Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 23

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 23
E R L E N T Páfinn og Chile Látlausar óeirðirog mótmæli ^ÖR JÓHANNESAR Páls páfa II til Prjggja landa í Suður Ameríku í aprílbyrjun stóð í tvær vikur en sex daga heimsókn hans hl Chilebúa yfirskyggði allt annað. Milljónir '’úa landsins biðu eftirvæntingarfullir eftir Pví hvaða boðskap páfi hefði að færa varð- ‘ljidi stjórnmálaástandið í landinu og hvaða ‘uleiðingar heimsókn hans hefði fyrir and- stóöuna gegn kúgunarstjórn einræðisherr- ‘ll1s Augusto Pinochet. Þjóðlífið ólgaði af '"otniælum og óeirðum gegn herforingja- gegn herforingjastjórninni stjórn Pinochets meðan á heimsókninni stóð, skilaboðin til páfa voru skýr; Chi- leanska þjóðin vill losna undan herforingja- einræðinu og koma á lýðræði í landinu, og væntir þess að páfinn veiti því stuðning sinn. Fréttafrásögnum af för páfa ber saman um að hann hafi staðið undir þeirri kröfu og ekki látið varnarræður herstjórnendanna breyta þar nokkru um. Á sama hátt hafi Pinochet og félögum hans ekki tekist að nýta sér heimsókn pafa til að styrkja ein- ræðið í sessi gagnvart sífelldum mótmælum og þrýstingi stjórnarandstöðunnar. Tímarit- ið Newsweek segir að í viðræðum Jóhannes- ar Páls páfa og Pinochet hafi hershöfðinginn reynt að höfða til andkommúnískra sjónar- miða páfans til réttlætingar á harðneskju- legum aðgerðum gegn stjórnarandstæðing- um. „Jóhannes Páll virtist ekki láta sér segj- ast með þessum rökum,“ sagði blaðið. The Economist benti á í frétt meðan á heimsókninni stóð að páfi hefði þegar látið í ljós, áður en hann steig út úr flugvél sinni í Santiago, að mannréttindamál yrðu ofarlega á dagskrá í Chileförinni og sagði hann við fréttamenn að Pinochet væri réttnefndur einræðisherra. í allri Chileferð sinni hvatti páfi mjög til að lýðræði yrði komið á í landinu og minnti á að ofbeldi væri öllum kristnum mönnum andstyggð. Af tólf milljón íbúum Chile eru tíu millj- ónir kaþólskrar trúar og er talið að ferðalag páfa nú geti haft mikilvægar afleiðingar fyrir stjórnmálaþróunina í landinu og hvort landsmönnum tekst að feta sömu braut og Argentína, Bolivia, Brasilía, Ekvador, Perú og Uruguay þar sem herforingjastjórnir hafa hvarvetna þurft að víkja fyrir borg- aralegum stjórnarháttum á seinustu árum. Stjórn Pinochets forseta steypti lýðræðislega kjörinni stjórn sósíalistans AÍlende árið 1973 með stuðningi Bandaríkjanna. Allt frá þeim tíma hefur stjórn hans ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir þrýsting frá Vesturlöndum um að taka upp lýðræðislega og frjálslynda stjórnarhætti og mótmælum og uppþotum innanlands hefur allt til þessa dags verið mætt með mikilli hörku. Stjórn- arandstæðingar og mannréttindasamtök saka Pinochetstjórnina stöðugt um grimmi- leg mannréttindabrot, pyntingar og mann- dráp. Eftir misheppnað tilræði við Pinochet í september sl. hefur enn frekar verið hert á einræðistökunum. Tímaritið Time greindi frá því að páfi hefði lýst þeirri von sinni í samræðum við biskupa kirkjunnar í Santiago að frjálsar kosningar yrðu haldnar í landinu sem fyrst. Það gengur þvert á áform hershöfðingjanna sem ætla að velja forsetaefni úr sínum röðum í fyrsta lagi árið 1989. í Santiago hópuðust hundrað þúsund ungir Chilebúar saman og hrópuðu „Frelsi!" — „Libertad, libertad!“ í áheyrn páfa. En mestu óeirðirn- ar sem áttu sér stað meðan á heimsókninni stóð urðu er páfi messaði í miðborginni á seinasta degi ferðarinnar. Stjórnarandstæð- ingar grýttu öryggisverði og lögreglumenn svöruðu með því að skjóta táragasi að fólk- inu. Fjöldi manns særðist. Niðurstaðan úr ferð páfa er þó alls óljós. Andstöðunni hef- ur vaxið ásmegin en enginn hefur treyst sér til að spá fyrir um möguleika lýðræðis í landinu og jafnvel fall hershöfðingjastjórn- arinnar. Pinochet hefur margsýnt að hann getur miskunnarlaust barið niður andóf í landinu en Chileför páfa sýnir þó ennfrekar sívaxandi einangrun einræðisstjórnarinnar bæði innanlands sem á alþjóðavettvangi. 23

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.