Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 61

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 61
F Ó L K MAGNUS REYNIR JÓNSSON ysa þessu yfir í hita kosningabaráttunnar Se,n nauðsynlegu framtíðarmarkmiði? ”Það þarf að grípa í taumana strax vegna Pj-ss að þetta er óhjákvæmilegt ef við ætlum ki að fara í gegnum þær strúktúrbreyting- ^ sern yfirvofandi fólksfækkun hefur í för eö s^r- Ég lýsi þessu allt eins yfir sem ■nnurekandi út frá eigingjörnu sjónar- miði, því frumspretta hagvaxtar í hverju þjóðfélagi felst í fólksfjölgun. Hún stýrir eftirspurninni, sem aftur ákvarðar mark- aðinn.“ Eru flokkssystkini þín sammála þessari stefnu? „Ég hef rætt þetta innan flokksins og menn taka þessu vel,“ segir hann. „Svo má benda á, að á síðasta þingi var samþykkt frumvarp sem Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðismálaráðherra lagði fram á Alþingi um lengingu fæðingarorlofsins í sex mánuði og það er gott sem fyrsta skref í þessu máli. En ég hef þó á tilfinningunni að meira þurfi til. Auk þess þarf að hefja umræðu í þjóðfé- laginu um þessi mál meira en verið hefur." Samt hefur Sjálfstœðisflokkurinn ekki haft þessi mál á forgangslista sínum hingað til, heldur talið að félagslegt kerfi afþessu tagi sé ríkinu of dýrt þegar harðnar í ári íþjóðarbú- skapnum. Mér sýnist þú hins vegar snúa þessu við og gera uppbyggingu dagheimila og lengingu fœðingarorlofs að einni mikil- vœgustu forsendu hagvaxtar og fyrir efna- hagspólitík í framtíðinni. „Eg tel, að þetta sé stór þáttur í þjóðmála- pólitík í framtíðinni og muni geta haft veru- leg áhrif á þróun atvinnu- og efnahagsmála í landinu. Þetta hefur ekki verið áhyggjuefni fyrr en á seinustu árum vegna þess að þjóð- inni hefur fjölgað og vöxturinn leitt af sér efnahagsvöxt á öllum sviðum þjóðfélagsins. Fækkun þjóðarinnar þýðir hins vegar mikla röskun, m.a. í efnahagslífinu. Þetta er líka hluti af þeirri grundvallar- breytingu sem hefur átt sér stað í þjóðfé- laginu á seinustu árum og þeirri þróun, að konur ætla sér hlutdeild á vinnumarkaðnum. Því verður ekkert breytt og við verðum að sníða þjóðfélagið að þessum hugsunar- hætti.“ En telurðu þá ekki sem áhrifamaður innan samtaka atvinnurekenda að þessi mál eigi að fá framgang í kjarasamningum? „Jú, þetta eru fyrst og fremst kjarasamn- ingsatriði, enda hafa þau verið uppi í kjara- samningum á hverjum tíma og ýmislegt hef- ur verið að gerast í þeim efnum. í febrú- arsamningunum 1986 var t.d. í fyrsta skipti skilgreint í samningum að foreldrar gætu notað hluta af veikindaréttindum sínum til að vera heima hjá börnum sínum í veikind- um þeirra. Það er dæmi um skref í þessa sömu átt.“ Víglundur Þorsteinsson segir, að frum- kvæðið að félagslegum málum sem þessum þurfi ekkert endilega að koma frá samtökum launafólks. „Vinnuveitendur eru ekkert allt- af að tregðast við, eins og sumir halda. Vinnuveitendur geta li'ka komið auga á skynsamlega hluti,“ segir hann. Að lokum, Víglundur. Nú ert þú að hella þér út í pólitíkina og ert á framboðslista Sjálfstœðisflokksins á Reykjanesi. Mega menn búast við að sjá iðnrekanda úr hœgri flokki stíga í rœðustól á Alþingi og mœla fyrir frumvarpi um lengingu fœðingarorlofs og fjölgun dagheimila ef þú nœrð þingsœti? „Eg er þeirrar skoðunar, að í aðalatriðum eigi þessi mál ekki að vera löggjafaratriði heldur kjarasamningamál, en löggjafinn þarf þó að einhverju leyti að koma inn í þetta að því er varðar t.d. orlof til heima- vinnandi fólks og til að höggva á þá lúxus- staðla sem ég talaði um varðandi dagheimil- in. Og þá mega menn jú allt eins búast við frumvarpi. Það er aldrei að vita.“ ■ Eftir Ómar Friðriksson 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.