Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 28
I N N L E N T
við þvertóku fyrir það að hér gætti kynþátta-
andúðar í garð þessara barna.
Þau fjölmörgu hjón hér á landi sem ekki
hafa getað eignast börn, hafa bundið vonir
sínar við þann möguleika að ættleiða barn
og varð það því mörgum gríðarlegt áfall
þegar ráðuneytið lokaði á það eina samband
sem ættleiðendur höfðu við foreldra erlendis
sem vildu gefa barn til ættleiðingar. Ekki
hefur tekist að mynda önnur slík sambönd,
hvorki við Sri Lanka né önnur lönd, sem
ráðuneytið fellir sig við, og því hefur óvissa
og langur biðtími tekið við.
„Fyrir marga sem voru á biðlista þegar
lokað var á Sri Lanka varð áfallið ekki ósvip-
að því er fólk missir fóstur. Þessi hjón voru
farin að undirbúa sig undir að taka barn inn
á heimili sitt og ekkert virtist geta komið í
veg fyrir það,“ segja foreldri sem hafa verið
á biðlista hjá félaginu íslensk œttleiðing frá
því í nóvember árið 1985. Forsvarsmenn
félagsins benda á að nánast útilokað sé að fá
íslensk ungbörn ættleidd. Ættleiðing er-
lendra barna sé því eina vonin fyrir þau
barnlausu hjón sem reynt hafa árangurslaust
að eiga barn og læknavísindin geta ekki
hjálpað (sjá viðtal við Jón Hilmar Alfreðs-
son lækni um möguleika læknavísindanna til
að ráða bót á barnleysi).
Samkvæmt lögum geta aðeins hjón fengið
heimild til að ættleiða börn. Fremur fátítt
var að fólk leitaði út fyrir landsteinana í
þessu skyni allt fram til ársins 1977. Þó sýna
ættleiðingartölur Hagstofunnar að um fimm
börn að meðaltali hafa verið ættleidd frá
útlöndum næstu ár þar á undan, en
mestmegnis frá Evrópuríkjum og Bandaríkj-
unum.
Árið 1977 má segja að ættleiðingar ung-
barna frá þriðja heiminum hefjist svo
nokkru nemur. Það ár eru tíu börn ættleidd
og þar af átta börn frá Suður Kóreu. Næsta
ár helst enn sambandið við S-Kóreu og fara
þá sex hjón út og sækja börn. Eftir það
lokast samband íslenskra ættleiðenda við
landið en nokkur Norðurlönd hafa þó haldið
sambandi við S-Kóreu og ættleitt börn það-
an í verulegum mæli allt fram á þennan dag.
ÞJÓÐLÍFI er tjáð af kunnugum,að mörg
ríki þriðja heimsins hafi lagt bann við ætt-
leiðingum barna úr landi. Ástæðurnar eru
m.a. þær að stjórnvöldum þyki minnkun að
því og lítilsvirðing á alþjóðavettvangi að
börn séu gefin til Vesturlanda vegna fátækt-
ar og umkomuleysis mæðra í þessum
löndum.
Ættleiðingartíðnin gengur þannig upp og
niður eftir kringumstæðum á hverjum tíma
og stundum detta þær svo til alfarið niður á
meðan verið er að koma á nýjum sambönd-
um. Nokkur börn fengust ættleidd frá
Guatemala, Líbanon, Tyrklandi og fleiri
löndum fram til ársins 1982 er ættleiðingar
stórjukust skyndilega. Þá voru alls ættleidd
43 börn og þar af aðeins þrjú frá Evrópuríkj-
um. 27 börn komu það ár frá Indónesíu, sex
börn frá Guatemala, þrjú frá Tyrklandi og
auk þess nokkur börn frá Kólumbíu, Líban-
on og Nicaragua. Ári síðar helst enn gott
samband við Indónesíu og eru ættleidd 25
28
börn frá því landi en þá fer smátt og smátt að
lokast á þessa leið og ári síðar eru aðeins
fjögur börn sótt til Indónesíu. Fá ættleiðing-
arleyfi voru veitt 1984 á meðan verið var að
koma á nýjum samböndum, en áhugi barn-
lausra hjóna á að ættleiða börn hafði farið
sívaxandi næstu ár á undan. 1984 opnast leið
í gegnum Holland við lögfræðing á Sri
Lanka sem sá um að útvega hjónum á Vest-
urlöndum börn til ættleiðingar. 1985 og 1986
gaf dómsmálaráðuneytið út 104 ættleiðingar-
leyfi vegna barna sem sótt voru til Sri Lanka
fram til þess tíma er ráðuneytið ákvað að
stöðva frekari innflutning barna frá landinu
á meðan tengiliðurinn þar væri tekinn til
athugunar. í maí var svo tekin sú ákvörðun
að heimila ekki frekari ættleiðingar fyrir
milligöngu þessa manns.
Samkvæmt heimildum ÞJÓÐLÍFS snerist
atvikið sem leiddi til stöðvunar ráðuneytis-
ins um það, að hjón sem sótt höfðu barn til
Sri Lanka komust að því að ættleiðingar-
pappírar þeir sem barninu fylgdu pössuðu
ekki við fæðingarvottorð barnsins. Þegar
þau fóru til landsins til að sækja það barn
sem þeim var ætlað var það dáið en þau gátu
útvegað sér annað barn í gegnum sama
tengilið, og við það víxluðust
ættleiðingapappírarnir. Þegar ráðuneytið
kynnti sér málið kom í ljós að umræddur
tengiliður þótti á ýmsan hátt varasamur og
því var ákveðið að heimila ekki frekari ætt-
leiðingar á hans vegum. Viðmælendur
ÞJÓÐLÍFS sem þekkja til málsins telja sig
þó hafa vissu fyrir því að ekkert misferli hafi
átt sér stað hvað ættleiðingar barna frá Sri
Lanka til íslands varðar. Misferlið tengist
ættleiðingum til annarra Ianda en þetta atvik
opnaði augu ráðamanna fyrir því að nauð-
synlegt væri að herða eftirlitið með þessum
málum, eins og fram kemur í viðtali við
Önnu Guðrúnu Björnsdóttur,lögfræðing í
dómsmálaráðuneytinu, hér í blaðinu.
Sá mikli fjöldi hjóna sem nú bíður þess að
ættleiðingar komist á skrið á ný hefur gerst æ
óþolinmóðari, enda hafa sum verið á biðlista
í hátt á annað ár. í samtölum ÞJÓÐLÍFS við
nokkur hjón kom fram að þeim finnst ráðu-
neytið lítið vilja sinna þessum málum. Sú
yfirlýsing var gefin fyrir ári að endurskoða
ætti reglur um ættleiðingar erlendis frá og
munu vera uppi hugmyndir um að löggilda
félag þeirra sem hyggjast ættleiða böm í
líkingu við það sem gildir á Norðurlöndun-
um. Enn er lítið sem ekkert farið að móta
þessar hugmvndir og félagsmönnum í ís-
lenskri œttleiðingu finnst lítið samráð við þá
haft um málið. Viðkvæði allra var á þá lund
að enn væri haldið í vonina um að málið
leystist og trygg sambönd kæmust á við ein-
hver lönd þar sem ættleiðingartengsla væri
von. Nokkrum hjónum hefur þó tekist að
endurnýja eldri sambönd við Líbanon, Gu-
atemala og nú síðast Tyrkland og sótt þang-
að börn, en að sögn Engilberts Valgarðs-
sonar, formanns félagsins íslensk œttleiðing,
er ekki von til að þau sambönd geti gefið af
sér nema örfá börn á ári — í besta falli tvö
eða þrjú börn frá hverju landi. Samtökin
hafa reynt mikið til að komast aftur í tengsl
við milligönguaðila erlendis en
dómsmálaráðuneytið ekki metið þau sam-
bönd sem fullnægjandi.
„Ef takast á að anna þeirri þörf sem hér
hefur skapast verða góð sambönd að komast
á því nú bætast milli 50 og 60 hjón á skrá hjá
okkur á hverju ári,“ segir Engilbert í samtali
við ÞJÓÐLÍF og bætir því við að þeim finn-
ist ekki síður mikilvægt en embættismönnum
ráðuneytisins að þau sambönd reynist pott-
þétt og uppfylli öll lagaleg skilyrði, bæði hér
á landi og í heimalöndum barnanna.
Málið er augljóslega mjög viðkvæmt. Þeg-
ar ÞJÓÐLÍF leitaði til fólks sem bíður þess
að komast út og sækja sér börn til ættleiðing-
ar kom í ljós, að fæstir vildu úttala sig um
málið. Kváðust óttast að allt umtal yrði til
þess að málið kæmist í enn meiri hnút en það
er nú þegar í. Forsvarsmenn íslenskrar œtt-
leiðingar segja að um leið og eitthvað fréttist
um að líkur geti verið að skapast á því að
sambönd opnist fyrir ættleiðendur sé þegar
mjög mikið leitað til samtakanna um upplýs-
ingar. Þess á milli bíður fólk og vonar, en
það sé greinilegt að stór hópur fólks eigi þá
ósk heitasta að geta komist út og eignast
ættleidd börn og er reiðubúið að leggja mik-
ið á sig til þess.
Samtökin tslensk œttleiðing hafa til þessa
ekki haft það á sinni könnu að útvega hjón-
um börn til ættleiðingar heldur hafa þau
aðstoðað hjón við að komast í kynni við þá
aðila í heimalöndum barnanna sem hafa
með þau mál að gera, koma á slíkum sam-
böndum og veita aðrar upplýsingar og hjálp.
Að sögn Engilberts Valgarðssonar var fé-
lagið sett á laggirnar haustið 1983 með sam-
einingu tveggja ættleiðingarfélaga sem þá
voru starfandi, Ísland-Guatemala sem starf-
aði á Akureyri og Ísland-Kórea sem starfaði
í Reykjavík, en þessi félög höfðu aðstoðað
við ættleiðingar frá þessum löndum. Félagið
kom á sambandinu við Sri Lanka, sem nú er
rofið. Ætlun félagsins var að viðhalda sam-
böndum sem nægðu til að anna þeirri þörf
sem hér hefur skapast fyrir ættleiðingar.
„Eftir að það eina samband sem við höfðuni
var rofið höfum við reynt að afla okkur
annarra sambanda víða um lönd og skrifað
fjölda bréfa og verið í sambandi við lögfræð-
inga víða til að koma þessu í gang, en það
gengur treglega. Yfirleitt er mikið um ætt-
leiðingar frá þriðjaheimsríkjum á hinum
Norðurlöndunum, en okkur hefur ekki tek-
J