Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 66

Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 66
Sagan Apríl-maí 1985 «*- Nabisco Brands ræður Shearson Leh- man Brothers til að ráðleggja sér í samrun- aviðræðum við R. J. Reynolds. Ira Sokol- ow, fjármögnunarbankamaður hjá Shear- son, segir Dennis Levine, sem vinnur hjá Drexel Burnham Lambert, frá viðræð- unum. «w Houston Natural Gas sækir fjármálaráð- gjöf til fyrirtækisins Lazard Fréres vegna yfirtökutilboðs frá InterNorth. Robert Wilkis, starfsmaður Lazard Fréres, lætur Dennis Levine hjá Drexel vita. m- Levine lætur Boesky vita um báða þessa samninga. Boesky kaupir 337.000 hluti í Nabisco og 301.000 hlut í Houston Natural Gas og græðir 320 milljónir á nokkrum vikum. Janúar-febrúar 1986 m- David Brown, fjármögnunarbankamað- ur hjá fyrirtækinu Goldman Sachs, segir Sokolow sem síðan segir Levine frá hug- leiðingum FMC um endurfjármögnun. Le- vine kemur boðum til Boesky sem nær 40 milljónum út úr kaupum og sölum. Apríl 1986 m- Boesky samþykkir að greiða Levine prósentur af gróðanum á Nabisco, HNG og FMC, auk margs annars, sem samtals gerir að lokum tæplega 100 milljónir króna. Maí-júní 1986 nr SEC kærir Levine fyrir að hafa þénað ólöglega nærri hálfum milljarði króna á sex árum. Levine játar og samþykkir að ganga til samstarfs við rannsóknarmenn. Júlí 1986 «•- Rannsóknin heldur áfram og SEC ræðst að Sokolow og Wilkis fyrir að hafa veitt Levine trúnaðarupplýsingar. Sokolow játar og samþykkir að greiða fimm milljónir króna og er síðar dæmdur í eins árs fang- elsi. Wilkis játar að hafa þénað um fjórtán milljónir króna á ólöglegan hátt og sam- þykkir að starfa með stjórninni. David Brown segir af sér og endurgreiðir rúmlega fimm milljónir króna. Nóvember 1986 SEC gerir samkomulag við Boesky. Hann samþykkir að greiða fjóra milljarða króna til ríkisins og hætta til frambúðar afskiptum af verðbréfaviðskiptum. Boesky samþykkir einnig að játa sekt sína gagnvart ákæru sem enn er ekki komin fram. Boesky ieyfir SEC að taka símtöl sín upp á segul- band. Þær upptökur leiddu til þess að enn er ekkert lát á handtökum í Wall Street. VIÐSKIPTI O G FJÁRMÁL veikt í kauphöllinni og vonast eftir að það verði yfirtekið af sterku fyrirtæki, en við það hækka hlutabréf hins veika fyrirtækis í verði. Það getur rneira að segja staðið svo á að hið sterka fyrirtæki þurfi bréf spákaup- manna til að ná ráðandi meirihluta, en við það verða bréfin enn verðmætari. Ýmis kon- ar reglur gilda í bandarískum fjármálaheimi, sem eiga að tryggja að spákaupendur geti ekki komist að því á undan öðrum hvaða yfirtökur standi fyrir dyrum. Það hvílir til dæmis tilkynningaskylda á öllum þeim sem kaupa meira en 5% í fyrirtæki um kaupin. Svindlarar í hópi spákaupmanna fóru fram- hjá þessari reglu með því að láta ýmis fyrir- tæki kaupa fyrir sig, áttu e.t.v. mörg fyrir- tæki, einir eða með öðrum. Ráðgjafafyrir- tæki á fjármálasviðinu starfa í ýmsum deildum, gefa fyrirtækjum ráð um hvernig eigi að verjast yfirtöku og hvaða fyrirtæki séu vænleg til yfirtöku, stunda spákaup og útgáfu ruslabréfa til fjármögnunar yfirtöku. Yfirtökuæðið hefur því komið fjármálafyr- irtækjunum afar vel, og þau að sjálfsögðu ýtt undir slík viðskipti. Eitt þeirra fyrirtækja sem mikið hafa komið við sögu í yfirtökuæð- inu er fjármálafyrirtækið Drexel Burham Lambert. Þeir hafa átt mikinn þátt í útgáfu ruslabréfa og hefur þátttaka þeirra í slíkum bréfaviðskiptum vaxið úr örfáum milljörðum króna árið 1981 upp í u.þ.b. 800 milljarða króna á síðasta ári. Það er að sjálfsögðu afar mikilvægt að ekki leki upp- lýsingar frá þeirri deild fjármálafyrirtækis sem sér um að velja viðskiptavinum sínum fyrirtæki til yfirtöku, til hinnar sem sér um spákaup. Og það merkilega er, að það virð- ist ekki hafa gerst. En hvað var það þá sem gerðist sem var svo slæmt að talað hefur verið um versta fjármálahneyksli í Bandaríkjunum í nieira en hálfa öld? Hvað var það sem enn heldur öllum bandaríska fjármálaheiminum á nál- um og hófst á því sem kallast innanbúðar- viðskipti spákaupmannsins Ivan F. Boesky? Skyndilega var það ekki aðeins Boesky, heldur Wall Street í heild sem spjótin beindust að. í brennidepli Boesky-málsins er þríhyrningur sem samanstendur af rusla- fjármögnurum, yfirtökumönnum og spák- aupmönnum, sem höfðu orðið ríkir á því að endurskipuleggja stórfyrirtækjalífið í Bandaríkjunum. Með því að ganga til sam- starfs við SEC (Securities & Exchange Com- mission) sem er sú stofnun sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum, má vera að Boesky stöðvi þessa hreyfingu í átt til endurskipu- lagningar. Ein af þeim spurningum sem brennur á vörum bandarískra fjármála- manna, er sú hvort fjármálafyrirtækið Drex- el Burnham Lambert, og stjórnendur þess muni sogast inn í hneykslið. Þar sem rusla- bréf hafa verið aðalvopn yfirtökumanna, gæti verið að Boesky-málið yrði til þess að stöðva þá yfirtökuöldu sern riðið hefur yfir Bandaríkin að undanförnu. Sú alda hefur þegar hnigið og hlutabréf ýmissa fyrirtækia sem átt hafa þátt í yfirtökuæðinu hafa fallið hratt. Afleiðingin er m.a. sú að ýmsir spá- kaupmenn hafa tapað miklu fé. Vitnisburður Boeskys mun hafa víðtæk áhrif á Wall Street. Nú hefur komið í ljós að ýmsar stjörnur úr fjármögnunarbanka- heiminum hafa verið ákærðar fyrir ólögleg innanbúðarviðskipti. Þar á meðal eru menn sem aldrei hefur fallið á grunur um slíkt, ekki einu sinni innan fjármálasamfélagsins í Wall Street. Haft er eftir lögfræðingi sem hefur tekið að sér að verja eitt af fórnardýr- um Boesky-rannsóknarinnar, að hneykslið eigi eftir að hafa langvarandi og víðtækar afleiðingar. Hann telur að menn muni „spyrja grundvallarspurninga um það hvað við höfum verið að gera hér í Wall Street." Stjórnmálamenn og þeir sem fjárfest hafa í hlutabréfum hafa áhyggjur, sem gætu leitt til hertra reglna á sviði fjármála og viðskipta almennt. BOESKY-RANNSÓKNIN. Eftir að SEC fór að þrengja að Boesky gerði hann samn- ing við stofnunina sem fólst í því að hún lofaði honum að hann myndi ekki þurfa að sitja lengur en fimm ár í fangelsi, gegn því að hann greiddi ríkinu fjóra milljarða króna í skaðabætur og leyfði rannsóknarmönnum að taka upp samtöl sín við viðskiptafélaga sína í Wall Street á tímabilinu frá því í júní til nóvember 1986. Saga rannsóknarinnar hófst í maí árið 1985, þegar nafnlaust bréf barst inn á New York-skrifstofur fjármálafyrirtækisins Merr- ill Lynch & Co. í bréfinu var sagt frá tveim- ur hlutabréfasölum sem störfuðu á skrif- stofu fyrirtækisins í Caracas sem virtust að- eins of heppnir þegar þeir veðjuðu á yfir- tökuhlutabréf. Fyrirtækið athugaði málið og rakti sporin til hlutabréfasala í New York. í Ijós kom að þessi hlutabréfasali fór einfald- lega eftir skipunum Bahama-útibús svissneska bankans Bank Leu. Skömmu síðar gerði Merrill Lynch & Co. SEC-eftir- litinu viðvart. SEC setti þumalskrúfur á Bank Leu og starfsmenn Leu byrjuðu að svitna. Þeir höfðu í mörg ár átt viðskipti við 35 ára gamlan fjármögnunarbankamann frá New York, Dennis B. Levine að nafni. Ba- hama-bankamennirnir vissu að Levine réði yfir meiriháttar hæfni til að sigta út þau hlutabréf sem áttu eftir að hækka í verði, sérstaklega ef um var að ræða fyrirtæki sem áttu í samruna- eða yfirtökusamskiptum. Sumir starfsmenn bankans notuðu sitt eigið sparifé til að fjárfesta eftir leiðsögn Levine. Bankamennirnir vissu raunar einnig, eins og kom fram á minnismiðum úr bankanum, að Levine hætti sér e.t.v. einum of langt. Um stund þrættu Levine og Bahamabank- inn fyrir allt svindl. Verið getur að Levine hafi veriö gæddur járnvilja, en hann komst fljótlega að því að tengiliðir hans í Leu- bankanum voru það ekki. Þeir byrjuðu að tala um nauðsyn þess að útvega lögfræðing í málið. Levine, sem ýmislegt kunni fyrir sér, stakk upp á Harvey L. Pitt, sem hafði verið tímabundið ráðinn ráðgjafi SEC, tíu árum áður, þá aðeins þrítugur að aldri. Pitt var meðeigandi í einhverju fínasta lögfræði- firma Bandaríkjanna: Fried, Frank, Harris, Shriver á Jacobson. Seinna kom í ljós að 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.