Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 75

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 75
L I S T I R Að allan sólarhringinn Þröstur Leó Gunnarsson á fullu ^RÁTT FYRIR AÐ ekki séu liðin nema tvö ár frá því að Þröstur Leó Gunnarsson útskrifaðist úr leiklistarskólanum hefur hann leikið í nokkrum af stærstu og vinsæl- ustu leikritum sem sviðsett hafa verið á þess- Ufn tíma. Hann sté beint úr námi í aðalhlut- Verk einnar vönduðustu kvikmyndar sem Serð hefur verið hér upp á síðkastið, Einsog skepnan deyr hans Hilmars Oddssonar, og v3kti þegar athygli og hlaut góða dóma gagnrýnenda. Nú síðast þykir hann gera sínu erfiðasta hlutverki til þessa mjög góð skil - f hinu magnaða expressjóníska verki ^irgis Sigurðssonar, Degi vonar. Svo góð raunar að stjórn verðlaunasjóðs L.R. sá fyllstu ástæðu til að veita honum verðlaun tyrir framlag sitt og frammistöðu. Verðlaunaveitingin fór fram að lokinni frumsýningu á Degi vonar á 90 ára afmælis- hátíð L.R. í janúar s.l. Er veitt úr sjóðnum á n°kkurra ára fresti til ungra leikara sem standa sig með glæsibrag og eiga sinn fyrsta ,eiksigur á sviði. „Pað er heilmikill heiður að fá þessa viðurkenningu og kyndir undir eld- ,egan áhuga leikarans," segir Pröstur Leó ÞJÓÐLÍFI. „Þetta er 40 þúsund króna styrkur sem kemur sér ágætlega því það er nreint hlægilega lítið kaup í þessu starfi.“ Hann er frá Bfldudal kominn, flutti í bæ- MAGNÚS REYNIR JÖNSSON ■ Þröstur Leó: Ver&launaveitingin kemur sér vel, því hlægilegt kaup fyrir leiklistina. inn um 1980 og fór að vinna í fiski. „Ég fann ekki fyrir neinum sérstökum áhuga á leiklist- inni á meðan að ég bjó fyrir vestan,“ segir hann, „ég var að vinna í fiski suður í Hafnar- firði og datt þá í hug að fara á leiklistarnám- skeið hjá Helga Skúlasyni. Þar barst leikara- bakterían í mig. Ég hafði svo til ekkert komið nálægt þessu fram að því en kannski hefur þó eitthvað verið kviknað vestur á Bfldudal - a.m.k. þótti ég alveg óþolandi á grímuböllum þar sem ég vann ævinlega öll verðlaunin ár eftir ár!“ Hér eftir var ekki aftur snúið, Pröstur Leó innritaðist í Leiklistarskólann 1981, útskrif- aðist fyrir tveimur árum og hefur haft yfrið nóg að gera síðan. „Ég fór beint úr skólan- um í kvikmynd Hilmars Oddssonar, Einsog skepnan deyr, sem var að mörgu leyti mjög spennandi verkefni þó ég hafi meiri áhuga á leikhúsinu, á sviðsleik í beinum tengslum við áhorfendur,“ segir hann. „Fyrsta leikritið sem ég fékk hlutverk í var Svartfugl í Iðnó og svo fór ég inn í Land míns föður sem er fádæma vinsælt verk. Síðustu mánuði hef ég leikið bæði í Degi vonar og Land míns föður og hef verið við æfingar í breskum gamanleik, Óánœgjukór- inn, sem var frumsýndur í byrjun aprfl. Mað- ur er að svotil allan sólarhringinn.“ —Hvernig lýst þér á auglýsingamarkaðinn sem starfsvettvang fyrir leikara? „Ég hef leikið í nokkrum auglýsingum, svona í harðindum annað slagið, en er svo- lítið smeykur við þetta vegna þess að auglýs- ingar eru oftast teknar upp á örskömmum tíma og geta því farið á allan veg.“ Hann segir að Dagur vonar sé sitt stærsta verkefni til þessa, „stórgott verk og vel skrif- að þar sem allar persónur leikritsins eru mjög bitastæðar fyrir leikara," segir hann og er fastráðinn í að starfa að leiklistinni ótrauður næstu árin. „Þetta er e.k. baktería sem maður fær og losnar ekkert við aftur. Pað eru ýmis verkefni í deiglunni í sumar og svo skrepp ég þess á milli vestur á Bfldudal og fer á sjó til að rétta fjárhaginn við. Ég hef gert það stöku sinnum undanfarin ár því maður lifir varla á leikarakaupinu.“ Kabarett hjá L.A. ^úndrandi viðtökur ^ABARETT FÉKK þegar frábærar við- tökur á frumsýningu, standing ovation eins °8 Bretarnir kalla það - allur salurinn stóð uPp og klappaði ákaft,“ segir Pétur Einars- s°n leikhússtjóri á Akureyri, harðánægður uteð vel lukkaða sýningu Leikfélags Akur- eyrar á söngleiknum fræga, Kabarett. Heikfélagið frumsýndi leikinn 14. mars og eriir hann gengið prýðilega síðan. Leik- stJóri er Bríet Héðinsdóttir. En af hverju Varð þetta verk fyrir valinu? ..Vegna þess að Kabarett er einstaklega góður söngleikur. Með fyrstu frumsýningu ans í New York árið 1966 kom fram ný egund söngleikja, svokallaðir con- CePtsöngleikir, og er þá átt við að ekki er eingöngu um þag aQ ræða að leikin er hefð- undin saga með söngvum, heldur er þarna s* a um að ræða miðlun með því að stilla ,aman andstæðum. Á þennan hátt var feng- nn nýr möguleiki til að tjá efni verksins og Þessi aðferð hreif áhorfendur Kabaretts þeg- RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON Gu&jón Pedersen ásamt vösku leikhúsli&i L.A. í hinu stórskemmtilega og vinsæla verki Kabarett, sem yljaö hefur Nor&lend- ingum um hjartarætur. ar í upphafi og hafa söngleikir af þessu tagi verið mjög vinsælir síðan." Leikfélag Akureyrar ræðst þarna í eina af viðameiri uppfærslum félagsins til þessa. Að sögn Péturs koma rúmlega 40 manns við sögu í uppsetningu Kabaretts, leikarar eru 18 og eru helstu hlutverk í höndum Guðjóns Pedersen, Ásu Svavarsdóttur, Einars J. Briem, Soffíu Jakobsdóttur, Gests E. Jónas- sonar, Ingu H. Haraldsdóttur, Skúla Gauta- sonar og svo hljóp Pétur í skarðið fyrir Þrá- inn Karlsson sem veiktist skömmu fyrir frumsýningu og æfði hlutverk hans á mett- íma. Gekk það allt með ágætum. Eðli máls- ins samkvæmt gegnir tónlist veigamiklu hlut- verki í sýningu Kabaretts; „Einvalalið höfum við á því sviði,“ segir Pétur. „Roar Kvam stjórnar 7 manna hljómsveitinni og Ken Oldfield samdi dansana. Karl Aspelund hannaði leikmyndina, Ingvar Björnsson sér um lýsingu og Óskar Ingimarsson þýddi texta verksins.“ „Við sýnum Kabarett svo lengi sem að- sókn verður á söngleikinn," segir hann og hefur ástæðu til að vera bjartsýnn því leiklistaráhuginn er mikill á Norðurlandi, „og svo kemur fólk í leikhús til okkar hvaða- næva að af landinu," bætir leikhússtjórinn á Akureyri við að lokum. 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.