Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 38
INNLEND STJÓRNMÁL
MAGNUS REYNIR JÓNSSON
■ Fri&jón Þóröarson og Gunnar Thoroddsen. Friöjón varö ásamt Pálma Jónssyni ráöherra í ríkisstjórn Gunnars 1980-83 —
ríkisstjórn sem Sjálfstæöisflokkurinn baröist mjög á móti. Þeir voru þó hvorugir látnir gjalda þess í prófkjöri heldur sigruöu
glæsilega í sínum kjördæmum.
þremur prósentum og myndaði ríkisstjórn
með Framsókn. Enn gætti misræmis í
ákvörðunum í flokknum. Geir féll út af
þingi en þingflokkurinn kaus hann engu að
síður sem ráðherra. Þingflokkurinn valdi
tvo Reykjavíkurþingmenn sem ráðherra:
Albert Guðmundsson sem skipaði 1. sæti
listans og Ragnhildi Helgadóttur sem skipaði
5. sætið. Friðrik Sophusson skipaði hins veg-
ar 2. sæti listans og var þar að auki varafor-
maður flokksins — hafði sigrað Ragnhildi í
kjöri um það embætti 1981. Geir gerði ekki
tillögur um ráðherra flokksins fremur en
áður. Á landsfundi 1983 var Porsteinn Páls-
son kjörinn formaður flokksins en ráðherrar
flokksins sátu áfram. Hvorki formaður
flokksins né varaformaður áttu því sæti í
ríkisstjórn, allt þar til Geir hætti og Þor-
steinn varð fjármálaráðherra haustið 1985
eftir margra mánaða vandræðagang og þóf
um „stólinn".
Klofningurinn. Stofnun Borgaraflokksins
og framboð hans í öllum kjördæmum boðar
djúpstæðari klofning í Sjálfstæðisflokknum
en virðist við fyrstu sýn. Orsakanna er að
leita í mjög sérstæðu samspili kringum-
stæðna, innan flokks og utan, og persónu-
legra deilna, gamalla og nýrra. Til liðs við
Albert Guðmundsson gengu ýmsir þeir, sem
allt frá 1970 hafa átt í útistöðum við „flokks-
eigendur“ í Sjálfstæðisflokknum. Borg-
araflokkinn styðja margir stuðningsmenn
Gunnars heitins Thoroddsen, svo sem Bene-
dikt Bogason (í 4. sæti í Reykjavík) og
Sveinn Björnsson (í heiðurssætinu í Reykja-
vík). Þessir menn voru mjög handgengnir
Gunnari. Benedikt var til að mynda lykil-
maður í því að koma á því sambandi Gunn-
ars við forystu Framsóknarflokksins (í gegn-
um vin Benedikts, Guðmund G. Pórarins-
son) sem leiddi til myndunar ríkisstjórnar-
innar 1980. Óli P. Guðbjartsson, efsti maður
Borgaraflokksins á Suðurlandi, hefur um
langt árabil verið einn fremsti forystumaður
Sjálfstæðisflokksins þar í sveit. Hann var
Gunnarsmaður, tapaði fyrir Þorsteini
Pálssyni í prófkjöri fyrir kosningarnar 1983
en skipaði þá 6. sæti listans. Efsti maður
Borgaraflokksins á Reykjanesi er Júlíus
Sólnes, sonur Jóns heitins Sólnes, sem var
leiðtogi sérframboðs sjálfstæðisfólks í
Norðurlandi eystra 1979, en þar er nú ekkja
Jóns, Inga Sólnes, í heiðurssæti . Asgeir
Hannes Eiríksson, fimmti maður á lista
Borgaraflokksins í Reykjavík, hefur lengi
barist við hlið Alberts. Ásgeir er náfrændi
Ragnheiðar Hafstein, konu Jóhanns Haf-
stein (móðir Ásgeirs Hannesar, Sigríður, og
Ragnheiður eru systrabörn) og hefur ekki
borið mikinn kærleika til flokkseigenda
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðan Geir
Hallgrímsson varð fyrir ofan Jóhann, þá
forsætisráðherra og formann flokksins, í
prófkjöri 1970.
Borgaraflokkurinn. Segja má að í Borg-
araflokknum sé fyrst og fremst samankomið
fólk úr þremur áttum: 1. Stuðningsmenn
Alberts Guðmundssonar, 2. Andófsöfl úr
Sjálfstæðisflokknum í einstökum kjördæm-
um, 3. Gamlir Gunnarsmenn úr Sjálfstæðis-
flokknum. Allt frá 1970 hefur sundurlyndi
vaxið í Sjálfstæðisflokknum og það hcfur
brotist fram með margvíslegum hætti, en í
kjölfar „Albertsmálsins“ náðu „utangarðs-
öflin“ saman í fyrsta sinn, klufu flokkinn og
stofnuðu nýjan stjórnmálaflokk.
Ekki er sanngjarnt að álykta sem svo að
stofnun Borgaraflokksins sé einungis hægt
að rekja til persónulegra deilna innan Sjálf-
stæðisflokksins - átökin eru ekki eingöngu
um þingsæti og ráðherrastól.
Borgaraflokkurinn telur sig vera boðbera
sjálfstæðisstefnunnar, eins og hún var; álítur
sig vera flokk hinna „sönnu sjálfstæðis-
manna“, í andstöðu við harða og tilfinninga-
lausa nýfrjálshyggju, sem forysta Sjálfstæð-
isflokksins aðhyllist nú. Borgaraflokkurinn
gengur þarna í fótspor Gunnars Thorodd-
sen, sem einnig kvaðst fylgja sjálfstæðis-
stefnunni gegn nýfrjálshyggju.
|
J
38