Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 24
E R L E N T
veldalínur; mujaheddín-skæuliðar þar í
landi fá vopnasendingar frá vestrinu í gegn-
um Pakistan.
Helsprengjan í Pakistan
Ummæli Zia ul-Hak vekja
MARGIR HAFA haldið því fram um noKk-
urt árabil að Pakistanir væru fullfærir um að
framleiða kjarnorkusprengju. Pakistanir
hafa hins vegar vísað þeim orðrómi á bug
hingað til. Fyrir nokkru gerðist forseti Pak-
istans, Zia ul-Hak, hins vegar opinskár í
yfirlýsingum sínum við bandarísk stórblöð.
Yfirlýsingar hans hafa hleypt ugg í brjóst
margra, og vinir hans í Washington harma
ummæli hans.
Fréttaritari eins stórtímaritsins spurði Zia
hvort nokkuð væri til í þeim orðrómi að
Pakistanir gætu smíðað kjarnorkusprengju á
innan við mánuði. Zia svaraði því til, að
Pakistanir gætu smíðað sprengju hvenær
sem þeim dytti slíkt í hug. Hann sagði að
Pakistan hefði yfir að ráða allri þeirri þekk-
ingu sem þyrfti til að smíða sprengju og því
væri þeim ekkert að vanbúnaði.
Zia sagði reyndar einnig, að Pakistanir
hefðu ekki smíðað sprengju og hefðu slíka
smíði ekki í hyggju. Hann hélt því fram að
kjarnorku bæri eingöngu að nota í friðsam-
ugg
legum tilgangi. Pakistanir hefðu engan
áhuga á því að nota kjarnorku í öðrum
tilgangi. Þessi ummæli eru þau hin sömu og
Indverjar nota gjarnan, en þeir hafa yfir að
ráða allri þeirri þekkingu sem til þarf við
smíði kjarnorkusprengju. Og þegar heyrðist
af yfirlýsingum Zia hljóp mörgum hernaðar-
hauknum í Nýju Dehlí kapp í kinn. Heyrð-
ust þaðan hávær mótmæli og urðu margir til
þess að lýsa því yfir að nú ættu Indverjar
ekki að halda að sér höndum lengur. Rajiv
Gandhi vísar hins vegar öllu slíku harðlega á
bug.
Indverjar og Pakistanir hafa löngum
eldað grátt silfur saman, eins og kunnugt er.
Pakistanir þykjast enn eiga harma að hefna
eftir að Indverjar studdu A-Pakistani í því
að stofna sjálfstætt ríki, Bangla-Desh, en
það gerðu þeir með dyggilegum herstuðn-
ingi svo úr varð blóðug styrjöld. Ekki bætir
það sambúðina að Indverjar hafa nána sam-
vinnu á mörgum sviðum við Sovétmenn en
Pakistanir hafa hallað sér að vestrinu. Styrj-
öldin í Afganistan endurspeglar þessar stór-
Fjaörafok í Washington. Nýjustu um-
mæli Zia varðandi getu Pakistana til smíði
kjarnorkuvopna ollu nokkru fjaðrafoki í
Washington, en þar hafði verið flutt tillaga á
þinginu um fjögurra milljarða dollara efna-
hags- og hernaðaraðstoð til Pakistana.
Bandaríkjamenn hafa það í lögum hjá sér að
bannað sé að styðja ríki sem hafa komið sér
upp kjarnorkuvopnum, og þótti nú mörgum
öldungardeildarþingmanninum að erfitt
gæti reynst að styðja Pakistani áfram. Einn
þeirra, John Glenn (fyrrum geimfari), hefur
lýst yfir miklum áhyggjum sínum vegna
jDessa máls. Ef Bandaríkjamenn standa ekki
fastir fyrir geti svo farið að allt fari úr bönd-
unum. „Ég vil gjarnan hjálpa skæruliðum í
Afganistan og styðja Pakistani en ég hlýt
einnig að spyrja hvar þetta endi,“ segir
Glenn og bætir við að svo geti farið að
Indverjar smíði sprengju í kjölfar þessa.
Stjórnmálaskýrendur er þó almennt þeirr-
ar skoðunar að þetta muni ekki koma í veg
fyrir áframhaldandi aðstoð Bandaríkja-
manna við Pakistani. Til þess séu hreinlega
of miklir hagsmunir í húfi. Bent hefur verið
á að Pakistanir hafi einfaldlega gert það
sama og ísraelsmenn; talið er sannað að
ísraelsmenn hafi bæði getu og gögn til að
smíða kjarnorkusprengju en þeir hafa engar
yfirlýsingar látið frá sér fara um þetta efni.
Ef Pakistönum er hegnt fyrir þetta, á þá
ekki slíkt hið sama að gilda fyrir ísraels-
menn, spyrja fréttaskýrendur.
24
4