Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 33

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 33
FRÉTTAVIÐTALIÐ Rás-2 gengur upp Bogi Ágústsson fulltrúi framkvæmdastjóra ríkisútvarps EFTIR UPPSVEIFLU Bylgjunnar í vetur rís nú Rás-2 úr valnum efld og aukin eftir uppstokkun á dagskrá stöðvarinnar og er stefnt á yfirburði í síharðnandi samkeppni við einkastöðvarnar sem spretta upp hver á fætur annarri á þessu fyrsta ári „frjálsrar útvarpsmiðlunar“. Um auglýsingakökuna verður slegist af vaxandi snerpu næstu mán- uði. Bogi Ágústsson er fulltrúi fram- kvæmdastjóra hljóðvarpsins. ÞJÓÐLÍF ræddi við hann um stöðu málsins og horfur þegar nokkrar vikur voru liðnar frá því að endurbætt Rás-2 fór í loftið og niðurstöður fyrstu hlustendakönnunar lágu fyrir. Á Rás-2 sér einhverja von í þessum slag? „Að sjálfsögðu. Hlustendakönnun sem gerð var aðeins nokkrum dögum eftir að Rás-2 fór af stað í nýjum búningi staðfestir það. Við tvöfölduðum hlustendafjöldann frá síðustu könnun þó svo að ýmsir nýir þættir, sem að við vitum að eiga eftir að vinna sér miklar vinsældir, hefðu ekki náð þá þeirri hlustun sem við vitum að þeir eiga eftir að fá. Þar má t.d. nefna Hringiðuna milli kl. 4 og 7 síðdegis sem er með því besta útvarpsefni af þessari tegund sem boðið er uppá.“ Könnunin sýnir nú samt ekki mikla hlust- un, þið eruð með þetta 5 til 15 prósent hlust- enda yfir allan daginn... >,Það fer eftir því við hvað er miðað hvað telst vera góð niðurstaða úr hlustendakönn- uninni. Bylgjumenn skilgreina þetta mjög þröngt og miða aðeins við aldurshópinn 15 hl 70 ára og taka aðeins höfuðborgarsvæðið, en við viljum taka alla aldurshópa inn í dæmið fyrir landið allt og erum ekkert óhressir með þá niðurstöðu — svo erum við ekki heldur neitt óánægðir með stöðuna hér 1 Reykjavík þar sem við erum að auka hlut °kkar. Má Ííka minna á að Bylgjan nær yfirleitt ekki 20 prósent hlustun." Hver œtti að vera eðlileg skipting á milli stöðvanna að þínu mati? ».Á milli þessara tveggja stöðva tel ég að eðlileg skipting gæti verið 60 á móti 40, Rás- 2 í hag. Það byggi ég á því að eðlilega vilja margir hlusta á Bylgjuna, sem er ágæt út- varpsstöð og hefur marga góða dagskrár- gerðarmenn, en við teljum aftur á móti að yfirburðir ríkisútvarpsins hvað tæknibúnað, a'la tæknivinnslu, undirbúning dagskrár og afburða góða fréttaþjónustu snertir, muni hafa það í för með sér að meirihluti hlust- ®nda snúi sér að okkur. Þú heyrir ekki hnökra í útsendingum okkar eins og oft má heyra á Bylgjunni, sem er auðvitað eðlilegt Pví þar er um að ræða nýja og fámennari utvarpsstöð.“ ■ Bogi Ágústsson: Bjartsýnn. Hver er tilgangur Rásarinnar? Hafið þið það að markmiði að keppa við einkastöðv- arnar? „Já, Rás-2 er að keppa við einkastöðvarn- ar. Markmið Rásarinnar er að talsverðu leyti skilgreint af útvarpsráði og svo af okk- ur sem hér störfum. Við stefnum að því að halda uppi bæði tónlistarútvarpi og dægur- málaútvarpi, að gera Rás-2 að útvarpsstöð sem er í nánum tengslum við allt það sem er að gerast í þjóðlífinu. Alltaf verði hægt að rjúfa þætti sem eru í loftinu frá morgni til hádegis og frá hádegi til kl. 7 á kvöldin, til að koma inn efni sem er að gerast á þeim tíma, útvarpa fréttnæmum viðburðum hve- nær sem er og vera stöðugt í lifandi tengsl- um við hlustendur. Þetta eru dagskrárleg markmið en peningalega markmiðið, eins og það er skiígreint af útvarpsráði, er ein- faldlega að Rás-2 standi undir sér.“ Nú er útvarpað allan sólarhringinn, magn- ið eykst, en hvað með gœðin? „Dagskrá rásarinnar var mjög góð fyrir breytingarnar, en við töldum samt rétt að endurskoða þetta frá grunni. Áður voru ýmsir sérþættir í dagskránni á miðjum degi en við breyttum þessu í það horf að hafa löng hólf, þriggja tíma þætti frá morgni til kvölds, með fjölbreyttri músík og alls konar innskotum. Nú á þetta að vera samfellt út- varp sem fólk getur hlustað á við leik og störf. Það er líka lögð mikil áhersla á faglegu hliðina. Við gerðum ekki þá kröfu að nýtt þáttagerðarfólk, sem kom til liðs við okkur, væri endilega með reynslu af útvarpi,en allir fengu þjálfun í dagskrárgerð áður en þeir fóru í loftið sem er meira en áður hefur þekkst hér á landi. Við leggjum áherslu á góða íslensku og vandaða dagskrárgerð í heild sinni.“ Er nokkur von til að Rásin fái annað tœkifœri eða stuðning frá stofnuninni ef dœmið gengur ekki upp hjá ykkur núna? „Við reiknum ekki með öðru en að Rás-2 muni standa undir sér. Svo segja útvarps- lögin að Ríkisútvarpið skuli senda út á tveimur rásum og því verður það gert þó svo ólíklega vildi til að þetta gangi ekki upp fjárhagslega hjá okkur. Við höfum bara ekkert hugsað dæmið á þessum nótum vegna þess að við erum sannfærð um að þetta gengur upp.“ En er mögulegt að margar útvarpsstöðvar geti starfað samtímis og lifað eingöngu á auglýsingatekjum ? „Því er ómögulegt að svara en það kemur í ljós. Ég tel þó ólíklegt að það sé pláss fyrir fleiri en tvær útvarpsstöðvar og þá er ég að tala um stöðvar sem starfa af miklum metn- aði eins og við gerum, og Bylgjan líka því þar starfa menn af miklum metnaði og reyna að gera sitt besta, en það verður bara að sýna sig hvort fleiri slíkar stöðvar eiga möguleika." Staðreyndin er þó sú að til þessa hefur hlustunin ekki dreifst á milli stöðva, Rásin blómstraði ein en hrundi svo bókstaflega þegar Bylgjanfór í loftið á stœrstu hlustenda- svœðunum, nú getur hins vegar sú staða komið upp að margar stöðvar með takmark- aðan hlustendafjölda valdi því að auglýsend- ur telji gagnslaust að auglýsa í útvarpi og snúi sér annað... „Jú, þarna er ákveðin hætta á ferðinni en við lítum á þetta sem svo að við höfum nú þegar tvöfaldað okkar hlustun frá því í des- ember á sama tíma og Bylgjan hefur tapað frá þriðjungi og upp í helming sinna hlust- enda. Hlutirnir eru að leita í eðlilegt jafn- vægi. Það getur hugsanlega orðið verðstríð á auglýsingamarkaði útvarpsstöðvanna en það getur líka orðið sú þróun að stöðvarnar nái til sín meira af auglýsingum frá dag- blöðum og tímaritum en hingað til ef auglýs- endur telja að þeir nái meiri árangri með ódýrari hætti með útvarpsauglýsingum held- ur en t.d. heilsíðuauglýsingu í Þjóðlífi eða Mogganum. Margir spá því að með tilkomu nýju útvarpsstöðvarinnar, Hljóðvarps hf., upphefjist hart verðstríð á auglýsinga- markaðnum. Það er þá meiri ástæða fyrir Bylgjuna en okkur að óttast fleiri útvarps- stöðvar því við álítum að því fleiri sem stöðvarnar verða því betur standi það uppúr sem Ríkisútvarpið hefur fram yfir hinar út- varpsstöðvarnar; þessa sterku og rótgrónu þjónustu sem við getum boðið uppá. Fyrstu viðbrögð eru líka komin í ljós: Áuglýsinga- tekjur hafa þegar tvöfaldast.“ ■ Eftir Ómar Fribriksson 33

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.