Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 281
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NÝFRAMÚRSTEFNUNA?
fortíð sem er endursköpuð - í stuttu máli, með ferli afturuirkra áhrifa sem
kollvarpa öllum einföldum kerfiim sem byggja áfyrir og eftir, orsök og afleið-
ingu, upphafi og endwrtekningu^40
Samkvæmt þessari hliðstæðu hafa verk framúrstefnunnar ekki sögnleg
áhrif eða fullt gildi á upphafsskeiði sínu. Svo getur ekki verið, vegna þess
að þau hafa einkenni áfalls - þau eru holm í táknveldi síns tíma sem er
ekki tdlbúinn fyrir þau, getur ekki tekið á móti þeim, að minnsta kosti
ekki umsvifalaust, að minnsta kosti ekki án þess að formgerð þess breyt-
ist. (Þetta er annað svið listarinnar sem gagnrýnendur og sagnfræðingar
verða að veita athygh: ekki aðeins aftengingu tákna heldur líka þegar
táknmerking mistekst.)41 Þetta áfall vísar á annað hlutverk endurtekning-
ar á viðburðum framúrstefnunnar eins og aðfangsins og einlitaverksins -
ekki aðeins að dýpka slíka holu heldur fylla upp í hana líka. Og þetta
hlutverk bendir líka á annað vandamál sem minnst var á í upphafi: hvern-
ig eigum við að greina á milli þessara tveggja gangverka, annars sem ríf-
ur niður, hins sem endurreisir? Er hægt að aðgreina þau?42 I freudíska
40 Sígild umfjöllun um afturvirk áhrif kemur fyrir í sjúkrasögunni af Ulfamanninum,
„Ur sögu bemskutaugaveiklunar" (1914/1918). Hér að ofan sagði ég „skilirm“ ffem-
ur en „myndaður“, en þessi tvö ferli skarast, einkum í hbðstæðu minni, ef framúr-
stefhuhstamaðurinn/gagnrýnandinn tekur sér stöðu bæði sálgreinanda og þess sem
sálgreindur er. Þetta skrið milh þess að vera skilinn og myndaður kemur ekki aðeins
til vegna minnar eigin óákveðni; þetta skrið er einnig til staðar í hugmyndinni um
afturvirk áhrif, þar sem svið áfallsins er tvírætt: er það raunverulegt, tálsýn, og/eða
byggt upp á rökvísan hátt?
Það era fleiri vandkvæði við þetta Kkan mitt (fýrir utan sjálft vandamáhð varðandi
hliðstæðuna). Þessi afturvirkni gæti komið í veg fyrir að við gerum grein fýrir öðr-
um frestunum og mismun í öðru menningarlegu rými eða tíma. A þann hátt, jafn-
vel þótt það geri hefðarveldi framúrstefhunnar margþættara, þá getur hún skyggt á
aðrar nýstárlegar leiðir. Það gæti líka leitt til þess að haldið er í forskriftarrökffæði
þar sem góða nýffamúrstefhan, eins og hin góða sjálfsvera, er meðvituð um sjálfa
sig, horfist í augu við bælinguna og vinnur sig í gegnum áfalhð.
41 T.J. Clark benti á þessa þörf fýrir meira en mttugu árum síðan í Image of the People,
London: Thames & Hudson, 1973: „Hvað almenning varðar, þá gætum við búið til
hhðstæðu í anda kenningar Freuds. ... Almenningur, eins og dulvitundin, er aðeins
til staðar þar sem honum lýkur; þó ákveður hann formgerð einkalegrar orðræðu;
hann er lykillinn að því sem ekki er hægt að segja og engin örmur hugvera eða ger-
andi er mikilvægari“ (bls. 12).
42 Zizek skrifar í athugasemdum sínum við Lacan: „Það sem ræður úrshmm hér, er hin
breytta staða atburðarins: þegar hann brýst út í fyrsta sinn er hann upphfaður sem
ófyrirséð áfall, sem irmrás hins ótáknbúna raunveruleika; aðeins með endurtekning-
unni er þessi atburður skilinn í sinni táknrænu nauðsyn - hann frnnur sinn stað í
táknkerfinu, verður raunverulegur í táknveldinu (The Suhlime Object of Ideology,