Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 283
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NÝFRAMÚRSTEFNUNA?
ismans. Umskiptin sem verða með þeim gerast vegna þessarar endur-
heimtu. En þessi umskipti eru ekki alger og við verðum því að endur-
skoða hugmynd okkar um þekkingarfræðilegt rof. Hér kemur að gagni
hugmyndin um afturvirk áhrif, \)V\ fremur en að segja skilið við grundvall-
arverk og orðræður nútímans, þá hafa lykilverknaðir og orðræður póst-
módemismans sótt áfram í nachtráglich sambandi við þau.44
Fyrir utan þetta almenna nachtráglich samband, þá hafa ákveðnar
spurningar sem afturvirk áhrif kalla á verið þróaðar bæði í póstmódern-
ískri list og póststrúktúralískum kenningum. Þetta eru spurningar um
endurtekningu, mismun og frestun; um orsakasamhengi, tíma og frá-
sögn. Auk áherslunnar sem hér er lögð á endurtekningu og endurkomu
þá er eðli tímans og textans þráhyggja í nýframúrstefhunni - ekki aðeins
að setja tíma og texta inn í rýmislist og sjónlist (hin fræga umræða milli
mínimalista og gagnrýnenda sem aðhyllast formalisma, sem fjallað er um
í 2. kafla,45 er aðeins ein orrusta í löngu stríði) heldur einnig fræðileg út-
færsla á tíma safnsins og menningarlegra textatengsla (kynnt til sögunn-
ar af listamönnum eins og Smithson og unnin áfram í dag af listamönn-
um eins og Lothar Baumgarten). Eg vil aðeins koma því á framfæri hér
að skyldar spurningar, sem settar eru fram á ólíkan hátt, hafa líka knúið
áfram lykilheimspeki þessa tímaskeiðs: útfærsla Lacans á Nachtráglichkeit,
gagnrýni Althussers á orsakasamhengi, sifjafræði orðræðnanna hjá Fouc-
ault, túlkun Gilles Deleuze á endurtekningunni, hinn flókni femíníski
tími hjá Júlíu Kristevu, orðun skilafrestsins hjá Jacques Derrida.46 „Það
44 I vissum skilningi er sjálf uppgötvun Nachtráglichkeit afturvirk. Þótt hugtakið hafi
verið að verki í textum eins og sjúkrasögu Úlfamannsins, þá voru það lesendur eins
og Lacan og Laplanche sem þróuðu fræðilegar ályktanir þess. Þar að auki var Freud
ekki meðvitaður um að hans eigin hugsun þróaðist með nachtráglich hætti: þ.e. ekki
aðeins hvað varðar endurkomu áfallsins í verkum hans heldur líka þann tvöfalda
tíma sem áfalhð verður til í - kynþroski í tveimur stigtun, óttinn við geldingu (sem
krefst bæði sýnar sem veldur áfalli og forboðs frá föður), og svo framvegis.
45 [Hér vitnar Foster til annars kafla The Retnm ofthe Real, „The Crux of Minimal-
ism“, bls. 35-68.]
46 I ritgerð sem helguð er þessari hugmynd, sem er ef til vill grundvallarhugmyndin í
umskiptunum ffá strúktúrahsma til póststrúktúrahsma og vandanum sem þær glíma
við, skrifar Derrida: „Skilafrestur er hvorki orð né hugmynd/hugtak. I því munum við
aftur á móti sjá mót - fremur en samantekt - þess sem hefur á hvað ótvíræðastan
hátt verið áletrað í hugsun þess tíma sem er til þæginda kallaður okkar „tímabil“:
mismunur kraftanna í Nietzsche, regla Saussures um táknfræðilegan mismtm, mis-
munur sem möguleikinn á hröðun taugaboða, skynhrif og fresmð áhrif hjá Freud,
mismunurinn sem þær menjar Annars sem ekki er hægt að þurrka út hjá Levinas, og
281