I dag
virðast nýjtmgar í mannvísindunum koma frekar ffam, í breyttri mynd, sem áfalls-
fi'æði, ekki menningarffæði. Kfið raunverulega hefur snúið aftur, eftir að því hafði
verið haldið niðri af ýmsum póststrúktiiralistum, en sem raunveruleiki áfallsins - ég
ræði þetta vandamál ffekar í 5. kafla.
39 Jean Laplanche, New Foundations ofPsychoanalysis, þýð. David Macey, London: Bas-
il Blackwell, 1989, bls. 88. Sjá einnig efdr hann Seduction, Translation, The Drives,
ritstj. John Fletcher og Martin Stanton, London: Institute for Contemporary Art,
1992.
278