Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 45

Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 45
KOSNINGAÚRSLITIN ■ Kvennalistakonur fagna kosningasigri: Á ððrum nótum en gömlu flokkarnir. Óróleikinn innan flokksins magnast nú og talið er líklegt að Svavari verði vikið til hliðar en þá er spurt á móti: Hver á að taka v'ö? Aðrir ungir leiðtogar listanna s.s. á Norðurlandi eystra og Austurlandi hafa líka glutrað niður miklu fylgi. Breytir nokkru að skipta um forystu? Málefnalega hefurflokk- Urinn sýnt tvöfeldni og sköpum skiptu mátt- laus viðbrögð í verkfallinu stóra haustið 1^84, ákveðin viðurkenning á þríhliða sam- ráði ASÍ, VSÍ og ríkisstjórnar og kjara- samningunum. Það er dæmalaus niðurstaða ’yrir flokkinn að bíða ósigur með formann ASI á framboðslista í stærsta kjördæminu og la þá niðurstöðu úr könnun Félagsvísinda- stofnunar að vera, ásamt Kvennalista, með "i'nna fylgi meðal verkafólks en nokkur h'nna flokkanna. Það var óskiljanlegt ráðs- lag að halda halda einum af vinsælli stjórn- ^álamönnum landsins um þessar mundir frá öruggu sæti á framboðslista, Ólafi Ragnari Grímssyni - manni sem hefur haft mest að ^egja urn nýjar áherslur við stefnumótun u°kksins og vakið athygli erlendis fyrir 'amgöngu sína á vettvangi heimsmálanna. Þorsteinn Pálsson, sem verður fertugur á arinu, vakti athygli fyrir fastan og óbifandi málflutning sem framkvæmdastjóri VSÍ y?9 til 1983. Hann varð óvænt formaður jálfstæðisflokksins 1983 og þingmaður " Unnlendinga sama ár. Margir biðu spenntir . tlr því að þessir ungu pólitísku andstæð- "’gar tækjust á á stjórnmálasviðinu. Nú s*endur Þorsteinn í svipaðri stöðu og kollegi hans, Svavar. Flokkurinn er klofinn og með aðeins rúmlega fjórðung fylgis í fyrsta sinn í sögu sinni. Heimildamenn Þjóðlífs telja ör- uggt að formannsstaða Þorsteins sé nú mjög ótrygg. Traustsyfirlýsing þingmanna flokks- ins breyti þar litlu um. Sjálfstæðismenn eru öðrum hæfari til að breiða yfir innri átök með samstöðuyfirlýsingum og glæsifundum eins og sýndi sig best á landsfundinum í byrjun mars, aðeins nokkrum dögum fyrir klofning flokksins. HVER LEIÐIR VIÐRÆDURNAR? Nú sitja sennilega fleiri þingmenn en áður á Alþingi sem hafa uppi fyrirvara í samskipt- unum við bandaríska herinn. Kvennalistinn, Alþýðubandalagið og Borgaraflokkurinn hafa samanlagt 21 þingmann og innan Fram- sóknarflokksins má finna yfirlýsta herstöðv- arandstæðinga. Stefnubreytinga í mikil- vægum málum má vænta ef óvenjulegar málamiðlanir verða gerðar við stjórnar- myndun. Alþýðuflokknum er mikilvægt að komast í leiðandi stöðu í ríkisstjórn. Fyrst um sinn eru það Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn sem eru ráðandi í samsteypu- þreifingunum. Báðir vilja þó útiloka hinn og þetta skynjaði Jón Baldvin er hann upphóf stjórnarmyndunarumleitanir, þegar að af- loknum kosningunum. Kvennalistakonum er mikill vandi á höndum. Þær verða að vera reiðubúnar til að taka á sig stjórnarábyrgð en eru á nokkuð öðrum nótum en gömlu flokkarnir og ólíklegt er talið að saman gangi með þeim og Framsókn og Sjálfstæðis- flokki. Lítið hefur verið rætt um möguleikann á minnihlutastjórn. Þorsteinn og Steingrímur gætu þó auðveldlega framlengt núverandi stjórnarsamstarf, varist vantrausti og komið fram málum í sameinuðu þingi ef Stefán Valgeirsson veitir stjórninni stuðning sinn. Hann gerir það þó ekki nema hann fái eitt- hvað fyrir sinn snúð. í samtali við Þjóðlíf, nokkru fyrir kosningar, sagði hann: „Eg læt málefnin ráða og mun ekki styðja neina þá stjórn sem ekki býður upp á þau málefni sem ég get sætt mig við og þá án nokkurs tillits til þess hvaða flokkar kæmu þar við sögu.“ Önnur minnihlutastjórnarform eru vel hugsanleg í stöðunni og er ekkert fráleitt að slík stjórn kæmi málum fram með mála- miðlunum við þingmenn í stjórnarandstöðu. Það er líka ábyrgðarhluti að bera fram van- traust á ríkisstjórn, þó í minnihluta sé, ef ekki er boðið upp á skýran valkost í staðinn. Meginatriði þeirra þáttaskila sem nú hafa orðið í stjórnmálunum felst í því að æ meira mun bera á samningum, samráði og mála- miðlunum. Gömlu flokkarnir hafa misst kennivald sitt yfir fýlgismönnum sínum, kjósendur spyrja um árangur. ■ Eftir Ómar Friðriksson 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.