Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 56

Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 56
I N N L E N T Vandi hitaveitna framlengdur Skuldir skipta hundruðum milljóna VANDI NOKKURRA hitaveitna á lands- byggðinni hefur verið gífurlegur. Gjaldskrár þeirra meira en þrisvar sinnum hærri en t.d gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur. Heildar- skuldir hitaveitna Vestmannaeyja , Eyra og Rangár skipta hundruðum milljóna, skuldir hitaveitna Borgarness, Akraness og Akur- eyrar nema samtals tæpum fjórum milljörðum króna. Hitaveitur þær sem eiga í mestum vand- ræðum eru yfirleitt nýjar, og efnahagserfið- leikar þeirra stafa fyrst og fremst af hækkun dollars á árunum 1980 til 1985 og miklum vaxtahækkunum. Ríkisstjórnin hafði það á stefnuskrá sinni að jafna hitunarkostnað í landinu og leysa úr þessum mikla byggðavanda sem hefur gert sitt til að ýta undir fólksflótta frá lands- byggðinni. Tekið var loks á málinu í mars- lok er ríkisstjórnin ákvað að veita stærstu hitaveitunum aðstoð ríkissjóðs til að fram- lengja vandann — skuldbreytingu í lang- tímalán. Þá ákvað ríkisstjórnin að taka hluta af skuldum Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar yfir á ríkissjóð allt að 175 milljónum króna. Fjármálaráðherra, Porsteinn Páls- son, lýsti því yfir að nú gætu þessar hita- veitur lækkað afnotagjöld sín um 20% svo verðskrá þeirra væri hin sama og útsöluverð hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Auk þessa var ákveðið að ríkissjóður veitti litlu hitaveitun- um, sem átt hafa í miklum vanda, svipaða fyrirgreiðslu. Bæjarráð Akureyrar mótmælti þegar sam- þykkt ríkisstjórnarinnar og taldi hana ekki fela í sér neina lausn á vanda Hitaveitu Akureyrar. Þó var gengið í það að bjarga því sem bjargað verður með fyrirgreiðslu ríkisins og tók Hitaveita Akureyrar 32 millj- óna dollara lán (rúmlega einn milljarður króna) í London í fyrri hluta apríl og er nýja lánið hagstæðara en eldri lán sem hvíla á Hitaveitunni og er til tíu ára. Verður það notað til að greiða niður óhagstæðari lán í dollurum og svissneskum frönkum en eftir stendur þó stór skuldabaggi Hitaveitunnar því heildarskuldir hennar nú nema 2.2 milljörðum króna. Fiskar og bóksala I Bein tengsl? EINS OG ALLIR vita eru íslendingar ein- staklega mikil bókaþjóð. Hér seljast að jafn- aði fleiri bækur pr. mann en þekkist í ná- grannalöndum okkar — og þótt víðar væri leitað. Stundum blæs þó ekki byrlega fyrir „bókinni“. Á árunum 1982 og 1983 datt bóksala mjög niður en á árinu 1985 tók hún aftur kipp upp á við og í fyrra varð metsala. Nú kunna skýringar á þessu að vera marg- ar og eflaust flóknar. Eitt er þó alveg víst í þessu dæmi; skýringarinnar er ekki að leita til opinberra styrkja til bókaútgáfu í landinu, því þeir eru nánast engir. Sú skýring sem oftast er nefnd er efnahagur alls þorra manna. Þá er sagt sem svo, að þar sem bækur séu fremur dýrar láti fólk þær fjúka einna fyrst þegar harðnar á dalnum. Benda má á sambandið milli fiskveiða og bóksölu í landinu. Árin 1980 og 1981 varð metfiskafli hér á landi — og þá gekk bóksala vel. Árin 1982 og 1983 varð veiði hins vegar skelfilega lítil, eða aðeins 8-9000 tonn. Næstu tvö árin þar á eftir vegnaði bókinni mjög illa. Árin 1984 og 1985 veiddist hins vegar mun betur, eða 15-1700 tonn — og bóksalan tók fjörkipp. Þetta sýnir okkur enn og aftur hvað fiskaflinn er þýðingar- mikill fyrir landsins börn. Bóksalan í landinu er háð kaupum og kjörum alþýð- unnar hverju sinni, en þau ráðast aftur (oft- ast) af fiskveiðunum. ■ Eftir Árna Sigurjónsson Ólíkar menningarstefnur Hvergi hærri söluskattur af í GRANNLÖNDUM okkar er það álitin nauðsynleg menningarstefna að styðja við bókaútgáfu, og það hjá þjóðum sem telja milljónir og jafnvel tugmilljónir íbúa. Öðru vísi er þessu varið hér á landi, því fullur söluskattur er settur á bækur, þótt það sé annars almennt viðurkennt að innlend bóka- framleiðsla spili mikilvæga rullu í menning- arlífi landsins. Hér að neðan getur að líta töflu sem sýnir söluskatt á bókum í nokkr- um grannlöndum okkar, söluskatt almennt og íbúafjölda. Af henni sést, að ísland sker bókum en hér sig verulega úr — hvergi er söluskatturinn af bókum hærri en hér. Nefna má að auki að Grikkir og Norð- menn leggja engan söluskatt á bækur, þrátt fyrir að þessar þjóðir séu mun fámennari en þær sem hér er getið (að íslandi auðvitað undanskildu). Almenna reglan virðist vera sú, að því fámennari sem þjóðin er þeim mun meiri ástæðu sjá yfirvöld til að minnka söluskatt á bókum. ■ Eftir Árna Slgurjónsson Sölu- Sölu- íbúa- skattur skattur fjöldi Land á bókum almennt 1983-1984 Stóra-Bretland 0% 7>/2-15% 56.377.000 Ítalía 2% 12-18% 56.983.000 Holland 4% 18% 14.420.000 V-Þýskaland 6'/2% 13% 61.181.000 Frakkland 7% 23-33% 54.947.000 Island 25% 25% 237.000 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.