Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 40

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 40
INNLEND STJÓRNMÁL ■ Fri&rik Sophusson varaforma&ur Sjálfstæ&isflokksins varft í 2. sæti í prófkjöri 1982, en hlaut samt ekki rá&herradóm. Ragnhildur Helgadóttir var& rá&herra, en hún var& í 5. sæti í prófkjörinu. Dæmi um hversu ósamhljóma ákvar&anir hinna ýmsu stofnana flokksins eru or&nar. sýnir fátt betur hve Sjálfstæðisflokknum hef- ur hrakað en að flokkurinn skuli við þessar kringumstæður klofna. Meginástæðan fyrir klofningi Sjálfstæðis- flokksins felst því ekki í óhagstæðum ytri skilyrðum — ríkisstjórnin hefur til að mynda haldið vinsældum meðal þjóðarinnar. Or- sakanna er að leita í flokknum sjálfum, for- ystu hans og atburðarás „Albertsmálsins". Höfuðatriði er að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur eftir 1970 breyst þannig að útilokað er að leysa mál þessu lík án þess að flokkurinn skaðist stórlega. Stofnanir flokksins starfa ekki lengur á þann veg að líklegt sé að niðurstaða fáist í ágreiningsmálum sem flokksmenn telja sig skuldbundna til að hlíta. Sjálfstæðisflokkurinn brást við nýjum að- stæðum um 1970 með því að dreifa ákvarð- anatöku í málefnum flokksins. Ákvarðanir um framboð voru teknar í hverju kjördæmi, venjulega með pófkjöri; þingflokkurinn valdi ráðherra en landsfundur formann, varaformann og miðstjórn. Hvað eftir ann- að hefur þetta fyrirkomulag leitt til mót- sagnakenndrar niðurstöðu. Engin ástæða var til annars en búast við því að hið sama yrði uppi á tengingnum þegar formaður flokksins reyndi að taka á „Albertsmálinu“. Albert var líka látinn víkja sem ráðherra, en Þorsteinn taldi sig hins vegar ekki bera ábyrgð á Albert sem þingmanni og efsta manni á lista flokksins í Reykjavík. Þor- steinn sagði t.d. í viðtali við DV 25. mars sl.: „Framboðslistinn í Reykjavík var ákveðinn í prófkjöri. Á herðum formanns og þing- flokks hvíla þær skyldur að skipa menn til setu í ríkisstjórn en þeir hafa ekki með skipan einstakra framboðslista að gera.“ Nýr skilningur. Ný tíð? Þarna er kom- inn upp nýr skilningur á hlutverki flokks- stofnana. Raunar má spyrja hvort stjórn- málaflokkur sem tekur ekki sem heild ábyrgð á fulltrúum sem kjörnir eru af listum flokksins sé stjórnmálaflokkur í hefðbundn- um skilningi. Samkvæmt viðteknum lýðræð- ishugmyndum eiga stjórnmálaflokkar að leggja fyrir kjósendur valkosti. Flokkarnir eiga síðan að tryggja að fulltrúar sérhvers flokks framfylgi þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið og kjósendur hafa kosið um. Er síðan hægt að viðhalda trúnaði milli flokks og kjósenda, ef flokksforystan neitar í um- boði flokksins að deila ábyrgð á fulltrúum flokksins? Grafa ekki slíkir flokkar undan lýðræðinu, skapa glundroða og tortryggni? Auðvitað fór „Albertsmálið“ úr böndun- um og klaufaleg frammistaða Þorsteins Páls- sonar verður eflaust til þess að hitna tekur undir honum í formannsstólnum. Þorsteini hefur ekki tekist að vera sá leiðtogi, ákveð- inn og sveigjanlegur í senn, sem margir sjálf- stæðismenn telja að flokkurinn þarfnist um- fram margt annað. Ég hygg samt sem áður, að Þorsteinn hafi ekki orsakað klofninginn í flokknum — og ekki heldur Albert. Skýr- inga er mikið fremur að leita í þróun Sjálf- stæðisflokksins og íslenskra stjórnmála síð- ustu tvo áratugi. Nú hafa allir „gömlu" flokkarnir klofnað á tæplega 20 árum. Fyrst Alþýðubandalagið með stofnun Samtakanna, síðan Framsókn- arflokkurinn með brotthvarfi Möðruvell- inga og Alþýðuflokkurinn þegar Vilmundur stofnaði Bandalag Jafnaðarmanna. Klofningur Sjálfstæðisflokksins er því enn ein vísbendingin um að umbrotatímabilinu sem hófst kringum 1970 í íslenskum stjórn- málum er hvergi nærri lokið. Sjálfstæðis- flokkurinn reyndi að mæta nýjum kringum- stæðum með valddreifingu í flokknum. Klofningi varð þó ekki forðað. íslenska flokkakerfið er í upplausn. Vandi flokkanna er samt ekki fyrst og fremst hvernig eigi að taka á einstökum málum; hann er mikið djúpstæðari: í „Al- bertsmálinu" hefur mikið verið rætt um póli- tískt siðgæði; þar er kastljósinu eðlilega beint að gerðum eins stjórnmálamanns. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um siðferði stjórnmálaflokka. Hvaða hlut- verki er þeim ætlað að gegna í lýðræðisþjóð- félagi — og hvernig rækja þeir sitt hlutverk? ■ Eftir dr. Svan Kristjánsson 40

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.