Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 53

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 53
I N N L E N T „Ég hef talsvert átt kost á aö kynna mér fyrirtæki í tímaritaútgáfu á Norðurlöndun- um, í Evrópu og Bandaríkjunum og lesið mér mikið til um þessi mál. Það hefur sýnt sig að sama þróun á sér stað alls staðar sem er einfaldlega sú að þau tímarit sem ganga vel eru þau sem hafa skýrt afmarkaðan markhóp sem þau höfða til. Þau blöð sem eru á sem almennustu sviði eiga mest í vök að verjast. En eitt tímarit hjá okkur brýtur þetta lögmál. Það er Mannlíf sem er eina tímaritið af þessum 17 blöðum sem er á almennu sviði en gengur samt gríðarlega vel.“ Ganga öll þessi tímarit vel þrátt fyrir fjöl- miðlabylgjuna sem gengur nú yfir? „Það er alveg ljóst að þessi kaup eru gerð til að auka hagkvæmni fyrirtækisins,“ svarar Magnús og heldur áfram: „Meiri stærð og aukið magn leiðir af sér meiri hagkvæmni ef hægt er að halda utan um það stjórnunarlega séð. Það er til dæmis erfitt að reka Fjölni sér með hagnaði en það er vel hægt að reka öll þessi blöð með góðum hagnaði inni í Frjálsu framtaki og það tryggir þá það sem er okkar aðal markmið að borga há laun og að standa í skilum.“ Fyrirtœkið heitir Frjálst framtak en býr það við nokkra frjálsa samkeppni eftir þenn- an samruna með öll þessi blöð innanborðs og á einni hendi? „Ég hef aldrei hugsað beinlínis um það hvort um er að ræða einhverja samkeppni. Ég hef aðeins unnið ötullega að því hvort hægt er að finna meiri hagkvæmni, standa í skilum og borga góð laun. Það er aðalmark- mið mitt og ef ég finn einhverjar leiðir til að halda áfram þeirri hagkvæmu útgáfu sem ég hef staðið fyrir undanfarin ár og tryggt það eftirleiðis þá geri ég það. Ég hef aldrei hugs- að dæmið á þann hátt hvort ég er að þurrka út einhverja samkeppni eða ekki. Flestir á ritstjórnum tímarita Fjölnis halda starfi sínu og allt skrifstofufólkið nema tveir eða þrír starfsmenn sem kusu að hætta þegar sameiningin átti sér stað.“ ■ Eftir Ómar Fribriksson * ■ eina sæng. 17 blöð á einni hendi Frjálst framtak kaupir tímaritaútgáfu Fjölnis VERULEG tíðindi áttu sér stað á ís- lenskum tímaritamarkaði í aprílmánuði þeg- ar tímaritaútgáfan Frjálst framtak hf. keypti allan rekstur tímaritaútgáfunnar Fjölnis hf. Lftir sameininguna er heildarfjöldi þeirra bmarita sem Frjálst framtak gefur út 17 ‘alsins. Frjálst framtak hefur gefið út tímaritin Nýtt líf, Frjáls verslun, Sjávarfréttir og Iðn- aðarblaðið, svo nokkur séu nefnd, en nú j’ætast í hópinn kunn blöð s.s. Mannlíf, "óndinn, Hús og garðar, og Viðskipta- og ‘olvublaðið. Haft var eftir einum stærsta eiganda Fjölnis hf. þegar sameiningin átti sér stað, að útgáfa tímaritanna hefði verið orðin mjög umfangsmikil og annað hvort oefði þurft að auka hlutafé og ráðast í stór- elld tækjakaup fyrir útgáfuna eða selja reksturinn þegar tilboð Magnúsar Hregg- 'ðssonar stjórnarformanns Frjáls framtaks °m skyndilega upp - kaupin gengu saman Pegar í stað. Magnús Hreggviðsson réðist þegar í mikla endurskipuiagningu á öllum rekstrinum. “ rjálst framtak kaupir ekki Fjölni hf. held- r eingöngu rekstur þeirrar útgáfu, þ.e. keypt eru öll blöðin sem Fjölnir hefur gefið út, rekstur og fjármunir á ákveðnu verði en engar skuldir yfirteknar," segir hann í sam- tali við Þjóðlíf. „Við munum halda áfram útgáfu allra tímaritanna en draga úr útgáfu- tíðni nokkurra þeirra. Hús og garður mun koma út sex sinnum á ári en ekki átta sinn- um eins og var, einnig munum við fækka útgáfu Viðskipta- og tölvublaðsins úr átta í sex á ári, Bóndinn fer líka úr átta í sex og Fréttablað iðnaðarins úr sex til sjö í fjögur. Útgáfutíðni Mannlífs verður óbreytt tíu blöð á ári. Við munum finna starfsfólki Fjölnis störf inni í rekstri og stjórnun á skrifstofum og ritstjórnaraðstöðu Frjáls framtaks í Ármúla 18. Öll starfsemi og ritstjórn Frjáls framtaks verður hins vegar flutt upp í Bíldshöfða þar sem Fjölnir hefur haft aðstöðu sína. Það verður því haldið áfram að gefa út öll þau tímarit sem þessi útgáfufyrirtæki hafa verið með og engum blöðum steypt sarnan," segir Magnús. Flest þessi blöð eru á fremur sérhœfðum sviðum, er það lykillinn að útgáfu tímarita í dag að halda sig við ákveðna lesendahópa? TEFLDU (—< ) EKKI Á TVÆR HÆTTUR með því að gera kaupsamning um íbúð áður en þú hefur fengið skriflegt lánsloforð frá okkur. Það er okkar sameiginlega áhugamál að þú lendir ekki í vandræðum. Húsnæðisstofnun ríkisins 53

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.