Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 47
Stjórnarmyndun 87
Þáttaskil og nýjar leikreglur?
Stjórnmálaforingjar spá stjórnarkreppu.tíöum stjórnarskiptum og sundurlyndi
KLOFNINGUR Sjálfstæðisflokksins, fram-
boð Borgaraflokksins, styrk staða Kvenna-
listans og vaxandi kjósendalausung og sér-
framboð hefur skelft forystumenn gömlu
fjórflokkanna. „í stað festu og stöðugleika
tVeggja flokka ríkisstjórna eru nú uppi tímar
óstöðugleika, sundrungar og fjölflokka-
stjórna, þar sem hver höndin verður upp á
roóti annarri," segja talsmenn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar. Peir geta trútt um
talað; aldrei í 60 ára sögu íslenskra flokka-
stJórnmála hefur það gerst að báðir þessir
flokkar hafi staðið samtímis í stjórnarand-
stöðu. Annar hvor, eða báðir, hafa þeir
setið í öllum meirihlutaríkisstjórnum þessa
t'mabils. Samanlögð stjórnarseta Framsókn-
arflokks er tæplega 41 ár, samanlögð seta
Sjálfstæðisflokks um 40 ár. Stjórnarmynstrin
hafa í aðaldráttum verið: tveggjaflokka-
stjórn til hægri (Sjálfstæðisflokkur með kröt-
um eða Framsókn) eða þriggja flokka stjórn
t'l vinstri (undir forystu Framsóknar). Við-
óurðarás síðustu vikna og kosningaúrslitin
sýna hins vegar þáttaskil í íslenskum stjórn-
málum, þáttaskil sem eiga sér að vísu að-
draganda í auknu umróti undanfarin 10 til 15
ár, en valda því að samsteypumyndanir og
sambúð stjórnarflokka í ríkisstjórnum næstu
árin, munu taka verulegum breytingum.
Þorsteinn Pálsson hefur vísað til Ítalíu í varn-
aðarorðum sínum og sagt að hér geti komið
upp svipað stjórnleysisástand og þar hefur
ríkt með stjórnarkreppum og skammlífum
ríkisstjórnum. í fljótu bragði sýnist það ekki
vera glæsileg fyrirmynd; á lýðveldistímanum
1944 til 1987 hafa setið 13 ríkisstjórnir hér á
landi, á sama tímabili hafa 45 ríkisstjórnir
setið á Ítalíu, að meðaltali hafa fimm ríkis-
stjórnir verið við völd á Ítalíu á milli hverra
kosninga.
Brosleg dæmi. Það broslega við þessar
tilvísanir til ftalíu nú er að sterkir áhrifa-
menn í Sjálfstæðisflokknum hafa áður litið
til ítalskra samsteypustjórnmála þegar
stjórnarmyndun stendur fyrir dyrum hér á
landi. Og þá í jákvæðum dúr. 1979 skrifaði
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðs-
ins, risagrein í blað sitt undir fyrirsögninni
„Sögulegar sættir" og boðaði þar að nú væri
kominn tími til að höfuðandstæðingarnir
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag tækju
höndum saman, þvert yfir pólitískar átaka-
línur, og mynduðu ríkisstjórn. Málamiðlun
tækist í anda Nýsköpunarstjórnarinnar sem
var við völd frá 1944 til 1947. Hugmyndin
„sögulegar sættir“ er þó beinlínis þýðing á
kjörorði ítalskra stjórnmála á seinasta ára-
tug,(Compromesso storico) þar sem „sættir"
tókust með Kristilegum demókrötum og
kommúnistum sem studdu stjórn hinna fyrr-
nefndu um hríð.
1 kosningabaráttunni nú vöruðu hins veg-
ar forystumenn við því að ný staða í stjórn-
málum hér á iandi,þar sem skoðanakannanir
bentu til að ekki yrði hægt að mynda tveggja
flokka stjórn, leiddi sundrungarástand yfir
þjóðina. Þorsteinn Pálsson setti dæmið upp
þannig að sterk staða Sjálfstæðisflokksins
undanfarna áratugi í tveggja flokka ríkis-
stjórnum hefði tryggt stöðugleika í stjórn-
málum til mótvægis við nokkrar skammlífar
47