Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 30

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 30
I N N L E N T Eftirspurn eftir ættleiðingum fer vaxandi Anna Guðrún Björnsdóttir lögfræðingur LÖGUM samkvæmt er það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar sé fullnægt og að veita leyfi til ættleiðingar. f ráðuneytinu starfar Anna Guðrún Björnsdóttir lögfræðingur sem sinnir þessum málum. Að sögn Önnu Guðrúnar hefur eftirspurn eftir ættleiðingu erlendra barna farið vaxandi með árunum og greinilegt sé að margir hafi hug á að ráða bót á barnleysi sínu eftir þessari leið. Hún segir að ættleiðingar erlendra barna síðustu ár hafi verið mjög sveiflukenndar. f langflestum tilvikum sé um ættleiðingar frá einhverju þriðjaheims ríki að ræða, en skyndilega geti viðkom- andi land lokað fyrir frekari ættleiðingar út úr landinu, t.d. ef ný stjórnvöld taka við valdataumum og eru andvíg þessu, þá tekur tímann sinn að afla nýrra sambanda og geta þá ættleiðingar dottið alveg niður um lengri eða skemmri tíma. „Þetta helgast þannig mjög af ytri aðstæðum og hver ættleiðing á sér langan aðdrag- anda,“ segir hún. En hvernig ganga þessi mál fyrir sig í gegnum ráðuneytið? „Tilvonandi foreldrar sækja um svokallað „vilyrði um ættleiðingu á barni erlendis frá“ hingað til ráðuneytisins og þá förum við fram á að umsækjendurnir geri grein fyrir því á hvern hátt þeir komust í samband við það barn sem þeir hyggjast ættleiða. Því næst fáum við barnaverndarnefnd til að kanna persónulega hagi og aðstæður foreldranna með tilliti til ættleiðingarinnar og ef umsögn hennar er jákvæð og við metum svo að ráðstöfun barnsins til ættleiðingar í ■ Anna Guðrún sinnir œttlei&ingarleyfum f dómsmálaráðuneyt- inu. Hún segir eft- irspurn eftir leyfum fara vaxandi með hverju árinu. Dómsmálará&uneytió reynir a& meta þá a&- ila sem best er standa a& mi&lun barna. heimalandi þess sé eðlileg, þá gefum við út vilyrði til þess að ættleiðingarleyfi verði veitt þegar foreldrarnir hafa sótt barnið. Það er svo endanlega veitt þegar barnið er komið til landsins og því jafnframt veittur ríkisborgararéttur eftir ákveðinn lágmarks- tíma á heimili sínu hér og eftir að barnaverndarnefnd hefur fylgst með því þar.“ Er meiri Iregða í ráðuneytinu að afgreiða œllleiðingarurnsóknir eftir að lokað var á œttleiðingar frá Sri Lanka í fyrra? „Það voru eingöngu stöðvaðar ættleiðingar í gegnum einn ákveðinn milligönguaðila sem starfar á Sri Lanka en önnur stöðv- un hefur ekki verið gerð. Nokkur börn hafa verið ættleidd síðan þetta var frá S-Ameríku, Líbanon og Tyrklandi eftir öðrum Íeiðum. Það er ekki í verkahring ráðuneytisins að hafa neina milligöngu í þessum málum, heldur er það verkefni félagsins íslensk œttleiðing og það hefur verið að reyna að koma á nýjum samböndum, en mér er ekki kunnugt um að það hafi tekist.“ Farið þið nánar ofanísaumana á þessum málum eftir að atvikið í fyrra kom upp og hafið þið getu til að meta ráðstöfun barnanna erlendis og hvort milligönguaðilar þar séu ábyggilegir? „Já, við förum fram á að fá sem nákvæmastar upplýsingar um þá aðila sem standa að miðlun barnanna og reynum eftir því sem tök eru á að meta þetta sem best. Ástand þessara mála er mismunandi eftir löndum. Sum staðar hefur verið gert átak til að skipuleggja þessi mál og hafa verið löggilt sérstök barnaheimili sem hafa heimild til að ráðstafa börnum til ættleiðingar. Annars staðar skortir eftirlit af hálfu yfirvalda." í fyrra var sagt að reglur um œttleiðingar erlendra barna yrðu endurskoðaðar og hef ég frétt að til standi að löggilda íslenska œttleiðingarfélagið sem milligönguaðila. Hvernig líður þeim breyt- ingum og hvað felur slík löggilding í sér? „Það hefur verið unnið að þessu. Löggilding er í undirbúningi en er á frumstigi ennþá svo ég get ekki skýrt hvað slíkar reglur fælu í sér, en að líkindum verður þetta ekki frábrugðið löggildingu samsvarandi félaga á hinum Norðurlöndunum. Þar eru ættleiðing- ar engum heimilar erlendis frá nema fyrir milligöngu löggiltra félaga, en þau eru háð eftirliti stjórnvalda og þurfa ætíð að tilkynna stjórnvöldum um sérhvern nýjan samstarfsaðila í heima- löndum barna sem ættleiðingarsambönd eru við. Það liggur bara ekkert fyrir um það enn hvernig þessu verður háttað hér.“ Er mikill þrýstingur á ráðuneytið frá hjónum sem vilja œttleiða börn? „Nei, ég get varla sagt það. Þær ættleiðingar sem heimilaðar hafa verið síðastliðið ár hafa eingöngu verið gerðar í gegnum eldri sambönd frá fyrri árum en engin ný ættleiðingarsambönd komist á. Það eina sem vakir fyrir okkur er að það sé tryggt að þessar ættleiðingar fari fram á sem ábyrgastan hátt og séu í fullu samræmi við lög og reglur bæði í heimalöndum barnanna og hér á landi.“ Pegar lokað var á Sri Lanka-tengiliðinn í mars á síðasta ári voru 35 hjón á biðlista hjá íslenskri ættleiðingu, nú hefur þeim fjölgað í rúmlega eitthundrað. Telurðu einhver líkindi fyrir því að það leysist úr málum fyrir þetta fólk? „Við skulum vona það.“ hjálpað u.þ.b. helming þessa hóps standa þó milli tvö og þrjú þúsund hjón eftir sem sjá ekki önnur ráð en ættleiðingu. „Hér er um mikinn fjölda fólks að ræða sem skiptir miklu að góð ættleiðingartengsl komist á og við vitum að dómsmálaráðu- neytið vill hjálpa okkur í þessum málum þrátt fyrir allan seinaganginn," segir kona sem hefur ættleitt barn erlendis frá fyrir nokkrum árum og hefur sótt um heimild til að ættleiða annað barn ef einhver glufa opn- ast til einhvers þróunarríkisins. Annar viðmælandi blaðsins segir að það eigi ekki aðeins að líta á þetta mál út frá sjónarmiði barnlausra hjóna heldur einnig mannúðarsjónarmiði varðandi börnin sjálf. Þau eru oftast ekki nema nokkurra vikna eða mánaða gömul þegar þau eru gefin til ættleiðingar og þeirra bíður ekki annað en fátækt og örbirgð í heimalandinu. Fé- lagsráðgjafar hafa eftirlit með ættleiddum börnum eftir komuna til landsins á vegum barnaverndarnefnda og jafnframt gangast þau undir stranga læknisskoðun. Fé- lagsráðgjafi sem hefur kynni af þeim málum tjáir ÞJÖÐLÍFI að oft séu ættleidd börn mjög vannærð við komuna hingað til lands og séu langt á eftir jafnöldrum sínum hér hvað bæði líkamlegan og félagslegan þroska snertir. „ þau hafa öll braggast furðufljótt að því er ég best veit,“ bætir hann við. ■ Eftir Ómar Fri&riksson k 30

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.