Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 37

Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 37
stuðningsmanna Jóhanns kenndu „flokks- eigendum“ og „Moggaklíku“ um ósigur Jó- hanns og fylktu sér síðar um Albert Guð- mundsson sem um þetta leyti gerðist helsti talsmaður „utangarðsaflanna" í Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík. Milli Jóhanns og Al- berts var mikil vinátta meðan Jóhann var formaður flokksins, fram til 1973, en einnig eftir að Jóhann veiktist og hætti í stjórnmál- um. Albert heimsótti t.d. Jóhann reglulega á sjúkrabeðið. Tortryggin forysta. Geir varð formaður á eftir Jóhanni og Gunnar varaformaður. Ekki verður með sanni sagt að milli þeirra tveggja hafi ríkt vinátta og traust: nær sanni er að segja að milli Gunnars og margra forystumanna flokksins, þ.á.m. Geirs Hall- grímssonar, en ekki Alberts, hafi ríkt gagn- kvæm tortryggni. Sú tortryggni átti rætur að rekja allt frá því að Gunnar gekk gegn sam- þykktum flokksins og neitaði að styðja sr. Bjarna Jónsson í forsetakosningunum 1952. Gunnar fylgdi þá tengdaföður sínum, Ás- geiri Ásgeirssyni, sem náði kjöri. Ut á við varð samt ekki mikið vart við sundrungu innan flokksins eftir kosningarn- ar 1971. Flokkurinn hafði að vísu tapað nokkru fylgi, fékk 36.2 prósent í stað 37.5 prósent. En miðað við allar aðstæður var þetta ekki slæmur árangur. Vinstri stjórn tók við völdum undir forsæti Ólafs Jóhann- essonar. Fljótlega tók að hrikta í stjórnar- samstarfinu og vorið 1974 splundraðist ríkis- stjórnin og þing var rofið. Sjálfstæðisflokk- urinn vann einn sinn mesta kosningasigur fyrr og síðar í kosningunum 1974, bætti við sig fimm prósentum atkvæða og fjórum þingmönnum. Slagorð flokksins fyrir kosn- ingarnar, „Varist vinstri slysin“, hitti í mark ~ enn hafði það sannast, að sögn forystu- manna flokksins, að án hans yrði landinu ekki stjórnað. Flokkurinn myndaði síðan stjórn með Framsókn og Geir varð forsætis- ráðherra. Enginn einn forystumanna flokksins naut oskoraðs trausts allra forystumanna. Gunn- ar og Geir sátu í öndvegi — og tortryggðu hvor annan. Því var það að ný regla var tekin upp við val á ráðherrum flokksins. í stað þess að formaðurinn geri tillögu um ráðherraefni var nú kosið án tillagna í þing- flokknum. Ráðherrar urðu auk Geirs, INNLEND STJÓRNMÁL Gunnar Thoroddsen, Matthíás Á. Mathies- en og Matthías Bjarnason. Geir neyddist til að deila forystu flokksins með öðrum, ekki síst Gunnari, sem jafnframt varaformenn- skunni varð formaður þingflokksins. Ýmsir aðilar fóru nú með hið æðsta vald í flokkn- um: forysta flokksins var kjörin á lands- fundi, frambjóðendur voru valdir í prófkjör- um en þingflokkurinn kaus ráðherra. Klofningur í aðsigi. Dæmið gekk upp — um stund. Síðan riðu áföllin yfir hvert af öðru. Mikill kosningaósigur og fall meirihlutans í Reykjavík 1978; einstrengingsleg og klaufaleg kosningabarátta („Leiftursókn- in“) og sérframboð á Suðurlandi (Eggert Haukdal) og Norðurlandi eystra (Jón Sól- nes) í kosningunum 1979; stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen 1980 og sérframboð á Vestfjörðum 1983 (Sigurlaug Bjarnadóttir). Flokkurinn klofnaði að vísu aldrei form- lega á þessu tímabili. Sprungurnar voru hins vegar víða. Forystan var orðin ósamstæðari og veikari; samheldni innan flokksins frem- ur lítil og ítök flokksins í þjóðlífinu fóru minnkandi. Hinir ýmsu aðilar í flokknum tóku nú misvísandi ákvarðanir: Geir var endurkjörinn formaður 1981 en hrapaði árið eftir niður í 7. sæti listans í Reykjavík í prófkjöri. Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðar- son urðu ráðherrar í ríkisstjórn Gunnars. Það hafði þó síst neikvæð áhrif á framgang þeirra innan flokksins. Eftir fall stjórnarinn- ar unnu þeir glæsilega prófkjörssigra og urðu efstir á lista flokksins í sínum kjördæm- um. Á Suðurlandi var Eggert Haukdal í þriðja sætinu. í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1983 voru semsagt bæði stjórnarsinnar og stjórn- arandstæðingar. Sumir þingmenn sem tóku þátt í prófkjörum flokksins voru meira að segja látnir gjalda þess í prófkjöri að hafa fylgt flokkssamþykktum um andstöðu gegn ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Þannig hafði Pálmi Jónsson í Norðurlandi vestra forgöngu um að Jón Asbergsson varaþing- maður og bæjarfulltrúi á Sauðárkróki féll í prófkjöri úr 3. í 6. sæti (hann hætti síðan afskiptum af stjórnmálum, flutti til Reykja- víkur og gerðist forstjóri hjá Hagkaupum). Á Vesturlandi var Jósef Porgeirsson þing- maður, annar stjórnarandstæðingur sem fékk á baukinn, neyddur til að gefa ekki kost á sér í prófkjöri flokksins - í stað hans kom Valdimar Indriðason, náinn samstarfs- maður Friðjóns Þórðarsonar. Inga Jóna Pórðardóttir, sem af mörgum var talin send í prófkjör á Vesturlandi til höfuðs Friðjóni, hlaut lítið fylgi. Pálmi og Friðjón héldu því ekki aðeins sínum sætum; þeir hreinsuðu líka til í flokknum sem hafði ályktað gegn þeim! Og meira að segja er mjög sennilegt að Pálmi verði ráðherra í næstu ríkisstjórn sem Sjálfsstæðisflokkurinn á aðild að. Ríkisstjórn Gunnars fór frá vorið 1983 eftir að hafa setið heilan vetur án þing- meirihluta. Vígstaða Sjálfstæðisflokksins virtist nokkuð góð; flokkurinn endurheimti meirihlutann í Reykjavík og gekk sameinað- ur til þingkosninga, bætti við sig ríflega Styrkur Alberts ALBERT Guðniundsson hefur frá árinu 1977 tekið þátt í prófkjörum fyrir þingkosn- ingar lijá Sjálfstæðisflokknum. Brautar- gengi lians hefur verið mikið, eins og sjá má á meðfylgjandi töflum. Stuðningur við hann var einnig umtalsverður í forsetakosn- ingunum 1980. Til glöggvunar skal þess getið, að árið 1979 er Albert í 2. sæti í prófkjöri en þá hafði reglum prófkjörs ver- ið breytt þannig að númerað var í sæti í stað þess að heildaratkvæðamagn væri látið ráða um sætisröðun. Árið 1977 hafði for- maður flokksins, Geir Hallgrímsson, lent í 2. sæti í prófkjöri, en með þessu móti náði hann 1. sætinu. í prófkjörinu 1982 varekki númerað í sæti fremur en áður og náði þá Albert 1. sætinu. Formaður flokksins lenti liins vegar í 7. sæti. Prófkjör 1977 1. Albert Guðmundsson, 75.7% atkvæða 2. Geir Hallgrímsson, 71.4% atkvæða Prófkjör 1979 1. Geir Hallgrímsson, 68.9% í sæti 2. Albert Guðmundsson, 67.5% í sæti Prófkjör 1982 1. Albert Guðmundsson, 73.9% atkvæða 2. Friðrik Sophusson, 69.5% atkvæða Prófkjör 1986 1. Albert Guðmundsson, 38.1% í sæti 2. Friðrik Sophusson, 34.8% í sæti Forsetakosningar 1980 Albert Guðmundsson hlaut 19.8% at- kvæða á landsvísu. Mest fylgi hafði hann í Reykjavík eða 24.6% gildra atkvæða í því kjördæmi. Næstmest var fylgi hans á Reykjanesi, 22.3%. í öðrum kjördæmum hlaut hann: Vesturland 14.5%, Vestfirðir 9.9%, Norðurland vestra 14.2%, Norður- land eystra 10.9%, Austurland 9.8% og Suðurland 20.9% gildra atkvæða. L 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.