Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 45

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 45
KOSNINGAÚRSLITIN ■ Kvennalistakonur fagna kosningasigri: Á ððrum nótum en gömlu flokkarnir. Óróleikinn innan flokksins magnast nú og talið er líklegt að Svavari verði vikið til hliðar en þá er spurt á móti: Hver á að taka v'ö? Aðrir ungir leiðtogar listanna s.s. á Norðurlandi eystra og Austurlandi hafa líka glutrað niður miklu fylgi. Breytir nokkru að skipta um forystu? Málefnalega hefurflokk- Urinn sýnt tvöfeldni og sköpum skiptu mátt- laus viðbrögð í verkfallinu stóra haustið 1^84, ákveðin viðurkenning á þríhliða sam- ráði ASÍ, VSÍ og ríkisstjórnar og kjara- samningunum. Það er dæmalaus niðurstaða ’yrir flokkinn að bíða ósigur með formann ASI á framboðslista í stærsta kjördæminu og la þá niðurstöðu úr könnun Félagsvísinda- stofnunar að vera, ásamt Kvennalista, með "i'nna fylgi meðal verkafólks en nokkur h'nna flokkanna. Það var óskiljanlegt ráðs- lag að halda halda einum af vinsælli stjórn- ^álamönnum landsins um þessar mundir frá öruggu sæti á framboðslista, Ólafi Ragnari Grímssyni - manni sem hefur haft mest að ^egja urn nýjar áherslur við stefnumótun u°kksins og vakið athygli erlendis fyrir 'amgöngu sína á vettvangi heimsmálanna. Þorsteinn Pálsson, sem verður fertugur á arinu, vakti athygli fyrir fastan og óbifandi málflutning sem framkvæmdastjóri VSÍ y?9 til 1983. Hann varð óvænt formaður jálfstæðisflokksins 1983 og þingmaður " Unnlendinga sama ár. Margir biðu spenntir . tlr því að þessir ungu pólitísku andstæð- "’gar tækjust á á stjórnmálasviðinu. Nú s*endur Þorsteinn í svipaðri stöðu og kollegi hans, Svavar. Flokkurinn er klofinn og með aðeins rúmlega fjórðung fylgis í fyrsta sinn í sögu sinni. Heimildamenn Þjóðlífs telja ör- uggt að formannsstaða Þorsteins sé nú mjög ótrygg. Traustsyfirlýsing þingmanna flokks- ins breyti þar litlu um. Sjálfstæðismenn eru öðrum hæfari til að breiða yfir innri átök með samstöðuyfirlýsingum og glæsifundum eins og sýndi sig best á landsfundinum í byrjun mars, aðeins nokkrum dögum fyrir klofning flokksins. HVER LEIÐIR VIÐRÆDURNAR? Nú sitja sennilega fleiri þingmenn en áður á Alþingi sem hafa uppi fyrirvara í samskipt- unum við bandaríska herinn. Kvennalistinn, Alþýðubandalagið og Borgaraflokkurinn hafa samanlagt 21 þingmann og innan Fram- sóknarflokksins má finna yfirlýsta herstöðv- arandstæðinga. Stefnubreytinga í mikil- vægum málum má vænta ef óvenjulegar málamiðlanir verða gerðar við stjórnar- myndun. Alþýðuflokknum er mikilvægt að komast í leiðandi stöðu í ríkisstjórn. Fyrst um sinn eru það Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn sem eru ráðandi í samsteypu- þreifingunum. Báðir vilja þó útiloka hinn og þetta skynjaði Jón Baldvin er hann upphóf stjórnarmyndunarumleitanir, þegar að af- loknum kosningunum. Kvennalistakonum er mikill vandi á höndum. Þær verða að vera reiðubúnar til að taka á sig stjórnarábyrgð en eru á nokkuð öðrum nótum en gömlu flokkarnir og ólíklegt er talið að saman gangi með þeim og Framsókn og Sjálfstæðis- flokki. Lítið hefur verið rætt um möguleikann á minnihlutastjórn. Þorsteinn og Steingrímur gætu þó auðveldlega framlengt núverandi stjórnarsamstarf, varist vantrausti og komið fram málum í sameinuðu þingi ef Stefán Valgeirsson veitir stjórninni stuðning sinn. Hann gerir það þó ekki nema hann fái eitt- hvað fyrir sinn snúð. í samtali við Þjóðlíf, nokkru fyrir kosningar, sagði hann: „Eg læt málefnin ráða og mun ekki styðja neina þá stjórn sem ekki býður upp á þau málefni sem ég get sætt mig við og þá án nokkurs tillits til þess hvaða flokkar kæmu þar við sögu.“ Önnur minnihlutastjórnarform eru vel hugsanleg í stöðunni og er ekkert fráleitt að slík stjórn kæmi málum fram með mála- miðlunum við þingmenn í stjórnarandstöðu. Það er líka ábyrgðarhluti að bera fram van- traust á ríkisstjórn, þó í minnihluta sé, ef ekki er boðið upp á skýran valkost í staðinn. Meginatriði þeirra þáttaskila sem nú hafa orðið í stjórnmálunum felst í því að æ meira mun bera á samningum, samráði og mála- miðlunum. Gömlu flokkarnir hafa misst kennivald sitt yfir fýlgismönnum sínum, kjósendur spyrja um árangur. ■ Eftir Ómar Friðriksson 45

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.