Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 38

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 38
INNLEND STJÓRNMÁL MAGNUS REYNIR JÓNSSON ■ Fri&jón Þóröarson og Gunnar Thoroddsen. Friöjón varö ásamt Pálma Jónssyni ráöherra í ríkisstjórn Gunnars 1980-83 — ríkisstjórn sem Sjálfstæöisflokkurinn baröist mjög á móti. Þeir voru þó hvorugir látnir gjalda þess í prófkjöri heldur sigruöu glæsilega í sínum kjördæmum. þremur prósentum og myndaði ríkisstjórn með Framsókn. Enn gætti misræmis í ákvörðunum í flokknum. Geir féll út af þingi en þingflokkurinn kaus hann engu að síður sem ráðherra. Þingflokkurinn valdi tvo Reykjavíkurþingmenn sem ráðherra: Albert Guðmundsson sem skipaði 1. sæti listans og Ragnhildi Helgadóttur sem skipaði 5. sætið. Friðrik Sophusson skipaði hins veg- ar 2. sæti listans og var þar að auki varafor- maður flokksins — hafði sigrað Ragnhildi í kjöri um það embætti 1981. Geir gerði ekki tillögur um ráðherra flokksins fremur en áður. Á landsfundi 1983 var Porsteinn Páls- son kjörinn formaður flokksins en ráðherrar flokksins sátu áfram. Hvorki formaður flokksins né varaformaður áttu því sæti í ríkisstjórn, allt þar til Geir hætti og Þor- steinn varð fjármálaráðherra haustið 1985 eftir margra mánaða vandræðagang og þóf um „stólinn". Klofningurinn. Stofnun Borgaraflokksins og framboð hans í öllum kjördæmum boðar djúpstæðari klofning í Sjálfstæðisflokknum en virðist við fyrstu sýn. Orsakanna er að leita í mjög sérstæðu samspili kringum- stæðna, innan flokks og utan, og persónu- legra deilna, gamalla og nýrra. Til liðs við Albert Guðmundsson gengu ýmsir þeir, sem allt frá 1970 hafa átt í útistöðum við „flokks- eigendur“ í Sjálfstæðisflokknum. Borg- araflokkinn styðja margir stuðningsmenn Gunnars heitins Thoroddsen, svo sem Bene- dikt Bogason (í 4. sæti í Reykjavík) og Sveinn Björnsson (í heiðurssætinu í Reykja- vík). Þessir menn voru mjög handgengnir Gunnari. Benedikt var til að mynda lykil- maður í því að koma á því sambandi Gunn- ars við forystu Framsóknarflokksins (í gegn- um vin Benedikts, Guðmund G. Pórarins- son) sem leiddi til myndunar ríkisstjórnar- innar 1980. Óli P. Guðbjartsson, efsti maður Borgaraflokksins á Suðurlandi, hefur um langt árabil verið einn fremsti forystumaður Sjálfstæðisflokksins þar í sveit. Hann var Gunnarsmaður, tapaði fyrir Þorsteini Pálssyni í prófkjöri fyrir kosningarnar 1983 en skipaði þá 6. sæti listans. Efsti maður Borgaraflokksins á Reykjanesi er Júlíus Sólnes, sonur Jóns heitins Sólnes, sem var leiðtogi sérframboðs sjálfstæðisfólks í Norðurlandi eystra 1979, en þar er nú ekkja Jóns, Inga Sólnes, í heiðurssæti . Asgeir Hannes Eiríksson, fimmti maður á lista Borgaraflokksins í Reykjavík, hefur lengi barist við hlið Alberts. Ásgeir er náfrændi Ragnheiðar Hafstein, konu Jóhanns Haf- stein (móðir Ásgeirs Hannesar, Sigríður, og Ragnheiður eru systrabörn) og hefur ekki borið mikinn kærleika til flokkseigenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðan Geir Hallgrímsson varð fyrir ofan Jóhann, þá forsætisráðherra og formann flokksins, í prófkjöri 1970. Borgaraflokkurinn. Segja má að í Borg- araflokknum sé fyrst og fremst samankomið fólk úr þremur áttum: 1. Stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar, 2. Andófsöfl úr Sjálfstæðisflokknum í einstökum kjördæm- um, 3. Gamlir Gunnarsmenn úr Sjálfstæðis- flokknum. Allt frá 1970 hefur sundurlyndi vaxið í Sjálfstæðisflokknum og það hcfur brotist fram með margvíslegum hætti, en í kjölfar „Albertsmálsins“ náðu „utangarðs- öflin“ saman í fyrsta sinn, klufu flokkinn og stofnuðu nýjan stjórnmálaflokk. Ekki er sanngjarnt að álykta sem svo að stofnun Borgaraflokksins sé einungis hægt að rekja til persónulegra deilna innan Sjálf- stæðisflokksins - átökin eru ekki eingöngu um þingsæti og ráðherrastól. Borgaraflokkurinn telur sig vera boðbera sjálfstæðisstefnunnar, eins og hún var; álítur sig vera flokk hinna „sönnu sjálfstæðis- manna“, í andstöðu við harða og tilfinninga- lausa nýfrjálshyggju, sem forysta Sjálfstæð- isflokksins aðhyllist nú. Borgaraflokkurinn gengur þarna í fótspor Gunnars Thorodd- sen, sem einnig kvaðst fylgja sjálfstæðis- stefnunni gegn nýfrjálshyggju. | J 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.