Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 63
F Ó L K
MAGNÚS REYNIR JÓNSSON
Fyrrum framkvæmdastýra Póstmannafélagsins bak vi& búðarboröiö.
Úr verkalýðsfélagi
> verslunarrekstur
^Etlar aö láta þetta takast
J*AO ER LÖNG LEIÐ frá skrifstofuborði
'ýrkalýðsfélags í verslunarrekstur. Flestum
■nnst hún eflaust fáránlega löng og ekki
J’énia fyrir einbeittasta fólk að leggja það
l‘lr|d undir fót. Guðrún Þorbergsdótlir á það
‘,nd nú að baki: fyrrum framkvæmdastjóri
°stmannafélagsins hefur fest kaup á versF
Garn-gallerí við Skólavörðustíg í
Frá því ég sá hana fyrst hefur mér þótt
^ u°rún Þorbergsdóttir með glæsilegustu
°num bæjarins; há og grönn og tíguleg í
e,s' ~ °g úvallt glæsilega klædd. Hitt vissi ég
0 1 fyrr en eftir langan tíma að hún hannar
g sníður mikið af sínum fötum og saumar
‘ln að auki. Eða prjónar.
v var áhugi hennar á prjónaskap sem
c r l'l þess að kveikja hjá henni þá hug-
mynd að festa kaup á verslun til að selja
hugmyndir sínar. „Eg hef trú á því að ég geti
gert góða hluti í þessu,“ segir hún brosandi
og vísar á bug að hún hafi miklar áhyggjur af
þessu stóra stökki sínu. „Og mig langar til
þess að láta reyna á hvort ég get þetta.
Einnig langar mig til að verða sjálfs mín
herra. Ég hef starfað mjög lengi hjá öðrum
og fannst kannski tími til kominn að fara út á
sjálfstæðar brautir."
Hún segist aldrei fyrr hafa fengist við neitt
þessu líkt. „Það er eitt að prjóna fyrir sjálfan
sig og annað að ætla að lifa á því. Þetta er
nokkuð framandi heimur fyrir mig, því er
ekki að neita. En þetta er óneitanlega
skemmtilegt og ég hlakka mjög tii að fást við
þetta. Ég ætla að láta þetta takast.“
Guðrún keypti verslunina 1. desember og
í byrjun mars fór hún að starfa alfarið við
rekstur hennar. Hún segir að leiðbeining-
arstarf í sambandi við garn og prjónaskap
verði að vera mjög mikið í slíkum verslun-
um. Það eru margar konur sem vilja prjóna
en hafa kannski ekki áræðni til að hanna
sjálfar eigin peysur og því handhægt að fá
góðar uppskriftir og góðar leiðbeiningar.
„Nei, ég held að prjónaskapurinn deyi
aldrei,“ segir Guðrún aðspurð. „Þrátt fyrir
vinnu kvenna utan heimilis mun hann lifa.
Bæði er sköpunarþörfin rík í okkur öllum og
síðan finnst engum verra að fá flíkur sem eru
öðru vísi en þær sem fá má í verslunum.
Prjónaskapurinn er vitaskuld ekki sú búbót
sem hann var áður, og nú má segja að hann
sé okkur fyrst og fremst til ánægju. Samt er
enn talsvert ódýrara að prjóna heldur en að
kaupa tilbúna peysu".
Garnið í Gallerí Garn er aðallega tvenns
konar; annars vegar ítalskt frá Casa Fendi og
hins vegar belgískt frá Ret og vrang. Greini-
legt er á öllu að pastellitir verða allsráðandi í
sumar og Guðrún var í óða önn við að leggja
inn pantanir og hanna peysur fyrir versl-
unina.
■ Eftir Auöi Styrkársdóttur
63