Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 44

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 44
KOSNINGAÚRSLITIN ■ Svavar Gestsson: Leiöin hefur legift niftur á vift. a Þorsteinn Pálsson: Einnlg niftur á vift. fyrirhyggja7 GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR OGRÉTTUR AÐDRAGANDI eru forsendur þess að íbúðar- kaup eða -byggingar heppnist til hlítar. Vandaðu vel allan undir- búning svo nýja lánakerfið komi þér að sem bestum notum. Mundu, að vel skal það vanda, sem lengi á að standa. ^ HúsnæÖisstofnun ríkisins ildum Þjóðlífs innan Alþýðubandalagsins kostaði stutt auglýsing frambjóðenda flokksins á Reykjanesi sem birt var fjórum sinnum á Stöð 2, alls 200 þúsund krónur. Menn geta þá gert því skóna að auglýsinga- flóð Framsóknar hafi kostað hann nokkrar milljónir. Það eru engar ákveðnar reglur til um fjárreiður stjórnmálaflokka, þeir eru ekki framtalsskyldir en talið er að uppi muni verða kröfur um ákveðið skipulag í þessum efnum nú þegar nær taumlaus auglýsinga- mennska hefur haldið innreið sína í íslenska stjórnmálabaráttu. Athuganir sem gerðar hafa verið í Félagsvísindadeild Háskólans á áhrifum auglýsinga á gengi einstakra fram- bjóðenda í prófkjörum flokkanna benda til að árangurinn á því sviði sé samt minni en oft er haldið fram. Fyrir flokk geta auglýs- ingar þó verið vænlegar eins og flokksmenn Framsóknar fundu þegar skoðanakannanir sneru spáðu fylgishruni við á síðustu vikum kosningabaráttunnar, samfara látlausum auglýsingum á formanni og forystu- mönnum. „Það fór fram ómálefnaleg kosningabar- átta!“ Persónulegt skítkast!" „Hömlulaust auglýsingaskrum!“ Þessi ummæli voru höfð eftir ýmsum frambjóðendum í kosningun- um. Það var einkennandi að frambjóðendur beittu nú mjög nýjum stílbrigðum og auglýs- ingatækni í kosningabaráttunni. Lítið var vikið að afmörkuðum málefnum nema þeim einum sem snerta stóran hóp fólks — mörg atkvæði. Dæmi: Lánamál námsmanna, hús- næðismál, ójafnrétti á landsbyggðinni, og svo skattamál og efnahagsmál í mjög víðu en oftast óljósu og yfirborðskenndu sam- hengi. Kosningaslagorð hafa aldrei verið eins áberandi: „Flokkur með framtíð!" „Ör- yggi gegn upplausn!“ „Góðærið til fólksins!" „18 rauðar rósir á þing!“. Öll sjónvarps- framkoma helstu leiðtoga flokkanna var slípuð og þaulæfð. Fyrir fáum árum sátu frambjóðendur með töflur og blöð fyrir framan sig í sjónvarpskappræðum og pár- uðu látlaust á blað. Nú þykir enginn fram- bjóðandi gæfulegur til fulltrúastarfa í stjórn- málum nema hann svari hiklaust fyrir sig, mæli blaðalaust og komi óaðfinnanlega fyrir í fjölmiðlinum. KVENNASIGUR. Kvennalistinn tvöfald- aði þingfylgi sitt og fékk athygli í heimspressunni fyrir bragðið. Kvennalista- konur túlkuðu sigurinn sem skilaboð fólks um nýjar áherslur í íslenskum stjórnmálum. „Það vill nýja vídd í íslensk stjórnmál,“ var haft eftir Kristínu Einarsdóttur, sem er ein hinna nýju þingkvenna flokksins. Kvenna- listinn á sitt fylgi að langstærstum hluta meðal kvenna, þetta staðfesti könnun Félagsvísindastofnunar um miðjan apríl. Aðeins Alþýðubandalagið á meira fylgi meðal kvenna en karla í hópi hinna flokk- anna. Þingkonum fjölgaði nú í 13 en sú aukning er nær eingöngu vegna vaxtar Kvennalistans. Hann er tvímælalaust talinn hafa grætt á litlu framboði kvenna í örugg- um sætum hinna flokkanna.Þetta staðfestir a Stefán Valgeirsson, einn af sigurveg- urum kosninganna: Lætur málefnin ráfta. að gömlu flokkarnir þurfa að taka innri mál sín og starfshætti til endurskoðunar eins og flokksmenn Alþýðubandalags og Sjálfstæð- isflokks hafa viðurkennt eftir kosningaó- sigur sinn. Þetta má hafa til marks um hve aðlögunarhæfni gömlu fjórflokkanna að breyttum hugmyndum og aðstæðum í stjórn- málum hefur dalað og á sinn þátt í hruni gamla flokkakerfisins. Konum fjölgaði stórlega í sveitarstjórnum í kosningunum á síðasta ári á vegum gömlu flokkanna — þá tapaði Kvennalistinn, fékk inn einn fulltrúa á Selfossi og einn í Reykja- vík en missti rúmlega tvö prósent fylgi í borginni frá kosningunum 1982. FORMENN í FALLHÆTTU. Fyrir réttum tíu árum síðan var ungur og skel- eggur ritstjóri á Þjóðviljanum, Svavar nokk- ur Gestsson. Á sama tíma var annar ungur og ákveðinn lögfræðingur ritstjóri á Vísi, Þorsteinn Pálsson. Það átti eftir að liggja fyrir þessum upprennandi stjórnmála- mönnum að leiða höfuðandstæðinga stjórnmálanna, Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokk, á braut nýrra stjórnmála eftir endurnýjun í forystuliði flokkanna. Svavar, sem er 42 ára, varð Alþingismað- ur Reykvíkinga 1978, tók þá sæti í ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar og vakti þegar athygli fyrir skörulega tilburði í stjórnmál- um og skarpan málflutning. Hann leiddi Alþýðubandalagið í stjórnarmyndunarvið- ræðunum 1980 og varð formaður flokksins sama ár. Hann kom raunar fram með nýrri kynslóð sem tók við stjórnartaumum < flokknum 1978 þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningunum og fékk 14 þingmenn og 22.9% fylgi í Alþingiskosning- unum. Á þessum tæpu tíu árum hefur leiðin legið niður á við. Ósigurinn nú sýnir að flokkurinn hefur tapað um tíu prósentuni frá þeirri styrku stöðu sem flokkurinn hafði þegar ungu forystumennirnir tóku við 1978. 44

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.