Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 75
L I S T I R
Að allan sólarhringinn
Þröstur Leó Gunnarsson á fullu
^RÁTT FYRIR AÐ ekki séu liðin nema
tvö ár frá því að Þröstur Leó Gunnarsson
útskrifaðist úr leiklistarskólanum hefur
hann leikið í nokkrum af stærstu og vinsæl-
ustu leikritum sem sviðsett hafa verið á þess-
Ufn tíma. Hann sté beint úr námi í aðalhlut-
Verk einnar vönduðustu kvikmyndar sem
Serð hefur verið hér upp á síðkastið, Einsog
skepnan deyr hans Hilmars Oddssonar, og
v3kti þegar athygli og hlaut góða dóma
gagnrýnenda. Nú síðast þykir hann gera
sínu erfiðasta hlutverki til þessa mjög góð
skil - f hinu magnaða expressjóníska verki
^irgis Sigurðssonar, Degi vonar. Svo góð
raunar að stjórn verðlaunasjóðs L.R. sá
fyllstu ástæðu til að veita honum verðlaun
tyrir framlag sitt og frammistöðu.
Verðlaunaveitingin fór fram að lokinni
frumsýningu á Degi vonar á 90 ára afmælis-
hátíð L.R. í janúar s.l. Er veitt úr sjóðnum á
n°kkurra ára fresti til ungra leikara sem
standa sig með glæsibrag og eiga sinn fyrsta
,eiksigur á sviði. „Pað er heilmikill heiður að
fá þessa viðurkenningu og kyndir undir eld-
,egan áhuga leikarans," segir Pröstur Leó
ÞJÓÐLÍFI. „Þetta er 40 þúsund króna
styrkur sem kemur sér ágætlega því það er
nreint hlægilega lítið kaup í þessu starfi.“
Hann er frá Bfldudal kominn, flutti í bæ-
MAGNÚS REYNIR JÖNSSON
■ Þröstur Leó: Ver&launaveitingin kemur
sér vel, því hlægilegt kaup fyrir leiklistina.
inn um 1980 og fór að vinna í fiski. „Ég fann
ekki fyrir neinum sérstökum áhuga á leiklist-
inni á meðan að ég bjó fyrir vestan,“ segir
hann, „ég var að vinna í fiski suður í Hafnar-
firði og datt þá í hug að fara á leiklistarnám-
skeið hjá Helga Skúlasyni. Þar barst leikara-
bakterían í mig. Ég hafði svo til ekkert
komið nálægt þessu fram að því en kannski
hefur þó eitthvað verið kviknað vestur á
Bfldudal - a.m.k. þótti ég alveg óþolandi á
grímuböllum þar sem ég vann ævinlega öll
verðlaunin ár eftir ár!“
Hér eftir var ekki aftur snúið, Pröstur Leó
innritaðist í Leiklistarskólann 1981, útskrif-
aðist fyrir tveimur árum og hefur haft yfrið
nóg að gera síðan. „Ég fór beint úr skólan-
um í kvikmynd Hilmars Oddssonar, Einsog
skepnan deyr, sem var að mörgu leyti mjög
spennandi verkefni þó ég hafi meiri áhuga á
leikhúsinu, á sviðsleik í beinum tengslum við
áhorfendur,“ segir hann.
„Fyrsta leikritið sem ég fékk hlutverk í var
Svartfugl í Iðnó og svo fór ég inn í Land
míns föður sem er fádæma vinsælt verk.
Síðustu mánuði hef ég leikið bæði í Degi
vonar og Land míns föður og hef verið við
æfingar í breskum gamanleik, Óánœgjukór-
inn, sem var frumsýndur í byrjun aprfl. Mað-
ur er að svotil allan sólarhringinn.“
—Hvernig lýst þér á auglýsingamarkaðinn
sem starfsvettvang fyrir leikara?
„Ég hef leikið í nokkrum auglýsingum,
svona í harðindum annað slagið, en er svo-
lítið smeykur við þetta vegna þess að auglýs-
ingar eru oftast teknar upp á örskömmum
tíma og geta því farið á allan veg.“
Hann segir að Dagur vonar sé sitt stærsta
verkefni til þessa, „stórgott verk og vel skrif-
að þar sem allar persónur leikritsins eru
mjög bitastæðar fyrir leikara," segir hann og
er fastráðinn í að starfa að leiklistinni
ótrauður næstu árin. „Þetta er e.k. baktería
sem maður fær og losnar ekkert við aftur.
Pað eru ýmis verkefni í deiglunni í sumar og
svo skrepp ég þess á milli vestur á Bfldudal
og fer á sjó til að rétta fjárhaginn við. Ég hef
gert það stöku sinnum undanfarin ár því
maður lifir varla á leikarakaupinu.“
Kabarett hjá L.A.
^úndrandi viðtökur
^ABARETT FÉKK þegar frábærar við-
tökur á frumsýningu, standing ovation eins
°8 Bretarnir kalla það - allur salurinn stóð
uPp og klappaði ákaft,“ segir Pétur Einars-
s°n leikhússtjóri á Akureyri, harðánægður
uteð vel lukkaða sýningu Leikfélags Akur-
eyrar á söngleiknum fræga, Kabarett.
Heikfélagið frumsýndi leikinn 14. mars og
eriir hann gengið prýðilega síðan. Leik-
stJóri er Bríet Héðinsdóttir. En af hverju
Varð þetta verk fyrir valinu?
..Vegna þess að Kabarett er einstaklega
góður söngleikur. Með fyrstu frumsýningu
ans í New York árið 1966 kom fram ný
egund söngleikja, svokallaðir con-
CePtsöngleikir, og er þá átt við að ekki er
eingöngu um þag aQ ræða að leikin er hefð-
undin saga með söngvum, heldur er þarna
s* a um að ræða miðlun með því að stilla
,aman andstæðum. Á þennan hátt var feng-
nn nýr möguleiki til að tjá efni verksins og
Þessi
aðferð hreif áhorfendur Kabaretts þeg-
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON
Gu&jón Pedersen ásamt vösku leikhúsli&i
L.A. í hinu stórskemmtilega og vinsæla
verki Kabarett, sem yljaö hefur Nor&lend-
ingum um hjartarætur.
ar í upphafi og hafa söngleikir af þessu tagi
verið mjög vinsælir síðan."
Leikfélag Akureyrar ræðst þarna í eina af
viðameiri uppfærslum félagsins til þessa. Að
sögn Péturs koma rúmlega 40 manns við
sögu í uppsetningu Kabaretts, leikarar eru 18
og eru helstu hlutverk í höndum Guðjóns
Pedersen, Ásu Svavarsdóttur, Einars J.
Briem, Soffíu Jakobsdóttur, Gests E. Jónas-
sonar, Ingu H. Haraldsdóttur, Skúla Gauta-
sonar og svo hljóp Pétur í skarðið fyrir Þrá-
inn Karlsson sem veiktist skömmu fyrir
frumsýningu og æfði hlutverk hans á mett-
íma. Gekk það allt með ágætum. Eðli máls-
ins samkvæmt gegnir tónlist veigamiklu hlut-
verki í sýningu Kabaretts; „Einvalalið höfum
við á því sviði,“ segir Pétur. „Roar Kvam
stjórnar 7 manna hljómsveitinni og Ken
Oldfield samdi dansana. Karl Aspelund
hannaði leikmyndina, Ingvar Björnsson sér
um lýsingu og Óskar Ingimarsson þýddi
texta verksins.“
„Við sýnum Kabarett svo lengi sem að-
sókn verður á söngleikinn," segir hann og
hefur ástæðu til að vera bjartsýnn því
leiklistaráhuginn er mikill á Norðurlandi,
„og svo kemur fólk í leikhús til okkar hvaða-
næva að af landinu," bætir leikhússtjórinn á
Akureyri við að lokum.
75