Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 59

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 59
I N N L E N T Ungbarnanudd Nýjung meðal íslenskra mæðra ■SLENSKAR mæður ungbarna í Reykjavík og nágrenni eiga þess nú kost að komast á námskeið í ungbarnanuddi þar sem kennd eru ævagömul handbrögð indverskra mæðra. Fyrir námskeiðinu stendur Ragn- heiður Þormar, en hún lærði ungbarnanudd í Kaupmannahöfn og fannst tilvalið að breiða út þá þekkingu meðal landsins kvenna. Franski læknirinn Leboyer, sem þekktur er m.a. fyrir frönsku fœðingaraðferðina, flutti ungbarnanuddið heim með sér frá Ind- ■andi, en þar í landi hafa konur um langa hríð örvað ung börn sín með nuddi og telst þetta hluti af daglegri umhirðu ungbarna. Leboyer gaf meira að segja út bók um þetta sem á ensku kallast „Loving Hands". En það er í gegnum Bandaríkin sem ungbarna- nuddið fer nú sem eldur í sinu um vestur- •önd. Þar byggði kona ein upp kennslupróg- famm í ungbarnanuddi og er nuddið orðið útbreitt þar í landi og er að skjóta rótum í Evrópu. Tilganginn með nuddinu segir Ragn- heiður Þormar vera þann að stuðla að vellíð- an barnanna. Nuddið sé bæði til líkamlegrar uppbyggingar en kannski ekki síður til efl- 'ngar tengsla milli barns og foreldra - líkt °germ.a. hliðarhlutverk brjóstagjafar. Hún segir að 20 mínútna nudd á dag sé nægjan- |egL þannig að stressaðir foreldrar með lít- 'nn tíma ættu ekki að láta það aftra sér frá nuddinu. Þetta er, að sögn Ragnheiðar, af- skaplega gott fyrir öll börn, en þó megi henda á að magakveisubörn hafi einstaklega gott af slíku nuddi svo og fyrirburðir. Nudd- 'ð geta foreldrar veitt börnum sínum fram eftir öllum aldri og jafnvel hvort öðru, þótt úlíkum aðferðum sé þá beitt. Ragnheiður segist hvergi hafa auglýst ung- harnanuddið en þó sé aðsóknin mikil. Hún Segist hafa orðið vör við viðhorfsbreytingu J^eðal foreldra á síðustu árum; foreldrar vilji *eggja mikla rækt við börnin sín, sérstaklega hpnur, en mikil útivinna hamli því og síðan h'tt að lítið tillit er tekið til barna opinber- lega, t.d. í sambandi við dagvistarheimili, skipulag útivistarsvæða og varðandi skóla- tlma. En í nuddinu hjá Ragnheiði geta mæð- ungra barna a.m.k. fengið klukkutíma hvfld frá daglegu amstri í rólegu og hlýlegu npdrúmslofti þar sem allt miðast við þarfir lns unga einstaklings. " Eftir Aufti Styrkársdóttur Kynntu þér APEX-fargjöldin h innanlandsflugi Flugleida hjá næstu söluskrifstofu fólagsins, umboðsmanni eöa ferðaskrifstofu. FLUGLEIDIR ■ Ragnhei&ur Þormar lei&beinir. Linda Hannesdótt- ir nuddar Jóhann Leó. 3 ■ ^ ^ r ferðir naUfó|kÍMÓ1aít)ö|rnarðra b^ð>. íjJ' J uifl rflá nefn3’ m\^t£oí FERÐA SKRJFSTOFA STUDENTA HrtngbrauL síml 16850 Við erum ferðaskrifstofa allra sem ekki vaða í peningum. 59 TlMABÆR

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.