Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 10
E R L E N T
Björn Bjarnason, aðstoðar-
ritstjóri Morgunblaðsins:
„Efast ekki urrveinlægni nýrra
ráöamanna"
„ÉG ER í STUTTU máli þeirrar skoðunar
að einhverjar breytingar séu að verða í
Sovétríkjunum og að þær snúist fyrst og
fremst um stjórn efnahagsmála og tilraunir
til að lífga upp á efnahagskerfið,“ segir
Björn Bjarnason en hann fór nýlega til
Moskvu( og hitti þar m.a. þau Andrei Sak-
harov og Yelenu Bonner að máli). „Vafa-
laust hafa hinir nýju stjórnendur þar eystra
staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að ann-
að hvort yrðu þeir að reyna að breyta ein-
hverju eða efnahagsstarfsemin færi enn-
frekar niður á við.
Menn þurfa ekki að dvelja lengi í Sovét-
ríkjunum til að átta sig á því að þar ríkir
mikill skortur á flestum nauðsynjavörum
samanborið við Vesturlönd, svo ekki sé
talað um mannréttindi og frelsi.
Fyrirmæli um þessar breytingar eru gerð-
ar að ofan í stjórnkerfi Sovétríkjanna og
vekja efalaust vonir hjá almenningi en það
er ekki almenningur sem tekur af skarið í
þessum efnum heldur eru það þeir sem
kerfinu stjórna og ég á nú eftir að sjá þá
afsala sér völdum í hendur fólksins og gera
þær breytingar á stjórnkerfinu að aðrir ráði
þar meira en þeir sjálfir. Ég er stórlega
efins um að þegar sjáist merki um breyting-
ar á sjáifu stjórnkerfinu.
Það hefur lítið verið slakað á hömlum í
Sovétríkjunum. Nokkrum andófsmönnum,
eins og Andrei Sakharov, hefur að vísu
verið sleppt úr haldi en enn sem komið er
felast umbæturnar mest í yfirlýsingum ráða-
manna. Orð eru að vísu til alls fyrst og ég
efast ekki um að þeir hafa einlægan vilja til
að gera einhverjar breytingar en allur raun-
verulegur árangur á eftir að koma í ljós.“
hve áberandi eftirlitskerfið er í Moskvu. Svo
yfirþyrmandi og þrúgandi fannst mér þetta,
að lengi vel komst fátt annað að í vitund
minni. Hvílík orka virðist vera sett í þetta!
Enda mun það vera svo að drjúgur hluti
þjóðarinnar hefur atvinnu af því að fylgjast
með samferðamönnunum.
Mér birtist þessi rannsóknarmennska með
margvíslegum hætti flesta daga, allt frá ná-
kvæmri farangursleit á flugvellinum við
komuna, — sem virtist þó barnaleikur miðað
við það sem sovéskir borgarar þurftu að
ganga í gegnum, — endalausar skilríkja-
meldingar á hóteli og þeim stofnunum sem
ég lagði leið mína á, að ekki sé minnst á
útlendingablokkirnar sem voru rækilega
vaktaðar svo þangað færu ekki Sovétborgar-
ar án „eðlilegra" skýringa.
í huganum gerði ég samanburð við Pól-
land en þangað kom ég í ársbyrjun 1982,
skömmu eftir að herlög voru sett. Mér kom
það svo fyrir sjónir, að hið opna Sovét Gor-
batsjofs sé enn, að sumu leyti, lokaðra en
lokað Pólland Jarúselskis. Þetta var tilfinn-
ingin.
Allt er þetta eins konar formáli að frásögn
um stutta heimsókn til Sovétríkjanna og
hvernig ég skynjaði andardráttinn í þjóðfé-
laginu.
Og sovéskur andardráttur er að breytast.
Á því leikur ekki nokkur vafi.
Lykilorðið er glasnost, sem merkir „opn-
ari umræða". Skömmu fyrir þessa heimsókn
mína hafði Gorbatsjof sagt á miðstjórnar-
fundi sovéska kommúnistaflokksins, að allt
of lengi hefði valdboð að ofan orðið að
óumdeilanlegum sannleika. Petta kvað
hann, öðru fremur, hafa staðið allri fram-
þróun fyrir þrifum.
Þessi tónn hefur síðan hljómað og endur-
ómað í yfirlýsingum fulltrúa Sovétstjórnar-
innar heima og heiman. Þannig sagði Boris
Pastukhov, sendiherra Sovétríkjanna í Dan-
mörku í grein sem birtist í danska blaðinu
Berlingske Tidende fyrir skömmu, „að sann-
leikurinn yrði til við umræðu, þegar ólík
sjónarmið rækjust á.“ Með öðrum orðum:
við finnum ekki hvað er gott og hvað er illt,
rétt og rangt með rannsóknaraðferðum vís-
indalegs sósíalisma heldur verður að leggja
lýðræðislegt mat til grundvallar.
Mikil rækt er lögð við að réttlæta þennan
þankagang í sögulegu ljósi og virðist sérstak-
lega vera reynt að finna honum stoð í verk-
um Leníns, hinni heilögu ritningu kommún-
ismans. Þannig hafa menn nú grafið það
upp, að Lenín hafi notað orðið glasnost 46
sinnum og þykir þar með komin vísindaleg
sönnun á réttmæti opnari umræðu. Með öðr-
um orðum, með vísindalegum hætti má
sanna að vísindin séu úrelt. Mótsagnir er
víða að finna*.
Þessari nýju glasnosthugsun um að sann-
leikurinn eigi ekki að koma að ofan er auð-
veldlega hægt að snúa upp í andhverfu sína.
Þannig segir Gorbatsjof, að gagnrýnin verði
* Til gamans má geta tilvitnunar í Lenín af þcssu
tagi: „Glasnost er sverðið sem græðir þau sár
sem það sjálft hefur veitt.“
að vera „flokksholl og ábyrg“ og að frétta-
menn megi ekki setja sig í dómarasæti.
Spurning: „Af hverju?"
Svar: „Enginn hefur einkarétt á sann-
leikanum."
Þótt þessi röksemdafærsla kunni að
hljóma undarlega vita sovéskir fréttamenn
og aðrir, sem Gorbatsjof beinir þessum orð-
um sínum einkum til, nákvæmlega hvað
klukkan slær. Þeir vita, að á þessu stigi
málsins gæti verið varasamt að rugga bátn-
um of mikið. Því misheppnist tilraunin gæti
hæglega orðið snarpur afturkippur. Því sé
um að gera að styðja Gorbatsjof eftir mætti.
Einn nánasti vinur Sakharovs erlendis, Ove
Nathan rektor Kaupmannahafnarháskóla,
hafði nýlega eftir þessum vini sínum, sem þá
var nýkominn til Moskvu úr sex ára útlegð:
„Það sem er gott fyrir Gorbatsjof er gott
fyrir okkur öll.“
Ekki má gleyma því, að þrátt fyrir hina
„opnu“ umræðu er frelsi manna stórlega
skert eftir sem áður. Sovéski skákfréttamað-
urinn Pimonov, sem giftur er norrænni konu
en fær ekki að flytjast úr landi, skrifar í
skandinavísk blöð: „Ekkert lát er á ofsókn-
um gegn baráttumönnum fyrir mannréttind-
um. Þeir eru hundeltir og hnepptir í varð-
hald. Líka þetta gerist á opinn hátt.“
Öllum ber saman um að Gorbatsjof sé
það lífsnauðsyn að missa ekki fótanna á
hinum hála hugmyndagrunni sósíalismans,
því greinilega hefur komið fram, bæði í tali
hans sjálfs og annarra, að þeir eru margir
sem bíða fyrsta tækifæris til að sanna að hér
sé villutrúarmaður á ferð, endurskoðunar-
sinni sem vilji færa þjóðina af þeirri leið sem
í upphafi var mörkuð.
Þeir sem eru þannig þenkjandi eru að
sjálfsögðu fyrst og fremst skriffinnar kerfis-
ins, þeir menn sem fram til þessa hafa verið
prókúruhafar sannleikans og þar með valds-
ins í sovésku samfélagi. Þessir menn þurfa
apn
■ Gorbatsjof: Lykilorðiö er Glasnost.
10